Laxa og avocadó beygla

Kostur lætur framleiða fyrir sig virkilega góðar og vandaðar Amerískar beyglur. Beyglurnar eru framleiddar úr góðum hráefnum og koma í nokkrum tegundum. Í uppáhaldi hjá mér eru klárlega með sesam og birkifræjum þó svo að þessar klassísku standi alltaf fyrir sínu.

Beyglurnar eru mjög bragðgóðar, þéttar í sér og auðvelt að ná þeim í sundur sem skiptir að sjálfsögðu mjög miklu máli.

Laxa og avocadó beygla

  • 1 Beygla sem sesam og birkifræjum, tekin í tvennt og ristuð vel
  • Rjómaostur
  • Birkireyktur lax, skorinn í sneiðar
  • 1 avocadó, skorið í frekar þykkar sneiðar
  • Berja tómatar
  • Pipar

Aðferð:

  1. Ristið beygluna þangað til hún er byrjuð að brúnast vel, smyrjið hana svo með rjómaosti.
  2. Skerið laxinn og avocadóið í sneiðar, setjið á beygluna.
  3. Toppið með berja tómötum og pipar.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti