Pítur með grilluðu lambakjöti í bragðmikilli marineringu

Ég hvet ykkur til þess að prófa þessa útfærslu á klassískum pítum, þær eru þær bestu sem ég og fjölskylda mín höfum smakkað!

Marineringin frá Frontera dregur fram bestu hliðar lambakjötsins sem passar svo fullkomlega með pítusósunni og öllu tilheyrandi.

 • Frontera marinering með mildu rauðu chile og kúmen
 • 1 pakki lambagúllas
 • 6 frosin pítubrauð
 • Pítusósa
 • Salat
 • ¼ agúrka skorin í teninga
 • 2 tómatar skornir í teninga
 • ½ rauðlaukur smátt skorinn
 • 2 dl rifinn ostur

Aðferð:

 1. Leggið lambagúllasið í marineringu og látið marinerast í 30 mín.
 2. Á meðan kjötið er að marinerast er gott að taka pítubrauðin úr frystinum, skera niður grænmetið og loks kveikja á grillinu.
 3. Þegar kjötið hefur marinerast og grillið er orðið heitt, setjiði þá kjötið í grillbakka og grillið kjötið í um það bil 20 mín eða þangað það er eldað í gegn.
 4. Ristið pítubrauðin þangað til þau eru heit í gegn og aðeins orðin stökk.
 5. Raðið inn í pítubrauðin eftir smekk og njótið!

Ykkar Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti