Hver er bloggarinn okkar?

Matur og ljósmyndir eru ástríðan mín og vil ég bjóða þér að fylgjast með lífi mínu í eldhúsinu.

Ég er ein af þessum sem fer að baka þegar hana langar að gera eitthvað skemmtilegt..

Ég geri allt frá ofureinföldum hollum smoothie-um til hinna metnaðarfullu frönsku makkaróna. Skrifa síðan nákvæmar leiðbeiningar svo það sé leikur einn fyrir þig að gera matinn heima hjá þér.

Svo ég kynni mig líka þá heiti ég Linda Benediktsdóttir og elska að eyða tíma í eldhúsinu mínu! Ég er menntaður lífefnafræðingur frá Háskóla Íslands. Ég á strák sem er 3 ára og yndislegan mann. Kíktu endilega inn á mína persónulegu síðu: LindaBen.is

Þér er velkomið að fylgjast með mér á Instagram: lindaben