Kreóla grjón með rækjum og pylsum

Eldunaraðferð: 
Steikt á pönnu
Hluti: 
1 klst
Uppskrift fyrir: 
6-8
Hráefni: 
1 bolli Lundberg Family Farm brown short grain rice
2 bollar kjúklingasoð eða vatn
1 stk laukur – smátt skorinn
2 rif hvítlaukur – smátt skorinn
1 stór paprika – smátt skorinn
1 dós heilir tómatar
½ tsk þurrkaður Basilika
½ tsk þurrkað Timjan
¼ tsk Rauður pipar (má sleppa)
340 gr. Reykt pylsa skorin í skásneiðar
340 gr. Rækjur – hráar
1 msk Ólífuolía
Salt og pipar eftir smekk


1.     Sjóðið grjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka úr kjúklingasoðinu.
2.     Hitið ólífuolíu á meðalhita á pönnu og létt steikið laukinn og paprikuna í ca. 5 mín.
3.     Bætið við hvítlauk, tómötunum, basiliku, timjan og rauðum pipar.
4.     Setjið pylsubitana út í og hrærið vel.
5.     Bræðið smjör á aðra pönnu á meðalhita og eldið rækjurnar þar til þær eru orðnar fallega bleikar.
6.     Bætið við tómatblönduna og blandið vel saman.
7.     Borið fram eins og súpa eða í skál með skeið.

Glútenfrí