Kjöthleifur án kjöts

Erfiðleikastig: 
Meðal
Eldunaraðferð: 
Steikt á pönnu og hitað í ofni
Hluti: 
2 klst
Uppskrift fyrir: 
9
Hráefni: 
1 ½ bolli Lundbergs hrísgrjón að eigin vali
1 msk. Ólífuolía
½ bolli laukur – smátt skorinn
½ bolli paprika
1 bolli ferskt spínat – smátt skorið
1 bolli sveppir – smátt skornir
1 msk. Hvítlaukur – smátt skorinn
¼ tsk Rauður pipar
½ tsk Pipar – ný malaður
¼ tsk Salt
¼ bolli Tómatsafi
½ bolli Sólþurrkaðir tómatar
¼ bolli Steinselja – smátt skorinn
1 msk. Oregano – smátt skorið
1 msk. Basillika – smátt skorin
2/3 bolli Glútenfrí kartöflumús
¼ bolli fallega skorinn laukur til skrauts
2 msk. Glúteinfrí tómatsósa

1.     Sjóðið Lundberg hrísgrjóninn samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum
2.     Hitið ofninn í 180°C
3.     Smyrjið form eða eldfastmót með olíu
4.     Hitið á pönnu lauk, papriku, spínat, sveppi og hvítlauk í ólífuolíunni
5.     Bætið við rauðum pipar, salt, pipar og tómatsafa þar til hitað í gegn
6.     Setjið hrísgrjónin út í, kryddið og blandið vel saman
7.     Setið í form eða eldfastmót og mótið hleif. Ef blandan er of laus í sér er gott að setja smá kartöflumús hrærða með vatni út í blönduna svo hún verði stífari
8.     Raðið lauk ofaná til skrauts og smyrjið með tómatsósu til að fá fallegan glans á hleifinn
9.     Hyljið með álpappír og bakað í 45 mín, þá er álpappírinn tekinn af og hitað í 15 mín. til viðbótar
10.   Látið standa í ca. 10-15 mín áður en hleifurinn er skorinn í sneiðar. 

Glútenfrí
VEGAN