Papaya drykkur

Erfiðleikastig: 
Auðvelt
Eldunaraðferð: 
NUTRiBULLET
Uppskrift fyrir: 
1
Hráefni: 
1 bolli Spínat
½ bolli Bláber
½ bolli Papayas
1 msk Chia fræ
½ tsk Túrmerik
½ tsk Engifer
smá Cayenne pipar
Fylla upp að MAX línunni með Grænu tei

Setjið allt hráefnið í stórt glas og fyllið upp að MAX línunni með Grænu tei og blandið uns silkimjúkt eða í ca. 30 sek.

Papaya inniheldur mikið C vítamín auk A og B vítamíns og bláberin gefa drykknum skemmtilegan lit en þau eru einstaklega rík af andoxunarefnum og holl meltingunni.