Súkkulaði Chiafræ búðingur

Erfiðleikastig: 
Auðvelt
Eldunaraðferð: 
NUTRiBULLET
Uppskrift fyrir: 
2
Hráefni: 
2 msk Chiafræ
2 msk Kakó
2 msk Hunang
1/2 tsk Vanilludropar
3/4 bolli Möndlumjólk

Setjið allt hráefnið í stórt NUTRiBULLET glas og blandið saman í ca. 30 sek eða uns silkimjúkt. 

Setjið í falleg glös og kælið blönduna í ísskáp í 1-2 klst. 

Stráið því sem ykkur finnst fallegt t.d. kókosflögum eða muldum möndlum yfir áður en eftirrétturinn er borin fram. 

 

Það má einnig nota Steviu í stað hunangs.