Risaeðlu franskar og kjötlausir hamborgarar sem krakkar elska!

Ég þekki það vel hvað það getur verið erfitt að fá litla gorma til að borða matinn sinn. Ég var því svo ótrúlega glöð þegar ég sá Dr. Praegers vörurnar í Kosti. Dr. Praeger’s framleiðir hollt, glútein laust og lífrænt grænmetisfæði sem er handhægt, fljótlegt og hollt, fullkomið fyrir uppteknar fjölskyldur sem vilja aðeins það besta.

Það skemmtilegasta við Dr. Praeger’s að mínu mati er krakka maturinn. Þar eru grænmetisbuff skorin út í alskonar mynstur eins og t.d. risaeðlur, bangsar og stjörnur og krakkar elska það! Strákurinn minn ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum þegar hann sá þetta. Hann vildi ólmur fá að elda með mér og úr varð æðislega skemmtileg stund í eldhúsinu. Ég tók líka eftir því hvað hann borðaði ótrúlega vel.

Það er svo gaman hvað eins einfaldir hlutir gleðja krakka mikið og fá þau til þess að borða mikið meir.

Ég gerði hamborgara með grænmetisborgara frá dr. Praeger’s með sveppum og risotto. Þær voru æðislega bragðgóðir, áferðin var mýkri en venjulegt hakk sem strákurinn minn elskaði og við foreldrarnir líka. Risaeðlu sætkartöflu „franskarnar“ slóu rækilega í gegn hjá mínum (yngri) manni

Hamborgaranir og „frönskurnar“ voru ofur einfaldir að gera og gat strákurinn minn hjálpað við öll skrefin. Það eina sem þarf að gera er að raða borgurunum á ofnskúffu ásamt frönskunum og setja inn í ofn. Á meðan er grænmetið skorið og brauðin hituð.

Fyrir þá sem eru með glútein óþol henta þessir borgarar vel en þá vil ég benda ykkur á hamborgarabrauðin frá Udi’s sem eru æðislega góð, ég fjalla um þau hér.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti