Vanillubollakökur

Eldunaraðferð: 
Bakað í ofni
Uppskrift fyrir: 
20-25 bollakökur
Hráefni: 
2 bollar Hveiti
½ tsk Salt
2 tsk Lyftiduft
½ bolli Smjör, mjúkt
¾ bolli Sykur
2 Egg
1 bolli Mjólk
½ tsk Vanilludropar, má sleppa

  1. Hitið ofninn í 170°C
  2. Setjið bollakökuformin á plötu eða í sérstakt bollakökuform
  3. Þeytið smjör og sykur saman uns létt og ljóst
  4. Bætið eggjum við, einu í einu og skafið niður á milli
  5. Bætið hveiti, lyftidufti og salti við
  6. Bætið mjólk og vanilludropum síðast út í og hrærið vel saman
  7. Setjið í bollakökuform
  8. Bakað í 18 mín
  9. Látið bollakökurnar kólna áður en krem er sett ofaná