Salt karamellu og oreo ísréttur

Taktu ísupplifunina þína upp á annað stig með þessum einfalda ísrétti sem allir geta gert á örsnöggum tíma. Smucker’s salt karamellan er alveg dásamlega góð og passar æðislega með oreo kexinu í þessum ísrétti. Fullkominn eftirréttur sem ég trúi að öllum líki vel!

Salt karamellu og oreo ísréttur:

 • 0,5 l vanillu rjómaís
 • 7 oreo kökur
 • 2 msk salt karamella frá Smucker’s
 • 250 ml rjómi
 • Kökuskraut og rör

Aðferð:

 1. Setjið ísinn í hrærivélaskál og brytjið sex oreo kökur út í, hrærið saman.
 2. Hellið salt karamellunni útí og hrærið mjög varlega og stutt (það er gott að blanda ekki of vel saman)
 3. Þeytið rjómann.
 4. Setjið ísinn í tvö glös, setjið rjómann í sprautupoka og sprautið honum yfir, skreytið með kökuskrauti,  oreo kexi og rörum.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Ofurhollur og góður morgunmatur

Það er fátt betra en að byrja daginn á góðum morgunverð, allur dagurinn verður bara mikið betri fyrir vikið.

Berin í Kosti eru alltaf fersk, stór og virkilega safarík sem henta fullkomlega í þennan graut. Ég mæli svo mikið með að þið prófið næst hafrana frá Bob’s Red Mill, þeir eru þéttir í sér og verða ekki slepjulegir þegar búið er að sjóða hafrana.

Hægt er að raða innihaldefnunum saman í hátt glas og mynda lög en svo er líka hægt að blanda öllu saman í skál, ykkar er valið. Þessi uppskrift gefur eitt glas.

Ofurhollur og góður morgunmatur:

 • 1 dl grófir hafrar frá Bob’s Red Mill
 • 2 dl vatn
 • 1 kúfuð tsk kókosolía
 • 1 msk kókos
 • ½ dl bláber
 • ½ msk chia fræ
 • 3 stk stór jarðaber, skorin niður í bita
 • ½ msk möndluflögur
 • 3 kirsuber

Aðferð:

 1. Setjið hafrana í pott og vatnið líka, sjóðið saman við þangað til grautur hefur myndast.
 2. Setjið kókosolíuna út í grautinn, leyfið grautnum að kólna örlítið.
 3. Skolið berin varlega, þerrið og skerið jarðaberin niður.
 4. Setjið kókosinn í botninn á háu glasi, bætið 1/3 af grautnum í glasið og setjið bláberin yfir.
 5. Setjið svo aftur 1/3 af grautnum í glasið, því næst chiafræin og jarðaberin.
 6. Setjið afganginn af grautnum í glasið, möndluflögur og toppið með kirsuberjum.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll innihaldsefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Hrein hreinsiefni sem stuðla að heilbrigðari jörð

Þó svo að þetta sé matarblogg þá má ég til með að segja ykkur frá hreinsiefnum, því þar sem er eldað, þar er þrifið 🙂

Ég prófaði nefninlega ný hreinsiefni um daginn frá yndislegu merki sem heitir Seventh Generation. Ég heillaðist strax af þessu merki út af einfaldri ástæðu, á bakhlið umbúðanna er mjög greinilegur og auðlesanlegur innihaldsefnalisti. Ef það segir ekki allt um hversu vönduð og hrein varan er þá veit ég ekki hvað! Það á yfirleitt ekki við um hreinsiefni frá öðrum merkjum. Mig grunar að þessi munur liggi í því að Seventh Generation vill að maður lesi listan en hin merki mögulega ekki eins mikið.

Seventh Generation hefur í meir en 25 ár framleitt vörur sem eru „plant based“ eða þar sem aðal hráefni þeirra koma beint frá náttúrunni, eru örugg og hreinsa virkilega vel. Þau trúa því að vörur þeirra séu heilsusamleg lausn fyrir andrúmsloftið, borðfleti, klæðnað, gæludýs og fólkið sem er inn á heimilinu. Þau vilja að vörurnar þeirra skapi breytingu, alveg frá framleiðslu, kaupum, notum og að förgun.

Ég hef verið að prófa fjölmargar vörur frá Seventh Generation og alltaf verið yfir mig hrifin með árángurinn. Sem dæmi um það sem ég hef prófað eru þvottaefnis púðar fyrir þvottavél og uppþvottavél. Það sem ég var sérstaklega hrifin af var að púðarnir eru hvítir og frekar óspennandi í útliti fyrir börn. Þar sem ég er með barn á heimilinu er það hlutur sem ég hugsa alltaf um þó svo að ég hafi þvottaefnin mín alltaf þar sem barnið mitt nær ekki til, en mér finnst það extra öryggi. Fjölnota hreinsiefnið virkar mjög vel og þrífur fullkomlega. Ég varð nánast hissa á því hversu vel það þrífur miðað við að innihalda engin slæm innihaldsefni en það gefur hinum „óhollu“ ekkert eftir. Það sama má segja um gluggahreinsinn.

Mig langar að hvetja ykkur til þess að prófa Seventh Generation, jörðin þakkar ykkur fyrir það!

Seventh Generation fæst í Kosti

Read More

Svartbauna burrító

Þessi burritó er fljótgerður og æðislega bragðgóður. Það er ódýrt að verlsa inn í þennan rétt auk þess sem hægt er að aðlaga uppskriftina að því sem maður á til í ísskápnum hverju sinni.

Svartbauna burrito 

 • 6 stk heilhveiti vefjur
 • 1 lítill laukur
 • 1 tsk cumin
 • ½ tsk chilli flögur
 • 1 rauð paprika
 • 2-3 meðal stórar gulrætur
 • 1 dós svartar baunir
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • Rifinn ostur (t.d. Maribo)
 • 1 avocadó
 • sýrður rjómi eftir smekk
 • Kóríander eftir smekk
 • Salat eftir smekk

Aðferð:

 1. Skerið laukinn smátt niður, steikið á pönnu við meðal hita, setjið cumin og chilli flögur út á pönnuna og steikið með.
 2. Skerið gulræturnar og paprikuna niður í litla bita, setjið út á pönnuna og steikið.
 3. Setjið baunirnar og tómatana út á pönnuna, blandið öllu saman og sjóðið þangað til blandan er orðið þykk og áferðin er orðin þannig að hún henti vel til að borða í vefju (um það bil 10 mín).
 4. Rífið ostinn niður og stappið avócadóið í mauk.
 5. Hitið vefjurnar í 30 sek í örbylgjuofni, raðið hráefnunum inn í vefjurnar eftir smekk og rúllið upp.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Fljótleg og einföld Thai súpa með núðlum

Pacific súpurnar eru án allra rotvarnarefna, eru lífrænar og aðeins úr náttúrulegum hráefnum. Það er dásamlegt að geta stytt sér leið í eldamennskunni án þess að þurfa fórna heilbrigðum lífstíl.

Thai sætkartöflu súpa frá Pacific er mjög góð beint úr fernunni en þar sem við vorum mörg í mat þá ákvað ég að nota hana sem súpugrunn og gerði meiri úr henni og matar meiri. Útkoman var hreint út dásamleg!

Fljótleg og einföld Thai súpa með núðlum:

 • Thai sætkartöflu súpa frá Pacific
 • 1 dós létt kókosmjólk
 • 250 ml kjúklingasoð
 • 1 – 2 kjúklingabringur
 • 1 tsk gult karrý paste
 • 1 msk fiskisósa
 • 50 – 100 g núðlur

Aðferð:

 1. Byrjað er á því að skera kjúklingabringurnar í smáa bita, krydda með salt og pipar og steikja svo á pönnu þangað til hann hefur lokast.
 2. Hellið súpunni frá Pacific í pottinn ásamt kjúklingasoðinu og kókosmjólkinni, sjóðið saman.
 3. Kryddið súpuna með karrý paste-i og fiskisósu eftir smekk.
 4. Bætið núðlunum útí og sjóðið þangað til þær eru tibúnar.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Dásamleg vegan Key lime ostakaka sem allir elska

Key lime ostakakan frá Daiya bragðast virkilega vel. Lime bragðið er ríkjandi og fágað. Áferðin á kökunni er þannig að þér hefði aldrei dottið í hug að kakan væri mjólkurlaus og laus við allskonar ofnæmisvalda. Nánar tiltekið er kakan laus við mjólkurvörur, glútein, soja, egg, hnetur, fisk og skelfisk.

Daiya er þekkt merki fyrir að framleiða virkilega góðan mat og eftirrétti sem eiga að líkja eftir réttum með mjólkurafurðum í eins og til dæmis osta og jógúrt. Allar vörurnar frá Daiya innihalda engin gervi bragðefni,  öll innihaldsefnin eru náttúruleg.

 

Það sem þú þarft í þennan æðislegan vegan eftirrétt er:

 • 1 stk Daiya Key Lime ostakaka
 • 1 bakki fersk hindber
 • 2 lime
 • So Delicious Cocowhip

Áður en ég bar Daiya ostakökuna fram skreytti ég hana með hindberjum, myntulaufi og lime sneiðum sem skraut.

Til þess að ná útlitinu á þessari köku eins og ég skreytti hana er mikilvægt er að skola hindberin varlega og þerra þau vel án þess að merja þau. Raða þeim svo varlega á köku brúnina. Næst þar að skera 2 lime í þunnar sneiðar, raða sneiðunum svo á kökuna og þrísta létt á kökurna svo sneiðin festist inn í kökunni. Seinast þarf að setja falleg myntulauf í miðjuna á kökunni.

Með kökunni hafði ég vegan kókos rjóma frá So Delicious Cocowhip sem er alveg ótrúlega góður! Það væri hreinlega hægt að borða hann einan og sér sem ís, það góður er hann. Til þess að ná Cocowhipinu sem bestu þarf að láta það afþiðna inn í ísskáp í fjóra tíma áður en það er borið fram.

Ég mæli mjög mikið með þessum eftirrétti fyrir alla. Það þarf alls ekki að vera vegan til þess að finnast þessi eftirréttur æðislega bragðgóður.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Allar vörur sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Ljúffengir „kjúklinga“ borgarar

Udi’s er eitt fremsta glúteinlausa matvöru merkið í Bandaríkjunum. Merkið er þekkt fyrir fyrst og fremst bragðgóðar matvörur sem eru glúteinlausar og næringarríkar. Ég var því ótrúlega spennt að smakka þegar ég sá það í Kosti um daginn.

Markmið Udi’s er að vera með bestu glútein lausu matvörur á jörðinni. Þau framleiða bragðgóðar vörur sem fylla magann og hlýja sálinni um leið. Udi’s hafa fengið fjöldan allan að verðlaunum fyrir matvörur sínar sem þið getið lesið meir um hér.

Ég verð að segja að Udi’s hafa klárlega náð markmiðum sínum þar sem þessi hamborgarabrauð voru gríðarlega góð! Burt séð frá því að þau eru glúteinlaus þar sem ég borða líka hamborgarabrauð með glúteini þá vorum ég og maðurinn minn yfir okkur hrifin.

Inn í hamborgarabrauðin setti ég kjötlausa borgara sem líkjast kjúklingaborgurum. Bragðið af borgurunum er hreint út sagt æðislegt. Mæli ég mikið með þeim!

Glútein- og kjötlausir „kjúklinga“ borgarar:

 • Udi’s glúteinlaust hamborgarabrauð
 • Salsa sósa
 • Salat
 • Avocadó skorið í sneiðar
 • Gul paprika

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
 2. Eldið borgarann samkvæmt leiðbeiningum.
 3. Hitið hamborgarabrauðin inn í ofni í 5 mín, reynið að miða tímann út þannig að brauðin og borgararnir eru tilbúnir á sama tíma.
 4. Skerið grænmetið niður, raðið því á borgarana og setjið salsa sósu með.
 5. Njótið!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Grillaður kjúklingur í kóreiskri bbq marineringu

We Rub You er kóreisk bbq sósa og marinering, þær koma í tveimur mismunandi tegundum, orignal og spicy. Orinal sósan er fjölskyldu uppskrift sem inniheldur soja sósu, epla safa, hvítlauk og engifer. Sósurnar eru framleiddar í bandaríkjunum í litlum einingum út náttúrulegum vegan hráefnum. Sósurnar innihalda ekki MSG, high fructose cornsyrup eða gervibragðefni. Sósurnar eru svo að sjálfsögðu glútein fríar.

Sósan er alveg virkilega bragðgóð og kemur skemmtilega á óvart. Alveg virkilega góð tilbreyting frá hefðbundnu bbq sósunum. Að sjálfsögðu er hægt að nota hvaða kjöt sem er með þessum sósum.


Grillaður kjúklingur í kóreiskri bbq marineringu

 • 4 kjúklingabringur
 • We Rub You orginal kóreisk bbq marinering
 • Ananas
 • Kóríander
 • Berja tómatar
 • Laukur
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Leggið kjúklingabringunar í marineringu, látið standa ef þið hafið tíma en annars getiði sett þær beint á grillið. Grillið bringurnar í um það bil 20 mín. Smyrjið meira af marineringunni á bringurnar þegar þær fara að verða tilbúnar til að fá meira kikk.
 2. Skerið ananas og lauk í litla bita, bætið kóríander og tómötum út á, leggið ofan á bringunar.
 3. Kryddið með salt og pipar ef þið viljið.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa færslu fást í Kosti

Read More

Snickers baka með kókos karamellum

Í þessa snickersböku notaði ég vegan karamellur sem eru framleiddar úr kókosmjólk. Karamellunar eru alveg hrikalega góðar og algjörlega nýja uppáhaldið mitt! Ekki er verra að þær eru lífrænar, innihalda ekki GMO, innihalda ekki glútein og eru gerðar algjörlega án mjólkurafurða!

Snickers baka með kókos karamellum:

 • 2 dl möndlumjöl frá Bob’s Red Mill
 • 2,5 dl hveiti
 • 2 msk lífrænn púðursykur
 • ¼ tsk salt
 • 115 g kalt smjör, skorið í litla bita
 • 3 msk ískalt vatn
 • 2 pokar Cocomels karamellur
 • 2 dl salt hnetur
 • 200 g súkkulaði
 • 2 msk hnetusmjör

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á undir+yfir hita 180°C.
 2. Í skal blandið saman möndlumjöli, hveiti, púðursykri og salti.
 3. Setjið svo smjörið út í og hnoðið saman við þangað til áferðin verður eins og af blautum sandi. Bætið við vatni þangað til deigið límist saman.
 4. Smyrjið 20 cm bökuform og þrýstið deiginu ofan í, gatið það með gafli út um allt til þess að það myndist ekki loftbólur í því. Bakið í 18-20 mín.
 5. Bræðið kókos karamellurnar í potti eða í örbylgju en passið að þær sjóði ekki (ef þær sjóða þá verður karamellan alltof hörð þegar hún stirnar aftur) og blandið salt hnetunum saman við. Hellið karamellunni í bökuna.
 6. Bræðið saman súkkulaðið og hnetusmjörið yfir vatnsbaði, hellið súkkulaðinu yfir karamelluna í bökunni. Kælið í ísskáp í um það bil 2 tíma eða þangað til súkkulaðið hefur storknað. Skreytið kökuna að vild.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Laxa og avocadó beygla

Kostur lætur framleiða fyrir sig virkilega góðar og vandaðar Amerískar beyglur. Beyglurnar eru framleiddar úr góðum hráefnum og koma í nokkrum tegundum. Í uppáhaldi hjá mér eru klárlega með sesam og birkifræjum þó svo að þessar klassísku standi alltaf fyrir sínu.

Beyglurnar eru mjög bragðgóðar, þéttar í sér og auðvelt að ná þeim í sundur sem skiptir að sjálfsögðu mjög miklu máli.

Laxa og avocadó beygla

 • 1 Beygla sem sesam og birkifræjum, tekin í tvennt og ristuð vel
 • Rjómaostur
 • Birkireyktur lax, skorinn í sneiðar
 • 1 avocadó, skorið í frekar þykkar sneiðar
 • Berja tómatar
 • Pipar

Aðferð:

 1. Ristið beygluna þangað til hún er byrjuð að brúnast vel, smyrjið hana svo með rjómaosti.
 2. Skerið laxinn og avocadóið í sneiðar, setjið á beygluna.
 3. Toppið með berja tómötum og pipar.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More