Ísréttur með berjum og súkkulaðispænum

Þeir sem þekkja mig vita að ég er algjör nautnaseggur þegar kemur að ís. Bestur þykir mér flauelsmjúkur rjómaís og vil ekki sjá harðan og kaldan mjólkurís. Ég var því ekki viss þegar ég ákvað að prófa þennan ís Frá Luna & Larry hvort mér myndi líka hann.

Coconut Bliss ísinn er lífrænn, glútein laus, inniheldur ekki erfðabreyttar afurðir, soja laus og er vegan. Hann er til í ótal bragðtegundum, t.d salt karamellu&súkkulaði og súkkulaði&hnetusmjör sem ég ákvað að prófa.

Coconut Bliss ísinn kom mér ótrúlega skemmtilega á óvart, ísinn er flauelsmjúkur og áferðin er nánast eins og rjómaís. Salt karamellu & súkkulaði var í sérstöku uppáhaldi.

Ísréttur með berjum og súkkulaðispænum

 • Luna&Larry’s Coconut Bliss með salt karamellu&súkkulaði og súkkulaði&hnetusmjör
 • 6 jarðaber skorin í sneiðar
 • ½ lítil askja bláber
 • Súkkulaðispænir
 • Þeyttur rjómi (val)

Aðferð:

 1. Takið ísinn úr frysti og látið standa við stofuhita í 10 mín.
 2. Skolið berin og þerrið vel.
 3. Skerið jarðaberin í sneiðar og raðið helmingnum í botninn á glösunum.
 4. Notið kúluísskeið til þess að mynda fallegar kúlur, setjið 2 kúlur af hvorum ísnum.
 5. Setjið bláber og jarðaber í glösin, skreytið með súkkulaðispæni.
 6. Það er mjög gott að bera fram þeyttan rjóma með þessum ís og mæli ég með því.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti