Grænn drykkur með steinselju

Eldunaraðferð: 
NUTRiBULLET
Uppskrift fyrir: 
1
Hráefni: 
1/2 stórt glas Grænkál
3 sprotar Steinselja
2 bitar Agúrka ca. 2 cm hver biti
1/2 stilkur Sellerí
1/2 Pera
2 cm Engiferrót
Smá skvetta af Epla ediki

Fylla upp að MAX línunni með vatni eða öðrum tærum vökva

1. Setja allt hráefnið í stórt glas

2. Fyllið upp með vatni eða öðrum tærum vökva og blandið saman í NUTRiBULLET tækinu

3. Drekkið og njótið. 

 

Þessi drykkur inniheldur rétt yfir 100 kaloríur og er einstaklega hressandi og frískandi. 

Þess má geta að steinselja hefur verið notuð við Miðjarðarhafið í meira en 2000 ár en hún er algengasta kryddjurtin í Evrópu og má nota hana á marga vegu. 

Steinselja inniheldur ekki neitt kólesteról en er rík af andoxunarefnum, vítamínum og trefjum. Hún inniheldur meira magn af C vítamíni en appelsínur. Virku efnin í steinselja hafa lengi verið talin örva starfsemi nýrna og hjálpa til við að afeitra líkamann. Hún hjálpar líkamanum að róa meltingarveginn og léttir þannig á meltingartruflunum, ristilkrampa og vindgangi.