Girnilegt ávaxtasalat

Kostur er með mikið úrval af glænýjum, stórum og ferskum berjum og ávöxtum. Allt grænmeti og ávextir kemur nýuppskorið með beinu flugi til landsins sem þýðir að gæði grænmetisins og ávaxtanna eru í hæsta gæðaflokki.

Það er svo skemmtilegt að bera fram fallegt ávaxtasalat, börnin gjörsamlega elska þetta og fullorðna fólkið líka.

_MG_7529

Ég raðaði ávöxtunum í stóra Iittala skál sem er 36 cm í þvermál. Salatið nánast kláraðist allt í 50 manna veislu þar sem nóg var af öðrum veitingum.

Þetta ávaxtasalat var gert kvöldið fyrir veislu, geymt í ísskáp yfir nótt og var það mjög gott í veislunni sjálfri. Reyndar var vatnsmelónan sem ég notaði ekki mjög blaut og því gæti það haft áhrif. Ef þið eruð með mjög blauta vatnsmelónu þá gæti verið sniðugt að geyma það að raða salatinu saman fyrr en nokkrum tímum fyrir veislu.

Girnilegt ávaxtasalat

 • 1 Vatnsmelóna
 • 3 öskjur bláber
 • Stór askja jarðaber
 • 1 askja hindber
 • Steinlaus græn vínber, stór klasi

Aðferð:

 1. Byrjið á því að skola vatnsmelónuna og berin, þerrið allt mjög varlega en vandlega. Það er ekki gott að hafa berin blaut því þá verða þau slepjuleg og skemmast fyrr.
 2. Skerið vatnsmelónuna fyrst í helming og svo fjóra hluta hvern helming. Sneiðið svo fjórðungana langsum.
 3. Raðið vatnsmelónu sneiðunum í lengju þvert á alla skálina og 2/3 af restinni í skálina.
 4. Skerið græna af jarðaberjunum og svo í helming. Setjið jarðaberin í skálina ásamt hinum berjunum.
 5. Raðið restinni af melónusneiðunum sitt og hvað í skálina.
 6. Lokið skálinni með plastfilmu þangað til ávaxtasalatið er borið fram.

_MG_7528

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Sumarlegt salat með ferkum apríkósum

Þetta sumarlega salat hentar sem meðlæti með nánast hvaða mat sem er. Einnig er hægt að steikja kjúklingabringur eða annað í bitum og setja út á til að gera það að aðalrétti.

Ég hef ekki oft áður séð ferskar apríkósur hér á Íslandi en ég hef oft keypt þær þegar ég er erlendis. Ég hreinlega varð því að kaupa þær þegar ég sá þær í Kosti um daginn. Fersku apríkósurnar eru alveg dásamlega góðar einar og sér en hér gera alveg ótrúlega mikið fyrir salatið.

Salat með ferskum apríkósum

 • 1 lítill haus dökkt blaðsalat
 • 1 avokadó
 • 5-7 kirsuberjatómatar
 • ½ kubba fetaostur, ekki í olíu
 • 6 ferskar apríkósur
 • hágæða og bragðgóð ólífu olía
 • salt og pipar

Aðferð:

 1. Skolið öll hráefni og þerrið mjög vel, það heldur salati fersku lengur.
 2. Rífið salatið niður í skál eða fallegan disk.
 3. Steinhreinsið avokadóið og skerið öll hráefnin í litla bita. Dreifið öllu jafnt ofan á salatið.
 4. Hellið ólífu olíu yfir salatið í örmjórri bunu, kryddið svo með salt og pipar eftir smekk.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa færslu fást í Kosti

Read More

Grillað lambakjöt í jalapeno og hvítlauks marineringu

Ég grillaði um daginn alveg virkilega gott lambakjöt sem ég hafði marinerað upp úr jalapeno og hvítlauks marineringu frá Frontera. Ég elska Frontera marineringarnar vegna þess að það tekur stuttann tíma fyrir kjötið að marinerast, þær eru alltaf alveg hrikalega bragðgóðar og maturinn slær í gegn.

Þessi jalapeno og hvítlauks marinering dregur fram allar bestu hliðar lambakjötsins, kjötið verður alls ekki sterkt en þú finnur fyrir jalapeno bragðinu ásamt hvítlauksbragðinu. Skemmtileg og öðruvísi leið til þess að grilla klassískt lambafille.

Grillað lambakjöt í jalapene og hvítlauks marineringu með grilluðum maís og gómsætri grillsósu

 • Lamba fille 2 stk
 • 1 poki Frontera marinering með jalapeno og hvítlauk
 • 2 maísstönglar
 • smjör
 • salt
 • 125 ml majónes
 • 125 ml 18% sýrður rjómi
 • 1 hvítlauksgeiri
 • börkur og safi úr ½ sítrónu

Aðferð:

 1. Takið kjötið úr ísskápnum minnst 4 tímum fyrir eldun, helst fyrr.
 2. Leggið lambakjötið í marineringu í 30 mín.
 3. Kveikið á grillinu og stillið á meðal háan til háan hita.
 4. Kveikið á grillinu og stillið á háan hita.
 5. Þegar grillið er orðið heitt, grillið þið kjötið á fituröndinni í 5-7 mín og svo 3-4 mín á hinni hliðinni.
 6. Látið kjötið hvíla á disk með álpappír yfir í 10-15 mín áður en það er borið fram. Á meðan grillið þið maísinn.
 7. Maísinn er grillaður í hýðinu í um það bil 20 mín og snúið reglulega svo hann grillist jafnt á öllum hliðum.
 8. Blandið saman sýrðum rjóma og majónesi í skál.
 9. Pressið hvítlaukinn með hvítlaukspressu ofan í skálina.
 10. Rífið börkinn af sítrónu með fínu rifjárni, skerið sítrónuna í tvennt og kreistið safann úr öðrum helmingnum ofan í skálina, bætið við smá salti og blandið öllu saman.
 11. Skerið kjötið í sneiðar, takið maísinn úr hýðinu, smyrjið hann með smjöri og saltið.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll háefni í þessa færslu fást í Kosti

Read More

Einfalt, hollt og gott avocado eggjasalat

Ég vil deila með ykkur þessari dásamlegu hollu uppskrift sem er fullkomið til þess að njóta ofan á brauð eða eitt og sér.

Avocadó eru svo holl og góð fyrir okkur að við ættum helst að njóta þeirra á hverjum einasta degi. Í Kosti er hægt að kaupa virkilega góð avocadó sem endast lengi heima. Þau eru nánast tilbúin þegar maður kaupir þau svo óhætt er að setja þau beint í ísskápinn þegar heim er komið. Þar geymast þau góð í allt að viku. Mér finnst það alveg dásamlegt að eiga alltaf til rétt þroskuð avocadó inn í ísskáp.

Avocadó eggjasalat

 • 2 vel þroskuð avocado
 • 2 harðsoðin egg
 • ½ tsk pipar
 • ½ tsk salt
 • 2 tsk lime safi

Aðferð:

 1. Sjóðið tvö egg í 8 mín. Kælið þau og takið skurnina af.
 2. Skerið avocadóið í helminga og steinhreinsið. Takið ávöxtinn upp úr hýðinu með skeið, skerið í litla bita.
 3. Skerið eggin í bita.
 4. Blandið varlega saman avocado, eggjum, pipar, salti og lime safa saman í skál, passið að mynda ekki mauk.
 5. Njótið eitt og sér eða sem álegg á brauð.

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift færðu í Kosti

Read More

Eðal eðla í aðalréttinn

Svona matur er fullkomin til að hafa á notalegu kósý kvöldi þegar maður vill í raun fara bara beint í desertinn.

Þessi uppskrift passar í tvö meðalstór eldföst mót og fyrir fjóra svanga.

Ef þið eruð óvön að borða refried baunir eða baunamauk og eruð að velta því fyrir ykkur að sleppa því úr uppskriftinni þá ráðlegg ég sterklega gegn því þar sem það gerir áferðina á hakkinu ótrúlega mjúka þannig það passar fullkomlega með rjómaostinum og öllu hinu í þessari æðislegu ídýfu. Þetta er svona matur sem maður borðar endalaust af og hreinlega ekki hægt að hætta borða, verður bara að klárast.

Algjörlega ein besta heit salsa ídýfa (eðla) sem ég hef smakkað!

_MG_7183

Heit nachos máltíð

Heitt nachos

_MG_7189

_MG_7190

_MG_7185

_MG_7192

_MG_7199

_MG_7205

_MG_7206

Eðal Eðla: 

 • 1 bakki nautahakk
 • 1 poki taco krydd frá Old El Paso
 • 1 askja rjómaostur
 • 1 dós refried baunir (baunamauk) frá Old El Paso
 • Salsa sósa frá Pace með bitum í
 • 1 poki rifinn pizza ostur
 • 1 rauð paprika
 • 2 litlir vorlaukar

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
 2. Steikið hakkið á pönnu og setjið helminginn af taco kryddblöndunni út á.
 3. Opnið dósina með bauna maukinu og setjið úr á hakkið þegar það er steikt í gegn. Steikið blönduna saman þangað til hún er orðin heit.
 4. Setjið rjómaostinn í skál og blandið saman afganginum af kryddblöndunni út í rjómaostinn.
 5. Í tvö meðal stór eldföst mót, smyrjið rjómaostinum í botninn, hann á að vera um 0,5 cm þykkur.
 6. Ofan á ostinn smyrjið hakkblöndunni og svo salsa sósunni í svipaðri þykkt.
 7. Dreifið rifna ostinum yfir og bakið inn í ofni þangað til osturinn hefur bráðnað, stillið þá ofninn á grill og grillið ostinn í 2-3 mín eða þangað til hann byrjar að poppast smá og brúnast. Passið að horfa alltaf á réttinn inn í ofninum með grillstillinguna á því osturinn er mjög fljótur að brenna ef ekki er fylgst nógu vel með.
 8. Skerið rauðu paprikuna og vorlaukinn smátt niður og dreifið yfir formin.
 9. Berið fram strax með stórum og góðum maís snakkflögum.

_MG_7206

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa færslu fást í Kosti

Read More

Banana bollakökur með rjómaostakremi

Það er ótrúlega gaman að prófa ný köku og brauð mix. Þetta er bara svo auðvelt og afraksturinn alltaf svo bragðgóður.

Um daginn prófaði ég Quick bread mixið frá Philsbury en það er með bananabragði. Ég gerði bollakökur úr mixinu og var rosalega ánægð með útkomuna. Ég bætti svolítið við mixið og gerði æðislegt rjómaostakrem með sem passað fullkomlega með!

Banana bollakökur með rjómaostakremi

 • Quick bread mix með bananabragði
 • 1 vel þroskaður banani
 • 100 g dökkt súkkulaði
 • 100 g rjómaostur
 • 100 g smjör við stofuhita
 • 300 g flórsykur
 • 1 msk síróp

Aðferð:

 1. Blandið saman Quick bread mixinu með bananabragði samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
 2. Bætið út í 1 stk vel þroskuðum banana og súkkulaði skorið meðal gróft niður. Blandið saman við.
 3. Setjið bolluköku pappírsform í bollaköku álbakka (nauðsynlegt skref til að fá fallegar kökur sem halda lögun í ofninum), fyllið hvert form nánast upp í topp þar sem við viljum hafa kökurnar með stórum toppi.
 4. Bakið samkvæmt leiðbeiningum á kassa.
 5. Hrærið saman rjómaosti og smjöri þangað til blandan verður létt.
 6. Bætið þá út í flórsykri og hrærið vel saman við. Bætið svo út í sírópinu og hrærið þangað til kremið verður létt og loftmikið.
 7. Þegar bollakökurnar hafa kólnað er kreminu sprautað á með stórum hringlaga stút. Setjið stútinn fyrst í sprautupokann og fyllið svo pokann með kreminu. Byrjið að sprauta yst og færið ykkur svo innar og upp.
 8. Rífið súkkulaði með rifjárni yfir kökurnar.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Allar vörur sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

 

Read More

Kjúklingaspjót í sítrus marineringu

Núna þegar sumarið nálgast óðfluga er æðislegt hita aðeins upp í kolunum og grilla svolítið.

Þessi frábæra marinering frá Frontera er dúndur góð og kemur manni í sumar gírinn. Sítrus, hvítlaukur og kóríander bragðið er alls ráðandi og leikur við bragðlaukana.

Það sem ég elska mest við Frontera marineringarnar er að það tekur aðeins 30 mín að láta kjötið marinerast. Maður einfaldlega sker kjötið niður í þá stærð sem maður ætlar að hafa það í, setur kjötið í skál og hellir marineringunni yfir.

Sumarleg kjúklingaspjót:

 • 4 kjúklingabringur skornar í 4-5 bita hvor.
 • 7 sveppir
 • 1 gul paprika
 • Frontera marinering með sítrus, hvítlauk og kóríander.
 • Pipar
 • U.þ.b. 5 grillspjót

Aðferð:

 1. Skerið kjúklingabringurnar niður í um það bil 5 bita hverja.
 2. Setjið kjúklinginn í skál, hellið marineringunni yfir og blandið saman. Setjið plastfilmu yfir skálina.
 3. Kveikið á grillinu og stillið á meðal háan hita.
 4. Skerið sveppina í helminga.
 5. Skerið paprikuna niður í u.þ.b. 10 stóra búta.
 6. Raðið kjúklingnum og grænmetinu á grillspjót. Það fer eftir því hversu stór spjótin eru hvernig best er að raða en ég setti 4 kjúklingabita á hvert spjót og grænmeti á milli.
 7. Kryddið með pipar.
 8. Grillið spjótin í um það bil 5 mín á hverri hlið í einu þangað til kjúklingurinn er eldaður í gegn (tími fer eftir hversu stórir bitarnir eru).

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Einfalt og bragðgott french toast

Ég hreinlega verð að segja ykkur frá algjörri snilld sem ég var að uppgvöta.

Aunt Jemima er amerískt fyrirtæki sem er löngu orðið frægt í bandaríkjunum. Það er gaman að segja frá því að merkið var fyrst kynnt til sögunnar með pönnuköku mix árið 1889 eða fyrir 128 árum síðan og var því fyrst í sögunni að framleiða bökunarmix. Síðan þá hefur Aunt Jemima átt stóran stað í hjarta bandaríkjamanna.

Ásamt því að framleiða pönnuköku mix og pönnuköku síróp framleiðir Aunt Jemima eitt besta french toast sem ég hef smakkað. Ég viðurkenni það alveg að ég var ekki að búast við neinu sérstöku þegar ég keypti kassann en ég hreinlega varð að prófa. Brauðið var hreint út sagt alveg ótrúlega mjúkt, fluffý og æðislega bragðgott. Með Aunt Jemima french toast er ekkert mál að njóta dýrindis brunch heima án þess að hafa mikið fyrir eldamennskunni. Þetta gæti varla verið einfaldara en það eina sem þarf að gera er að taka brauðsneiðarnar úr umbúðunum og setja í ristavélina. Mér finnst best að rista hverja brauðsneið 2x til að gera hana smá stökka.

Ég mæli svo með að hafa það meðlæti með sem ykkur finnst best. Egg og beikon er klassískt og einfalt. Best þykir mér að elda beikonið í ofninum en þá stillir maður ofninn á 200°C, setur smjörpappír í ofnskúffuna, hann má ná vel yfir kantana á ofnskúffinni til að einfalda þrif á eftir. Raða svo beikoninu á smjörpappírinn og baka þangað til það verður stökkt. Eggjahræru finnst mér best að gera með því að setja 1-2 egg á mann í skál (heildar fjöldi fer eftir því hversu margir eru í mat), hræra eggin saman svo eggjarauður og eggjahvítur samlagast, hita meðalstóra pönnu og þegar hún hefur hitnað vel, hella eggjunum þá í pönnuna og þegar botninn á eggjunum hefur storknað, hræra þá varlega í botninum með sleif, halda þessu svo áfram þangað til allt er eldað í gegn. Þannig myndast stærri bútar af eggjahræru en ekki mauk. Gott er svo að hafa þá ávexti og ber sem ykkur finnst góð og auðvitað nóg af Aunt Jemima sírópi.

Ykkar, Linda Ben.

Aunt Jemima fæst í Kosti

Read More

Kúskús með kjúkling, sítrónu og kóríander

Þetta er virkilega gómsætur, fljótlegur og auðveldur réttur. Ef draumurinn er að elda eitthvað einfalt og fljótlegt en samt gott, prófaðu þá þennan rétt!

Fljótlegur kúskús réttur með kjúkling, sítrónu og kóríander

Fljótlegur kúskús réttur með kjúkling, sítrónu og kóríander

Fljótlegur kúskús réttur með kjúkling, sítrónu og kóríander

Fljótlegur kúskús réttur með kjúkling, sítrónu og kóríander

 • 3 kjúklingabringur
 • sítrónupipar
 • salt
 • 2 shallot laukar
 • 1 dl frosnar grænar baunir
 • olía
 • ½ tsk cumin
 • ¼ tsk kanill
 • salt og pipar
 • 2,5 dl kúskús
 • 4 dl vatn
 • 1 sítróna
 • 1 búnt ferskt kóríander

Aðferð:

 1. Skerið kjúklingabringurnar niður í smáa bita, kryddið vel með sítrónupiparnum og saltið. Steikið á pönnu með olíu þangað kjúklingurinn er eldaður í gegn, það tekur aðeins örfáar mín.
 2. Skerið shallot laukinn smátt niður, steikið hann upp úr ólífu olíu í djúpum potti. Þegar laukurinn er byrjaður að verða glær, setjiði þá grænu baunirnar og kryddið út á, steikið það í 1 mín.
 3. Setjið vatn í hraðsuðuketil og látið sjóða.
 4. Setjið kúskúsið í pottinn, hrærið því saman við kryddið. Hellið svo vatninu í pottinn, hrærið og setjið lokið á pottinn. Látið sjóða í 1 mín, slökkvið svo undir pottinum og leyfið kúskúsinu að taka sig í 5 mín.
 5. Notið gaffal til að losa kúskúsið í sundur þangað til það verður allt létt og laust um sig. Setjið kjúklinginn út á, rífið börkinn af sítrónunni og kreystið safann úr henni út á réttinn. Bætið kóríander út á og ef til vill smá ólífu olíu.

Fljótlegur kúskús réttur með kjúkling, sítrónu og kóríander

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Fljótlegur marengs eftirréttur

Þetta er einn fljótlegasti og einfaldasti eftiréttur sem hægt er að gera en á sama tíma gefur hann ekkert eftir þegar kemur að því hversu góður hann er.

Útfærslunar eru nánast endalausar þegar kemur að þessum eftirrétt þar sem hægt er að setja nánast hvað sem er út í rjóma og marengs.

Í þessari útfærslu notast ég við jarðaber og goji ber í dökkum súkkulaðihjúp. Goji berin í dökka súkkulaðinu er gjörsamlega ávanabindandi nammi, svo ótrúlega gott! Ekki skemmir fyrir að goji ber eru talin mjög holl og eru svokölluð ofurfæða.

Fljótlegur marengs eftirréttur

 • 1 hvítur marengsbotn, keyptur tilbúinn
 • 400 ml rjómi
 • 1 poki Goji + Chocolate
 • 1 stór askja jarðaber

Aðferð:

 1. Byrjað er á því að þeyta rjóma og mylja svo marengsbotninn gróft út í rjómann.
 2. Skerið jarðaberin frekar smátt niður, skiljið eftir 3 jarðaber, og bætið úr í ásamt súkkulaðihúðuðu Goji berjunum, skiljið nokkur ber eftir. Hrærið saman.
 3. Setjið blönduna á fallegan kökudisk, fletjið blönduna svolítið út svo hún líkist köku.
 4. Skerið jarðaberin sem þið skilduð eftir áðan og skerið þau í fallega lengjur, skreytið kökuna með jarðaberjunum og súkkulaði húðuðu goji berjunum.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More