Hreindýrasmákökur

Erfiðleikastig: 
Auðvelt
Eldunaraðferð: 
Bakað
Hluti: 
30-40 kökur
Uppskrift fyrir: 
Unga sem aldna
Hráefni: 
170 gr Hnetusmjör
275 gr Púðusykur
115 gr Smjör
3 msk Mjólk
1 msk Vanilludropar
1 stk Egg
240 gr Hveiti
¾ tsk matarsódi
¾ tsk Salt

Brúnt M&M’s, rautt M&M’s og saltkringlur (Þurfa ekki að vera súkkulaðihúðaðar).
  1. Hrærið púðursykur, hnetusmjör, smjör og vanilludropa vel saman í hrærivél uns létt og ljóst
  2. Bætið egginu við og hrært saman
  3. Blandið saman í annarri skál, hveiti, matarsóta og salti
  4. Blandið smjörblöndinni saman við hvetiblönduna og hrærið rólega saman uns deigið er orðið þétt og mjúkt
  5. Mótið kúlur sem eru ca. 2 cm
  6. Fletjið kúlurnar út og og hafið annan endan örlítið mjórri eins og sést á mynd og setjið á bökunarplötu
  7. Bakað við 190°C í 7 til 8 mín
  8. Takið út rjúkandi heitar kökurnar og setjið brúnt M&M’s fyrir augu og rautt fyrir nef. Saltkringlur fyrir horn og látið kólna.