Kjúklingur með hvítlauk og rósmarín

Erfiðleikastig: 
Auðvelt
Eldunaraðferð: 
Ofn
Uppskrift fyrir: 
4
Hráefni: 
1 stk heill ferskur kjúklingur
Pipar
Salt
3 hvítlaukar
50 gr. Smjör
1 msk ferskt rósmarín eða þurrkað
  • Hitið ofninn í 170°C
  • Kjúklingurinn þerraður
  • Afhýðið hvítlaukinn og takið 3 hvítlauksrif og stingið í kjúklinginn
  • Smyrjið smjöri á kjúklinginn
  • Leggið kjúklinginn í eldfast mót og setjið inn í heitan ofninn í ca. 30 mín.
  • Takið þá kjúklingin út og kryddið með rósmarín og hvítlauksrifjunum dreift í kring.
  • Steikið kjúklinginn í ca. 30-40 mín til viðbótar eða uns kjúklingurinn erfulleldaður. Gott er að miða við 45-60 mín fyrir hvert kg.

 

Borið fram með kartöflumús og góðu salati.