Pönnukökur

Erfiðleikastig: 
Meðal
Eldunaraðferð: 
Bakað á pönnukökupönnu
Hráefni: 
2 Egg
1 msk Sykur
3 dl Hveiti
5 dl Mjólk
½ tsk Lyftiduft
1 tsk Vanilludropar
30 gr Smjör
  1. Þeytið egg og sykur saman uns létt og ljóst
  2. Bætið þurrefnum út í og mjólkinni smám saman
  3. Vanilludropar eru settir síðast út í
  4. Bræðið smjörið á pönnukökupönnunni og hellið út í deigið og hrærið vel saman uns deigið er orðið kekkjalaust.
  5. Hellið þunnu lagi af deiginu á heita pönnukökupönnuna og snúið pönnukökunni við þegar hún er orðin fallega brún.

Pönnukökurnar eru bornar fram upprúllaðar með sykri eða með uppáhalds sultunni þinni og þeyttum rjóma.