Ofurhollur og góður morgunmatur

Það er fátt betra en að byrja daginn á góðum morgunverð, allur dagurinn verður bara mikið betri fyrir vikið.

Berin í Kosti eru alltaf fersk, stór og virkilega safarík sem henta fullkomlega í þennan graut. Ég mæli svo mikið með að þið prófið næst hafrana frá Bob’s Red Mill, þeir eru þéttir í sér og verða ekki slepjulegir þegar búið er að sjóða hafrana.

Hægt er að raða innihaldefnunum saman í hátt glas og mynda lög en svo er líka hægt að blanda öllu saman í skál, ykkar er valið. Þessi uppskrift gefur eitt glas.

Ofurhollur og góður morgunmatur:

 • 1 dl grófir hafrar frá Bob’s Red Mill
 • 2 dl vatn
 • 1 kúfuð tsk kókosolía
 • 1 msk kókos
 • ½ dl bláber
 • ½ msk chia fræ
 • 3 stk stór jarðaber, skorin niður í bita
 • ½ msk möndluflögur
 • 3 kirsuber

Aðferð:

 1. Setjið hafrana í pott og vatnið líka, sjóðið saman við þangað til grautur hefur myndast.
 2. Setjið kókosolíuna út í grautinn, leyfið grautnum að kólna örlítið.
 3. Skolið berin varlega, þerrið og skerið jarðaberin niður.
 4. Setjið kókosinn í botninn á háu glasi, bætið 1/3 af grautnum í glasið og setjið bláberin yfir.
 5. Setjið svo aftur 1/3 af grautnum í glasið, því næst chiafræin og jarðaberin.
 6. Setjið afganginn af grautnum í glasið, möndluflögur og toppið með kirsuberjum.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll innihaldsefni í þessa uppskrift fást í Kosti