Karfan þín er tóm!
Pantanir
Smartco ehf. kt. 610910-0840 sérhæfir sig í innflutningi og sölu á amerískum dagvörum í gegnum netsíðuna www.kostur.is. Smartco ehf. tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist og sendir staðfestingu með tölvupósti um leið og greiðlsa hefur borist.
Afhendingartími og Sendingakostnaður
Afhendingartími er 1-2 virkir dagar á Höfuðborgarsvæðinu, og 1-3 dagar utan Höfuðborgarsvæðisins eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Sendingakostnaður er 1.498 kr og sendast allar vörur með Íslandspósti. Einnig er mögulegt að sækja í Miðhraun 2, 210 Garðabær alla virka daga milli kl1230-1700.
Vöruverð
11% eða 24% virðisaukaskattur er innifalinn í verði vörunnar. Verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur Smartco ehf. sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ef varan er uppseld á lager verður send tilkynning á kaupanda og endurgreiðsla framkvæmd.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Öllum vörum er hægt að skila innan 30 daga og fá endurgreiðslu. Skilyrði er að varan sé óskemmd í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og viðskiptavinir skulu bera beinan kostnað af því að skila vöru. Viðskiptavinir skulu tilkynna um ákvörðun sína um að falla frá samningi með yfirlýsingu innan skilafrestsins, en það er gert með því að senda tölvupóst á kostur@kostur.is. Vakin er athygli á því að sönnunarbyrði um að réttur til að falla frá samningi sé nýttur í samræmi við ákvæði 19. gr. laga um neytendasamninga nr. 16/2016, hvílir á viðskiptavininum, sbr. g-liður 1. mgr. 5. gr. laganna.
Greiðslur
Við tökum á móti öllum helstu greiðslukortum í gegnum greiðslugátt Rapyd Europe hf.
Höfundaréttur og vörumerki
Allt efni á www.kostur.is er eign Smartco ehf. og er afritun og endurdreifing bönnuð nema með skriflegu leyfi.
Trúnaður og persónuvernd
Persónuupplýsingar sem seljandi móttekur eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu og farið er með allar persónuupplýsingar sem sem algjört trúnaðarmál. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum
Lög um Varnarþing
Um þjónustuviðskipti gilda skilmálar sem skilgreindir eru í lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000. Varnarþing Smartco er í Reykjavík.
Smartco ehf. | Kt. 610910-0840 | VSK. 106134 | kostur@kostur.is
Smartco ehf. | Kt. 610910-0840 | VSK. 106134 | kostur@kostur.is