Frönsk súkkulaðikaka

Erfiðleikastig: 
Meðal
Eldunaraðferð: 
Bakað
Uppskrift fyrir: 
6
Hráefni: 
200 gr Súkkulaði
200 gr Brætt smjör
4 Egg
2 dl Sykur
1 dl Hveiti
  1. Hitið ofninn í 180°C
  2. Bræðið smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði og hrærið vel saman
  3. Þeytið egg og sykur saman uns létt og ljóst
  4. Bætið hveitinu út í og hrærið sem sleif
  5. Setjið að lokum súkkulaðiblönduna út í og hrærið vel saman með sleif
  6. Setjið í vel smurt form eða eldfast form og bakið í 20-30 mín

 

Borið fram með ís, þeyttum rjóma eða ferskum berjum