Salt karamellu og oreo ísréttur

Taktu ísupplifunina þína upp á annað stig með þessum einfalda ísrétti sem allir geta gert á örsnöggum tíma. Smucker’s salt karamellan er alveg dásamlega góð og passar æðislega með oreo kexinu í þessum ísrétti. Fullkominn eftirréttur sem ég trúi að öllum líki vel!

Salt karamellu og oreo ísréttur:

  • 0,5 l vanillu rjómaís
  • 7 oreo kökur
  • 2 msk salt karamella frá Smucker’s
  • 250 ml rjómi
  • Kökuskraut og rör

Aðferð:

  1. Setjið ísinn í hrærivélaskál og brytjið sex oreo kökur út í, hrærið saman.
  2. Hellið salt karamellunni útí og hrærið mjög varlega og stutt (það er gott að blanda ekki of vel saman)
  3. Þeytið rjómann.
  4. Setjið ísinn í tvö glös, setjið rjómann í sprautupoka og sprautið honum yfir, skreytið með kökuskrauti,  oreo kexi og rörum.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti