Spínatfylltar fiskirúllur

Erfiðleikastig: 
Meðal
Eldunaraðferð: 
Eldað í ofni
Uppskrift fyrir: 
4
Hráefni: 
450 gr. Uppáhalds fiskurinn þinn
1 ½ bolli spínat
1/3 bolli létt majones eða salat dressing
½ tsk Dijon sinnep
¼ bolli brauðteningar
Hvítlaukssalt
Sítróna skorin í báta

1.     Hitið ofninn í 200°C
2.     Smyrjið eldfast mót með olíu
3.     Skerið fiskinn í fjóra bita
4.     Leggið spínatið á fiskinn, kryddið með hvítlaukssalti og rúllið upp. Best er að byrja á því að rúlla upp mjórri endanum
5.     Blandið majonesinu saman við Dijon sinnepið og smyrjið með skeið á hverja rúllu fyrir sig og myljið brauðteningunum yfir.
6.     Bakað í ofni í 15-20 mín eða þar til fiskurinn er orðin hvítur og stífur.
7.     Kreistið smá sítrónu yfir.