Súkkulaðikaka

Erfiðleikastig: 
Auðvelt
Eldunaraðferð: 
Bakað í ofni
Uppskrift fyrir: 
6-10
Hráefni: 
2 bollar Sykur
1 ¾ bollar Hveiti
¾ bollar Kakó
1 ½ tsk Lyftiduft
1 ½ tsk Matarsódi
1 tsk Salt
2 Egg
1 bolli Mjólk
½ bolli Olía
2 tsk Vanilludropar
1 bolli Sjóðandi heitt vatn

1 dós af Hersheys súkkulaðkremi
  1. Hitið ofninn í 180°C
  2. Smyrjið tvö hringlótt kökuform
  3. Blandið saman sykri, hveiti, kakói, matarsóda, lyftidufti og salti í stóra skál.
  4. Bætið út í þurrefnablönduna, eggjum, mjólk, olíu og vanilludropum og hrærið vel saman.
  5. Bætið út í að lokum sjóðandi heitu vatni
  6. Hellið deginum í formin og bakið í 30 – 35 mín
  7. Kælið súkkulaðikökubotnana
  8. Setjið krem á milli og þekjið kökuna með Hershey’s kreminu,

 

Gott að bera fram með þeyttum rjóma