Sumarlegt salat með ferkum apríkósum

Þetta sumarlega salat hentar sem meðlæti með nánast hvaða mat sem er. Einnig er hægt að steikja kjúklingabringur eða annað í bitum og setja út á til að gera það að aðalrétti.

Ég hef ekki oft áður séð ferskar apríkósur hér á Íslandi en ég hef oft keypt þær þegar ég er erlendis. Ég hreinlega varð því að kaupa þær þegar ég sá þær í Kosti um daginn. Fersku apríkósurnar eru alveg dásamlega góðar einar og sér en hér gera alveg ótrúlega mikið fyrir salatið.

Salat með ferskum apríkósum

 • 1 lítill haus dökkt blaðsalat
 • 1 avokadó
 • 5-7 kirsuberjatómatar
 • ½ kubba fetaostur, ekki í olíu
 • 6 ferskar apríkósur
 • hágæða og bragðgóð ólífu olía
 • salt og pipar

Aðferð:

 1. Skolið öll hráefni og þerrið mjög vel, það heldur salati fersku lengur.
 2. Rífið salatið niður í skál eða fallegan disk.
 3. Steinhreinsið avokadóið og skerið öll hráefnin í litla bita. Dreifið öllu jafnt ofan á salatið.
 4. Hellið ólífu olíu yfir salatið í örmjórri bunu, kryddið svo með salt og pipar eftir smekk.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa færslu fást í Kosti