Cesar salat

Erfiðleikastig: 
Auðvelt
Uppskrift fyrir: 
6
Hráefni: 
1/3 bolli Olía
3 msk Sítrónusafi
1 tsk Worcestershire sósa
1/4 tsk Salt
1/2 tsk Sinnepsfræ - fínt malað
1 lauf Hvítlaukur - smátt skorinn
1 stórt búnt Romain salat - rifið í grófa bita
1 bolli Brauðteningar
1/3 bolli Parmesan ostur - rifinn
Svartur pipar eftir smekk

1. Hrærið saman olíu, sítrónusafa og Worchestershire sósu, salti, sinnepsfræ og hvítlauk.

2. Bætið við Romaine salatinu og hrærið vel saman við olíublönduna. 

3. Stráið yfir brauðteningum, osti og pipar eftir smekk. 

 

Njótið vel :)

Uppskrift fengin á www.bettycrocker.com