Fylltar paprikur

Erfiðleikastig: 
Meðal
Eldunaraðferð: 
Steikt á pönnu og hitað í ofni
Hluti: 
1 klst
Uppskrift fyrir: 
6
Hráefni: 
1 bolli Lundberg hrísgrjón að eigin vali
6 stk stórar paprikur
285 gr. Maískorn
½ bolli fetaostur
1 msk. fersk steinselja
1 tsk. ferskt rósmarín
2 tsk. hvítlaukur - Smátt skorinn eða rifinn
1 tsk ólífur – smátt skornar
½ krukka af uppáhalds pastasósunni þinni
2 stk. vorlaukur - smátt skorinn
Salt og pipar eftir smekk

1.              Sjóðið Lundberg hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum
2.              Hitið ofninn í 175°C
3.              Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp
4.              Á meðan suðan kemur upp er paprikan undirbúin, toppurinn skorinn af og kjarnhreinsað
5.              Setjið paprikuna í sjóðandi vatn í 5-10 mín. (Fer eftir hversu þykk paprikan er) Paprikan á að mýkjast en ekki að vera að mauki. Þerrið paprikuna og setjið á vel smurða plötu eða í eldfast mót.
6.              Hrærið fetaostinn, maískorn, krydd, ólífur, vorlauk, salt og pipar saman við soðnu hrísgrjónin.
7.              Setjið hrísgrjónafyllinguna í paprikuna til hálfs, setjið tvær matskeiðar af pastasósu og fyllið svo upp með hrísgrjónafyllingunni
8.              Sett í ofn og bakað í 30 mín. Stingið í hrísgrjónafyllinguna með hníf og ef blaðið er sjóðandi heitt þá er fyllingin elduð í gegn.
9.              Skreytt með vorlauk og það sem eftir er af pastasósunni. 

Glútenfrí