Pönnusteiktar brauðbollur

Erfiðleikastig: 
Auðvelt
Eldunaraðferð: 
Steikt á pönnu
Uppskrift fyrir: 
4-6
Hráefni: 
3 ¼ bollar Bob’s Red Mills Glútein frítt Pizza Mix
1 bolli Volgt vatn
2 Egg
2 msk. Ólífuolía
2 ¼ tsk. Þurrger (Fylgir pizza mixinu)

1.     Blandið saman vatni og þurrgeri. Látið standa í nokkrar mín.
2.     Setjið egg og olíu saman við gerblönduna.
3.     Blandið pizza mixinu saman við og hnoðið þar til deigið er orðið slétt.
4.     Setjið deigið í skál og látið hefast í 20 mín.
5.     Pakkið deiginu í plast og kælið.
6.     Skiptið deiginu niður í hæfilega parta, gott að miða við ca. meðalstóra appelsínu.
7.     Steikið á pönnu á meðalhita þar til vel brúnað báðu megin.

Bollurnar eru ljúffngar volgar með góðu áleggi. Einnig gott að nota þetta sem hamborgarabrauð og hægt er að setja allskyns fræ í deigið.