Kalkúnn

Erfiðleikastig: 
Meðal
Eldunaraðferð: 
Ofn
Uppskrift fyrir: 
8-10
Hráefni: 
KALKÚNA pækill
3,7 ltr Grænmetissoð
1 bolli Sjávarsalt
1 msk þurkkað Rósmarín
1 msk þurrkuð Salvía
1 msk þurkkað Timjan
1 msk þurrkað Majoran
3,7 ltr Ísvatn (vatn með klaka)

KALKÚNN- klassísk eldun
1 heill Kalkúnn (ca. 8 kg)
½ bolli Bráðið smjör
2 stk Laukar – stórir
4 stk Gulrætur, skrældar og skornar
4 stk Sellerí, skorið
2 greinar Ferskt Timjan
1 stk Lárviðarlauf
1 bolli Þurrt hvítvín

Kalkúna pækill

 • Allt sett saman í stóran pott nema ísvatnið og hitað að suðu og hrært stöðugt í.
 • Slökkt undir pottinum og látið kólna.
 • Blöndunni er hellt í stóra fötu og ísvatnið með. Hrærið vel saman í pæklinum
 • Þvoið kalkúninn og taktu allt sem er inn í honum.
 • Setjið kalkúninn í pækilinn, brjóst fyrst niður og passið að kalkúnninn fyllist af pæklinum.
 • Geymið í ísskáp yfir nótt eða ca. 8 klst eða á mjög köldum stað.
 • Takið kalkúninn upp úr pæklinum daginn eftir og látið drjúpa vel af honum
 • Eldið kalkúninn eins og þið eruð vön en passið að hann þarf 20-30 mín minni eldunartíma en vanalega. 

Kalkúnn - klassísk eldun

 • Takið kalkúninn úr pæklinum og látið drjúpa vel af honum
 • Penslið kalkúninn með bræddu smjöri
 • Setjið kalkúninn á ofngrind og látið bringuna snúa niður
 • Fyllið kalkúninn með einum lauk, ½ gulrót, ½ sellerí, einni grein af timjan oglárviðarlaufi
 • Setjið afgangin af grænmeti og kryddi í ofnskúffu og hellið hvítvíni yfir
 • Setjið undir kalkúninn í ofninum
 • Eldið í ofni í ca. 3 ½ - 4 klst við 85°C
 • Snúið kalkúninum við þegar að búið er elda kalkúninn í ca. 2 ½ klst og látið bringuna snúa upp og penslið kalkúninn aftur með smjöri
 • Látið kalkúninn standa í ca. 30 mín áður en hann er skorinn