Graskersbaka

Erfiðleikastig: 
Meðal
Eldunaraðferð: 
Bakað
Uppskrift fyrir: 
Fyrir 6-8
Hráefni: 
Botn
1 bolli hveiti
1/8 tsk salt
1/3 bolli smjör
3 msk vatn

Fylling
2 egg
1 bolli púðursykur
1/2 bolli rjómi
450 gr graskersmauk eða Pumpkin Puree
1 tsk kanill
1/2 tsk engifer
1/2 tsk múskat
1/2 tsk salt

1.             Byrjið á því að hita ofninn á 220°C

2.             Hrærið saman hveiti og salti

3.             Bætið smjörbitum við

4.             Vatni sett út í og hrært saman með gaffli

5.             Hnoðið deigið í kúlu og fletjið út á hveitistráðuborði hring

6.             Setjið í bökumót og fjarlægið það deig sem fer út fyrir

7.             Geymið botninn meðan fyllingin er útbúin

8.             Þeytið egg uns þau eru orðin létt og ljós eða í ca. 2-3mín.

9.             Bætið við restinni af hráefnunum og hrærið uns blandan er orðin mjúk

10.           Setjið fyllinguna ofan á botninn og bakið í 10mínútur

11.           Lækkið hitann í 180° og bakið áfram í 40-50mínútur

12.           Stingið í miðju bökunnar með tannstöngli eða prjóni til að athugahvort hún sé tilbúin. Ef ekkert festist á tannstönglinum erbakan tilbúin

13.           Kælið bökunar áður en hún er borin fram.

 

Gott að bera fram með þeyttum rjóma.