Miðjarðarhafssúpa

Erfiðleikastig: 
Meðal
Eldunaraðferð: 
Eldað í potti
Uppskrift fyrir: 
6
Hráefni: 
¾ bolli Lundbergs Jubilee hrísgrjón
1 msk Ólífuolía
1 stk Skallotlaukur – smátt skorinn
1 stk Meðalstór laukur – smátt skorinn
2 stk Hvítlauksrif
1 dós Tómatar - Heilir niðursoðnir með hvítlauk (Má nota án hvítlauks)
1 ½ bolli Grænmetissoð
½ tsk þurrkað rósmarín eða 1 msk ferskt rósmarín
1 dós Nýrnabaunir
1 krukka af ristaðri papriku
2 ½ bolli grænkál – skorið
¼ bolli Ólífur – steinlausar
Salt og pipar eftir smekk

1.     Hitið ólífuolíu á pönnu eða í potti á meðalhita
2.     Létt steikið laukana eða þar til þeir eru orðnir mjúkir (í ca. 5 mín.)
3.     Bætið hvítlauknum út í og hrærið í ca. 1 mín.
4.     Tómötum, grænmetissoði, Lundbergs Jubilee hrísgrjónum, rósmarín, papriku og baunum er bætt út í og blandað vel saman
5.     Látið suðuna koma upp, setjið lokið á og lækkið hitann
6.     Eldað í 50 mín.
7.     Setjið grænkálið og ólífurnar út í og lokið sett á í ca. 10 mín.
8.     Bætið við vatni ef súpan er of þykk og setjið salt og pipar út í eftir smekk. 

Glútenfrí
VEGAN