Cayenne pipar sprengja

Erfiðleikastig: 
Auðvelt
Eldunaraðferð: 
NUTRiBULLET
Uppskrift fyrir: 
1
Hráefni: 
1 lúka Spínat
1 lúka Blandað salat
1 bolli Blönduð ber
¼ Avakadó
3 bitar Ananas
1 msk Chia fræ
örlítið af Cayenne pipar eða eftir smekk
Fyllið upp að MAX línunni með kókosvatni

Öll hráefnin eru sett í stóra glasið og fyllt upp með kókosvatni að MAX línunni. 

Cayennepipar hefur verið vel þekktur sem vörn gegn alls kyns sýkingum. Hann hefur verið notaður við kvefi, hálsbólgu og sýkingum í meltingarvegi. Cayennepipar er einnig talinn örva blóðrás og er honum oft stráð yfir morgunverð af öllu tagi. 

Njótið vel!