Gullfalleg gulrótakaka

Í kosti fæst alveg ótrúlega fjölbreytt úrval af allskonar sælgæti. Mörg þeirra eru rosalega falleg og henta vel til þess að skreyta kökur og gera þær guðdómlega fallegar.

Ég mæli mikið með því að þið prófið til dæmis næst að nota candy floss í það skreyta köku, það gefur svo ótrúlega skemmtilegt og óvenjulegt útlit sem gerir kökuna guðdómlega fallega.

Þessi kökuskreyting er mjög einföld og það þarf enga sérstaka hæfileika til þess að ná henni fallegri, þó svo að hún líti kannski út fyrir að vera flókin í fyrstu.

Gullfalleg gulrótakaka

 • Betty Crocker gulrótarkaka
 • 2 dósir smjörkrem frá Betty Crocker
 • 2 dl rjómaostur
 • 2 dl flórsykur
 • Fjólublár, blár og bleikur matarlitur
 • Karamellu kúlur og hlaup hnappar frá Kingway
 • Candy Floss

Aðferð:

 1. Bakið kökuna samkvæmt leiðbeiningum, setjið í tvö 21 cm form. Látið þá kólna vel þegar þeir eru tilbúnir.
 2. Hrærið saman við smjörkremið rjómaostinn og flórsykur. Takið 3×2 dl af kreminu (2 dl fyrir hvern matarlit sem þú notar) frá og leggið til hliðar í skálum.
 3. Skerið toppana af kökubotnunum svo þeir séu beinir og fallegir. Setjið 1 botn á kökudisk, smyrjið kremi á hann og leggið svo næsta yfir. Smyrjið kremi á kökuna alla. Skiptið afgangs (ef það er annarsvegar) á milli skálanna.
 4. Setjið bleikan matarlit í eina skálina, bláa í aðra og fjólubláan í þriðju (líka hægt að setja 1 bláan dropar og 1 bleikan dropa til þess að fá fjólubláan), blandið vel saman og setjið í sprautupoka með þremur mismunandi stútum. Ég nota stúta frá Wilton nr. 2D, 4B og 199.
 5. Setjið bleika kremið í sprautupoka með stút nr. 2D frá Wilton. Setjið fjólubláa kremið í sprautupoka með stút nr. 4B og setjið bláa kremið í sprautupoka með stút nr. 199. (þið getið líka notað aðra sprautustúta sem þið eigið jafnvel til heima).
 6. Hér er gott að nota hugmyndaflugið og gera það sem ykkur finnst fallegt. Ef þið viljið endurgera mína skreytingu þá skreytti ég kökuna svona (verið dugleg að horfa á myndina og bera saman við textann svo þetta sé auðveldara fyrir ykkur):
 7. Byrjið á því að sprauta smá af bleika, fjólubláa og bláa kreminu hér og þar á hlið kökunnar, alls ekki mikið, notið svo spatúlu eða bakhlið hnífs til að slétta úr kreminu.
 8. Takið svo bleika kremið, sprautið í hring og upp svo myndist toppur. Byrjið á einum, gerið svo annan beint á móti hinum megin á kökunni, gerið þriðja 45º til hliðar og fjórða toppinn beint á móti honum.
 9. Næst takið þið fjólubláa kremið, sprautið eina stóra doppu hliðiná bleika toppinum, sprautið bláa doppu hliðiná henni.
 10. Setjið karamellu kúlur og hlaup hnappa hér og þar á kökuna umhverfis skreytingarnar en skiljið miðjuna eftir tóma. Skreytið með bláu og fjólubláu kökuskrauti ofan á doppurnar, flott að hafa það svolítið frjálslegt sem þið náið með því að hafa hendina svolítið ofarlega þegar þið látið kökuskrautið detta.
 11. Setjið doppur af öllum kremum óreglulega umhverfis kökuna og setjð inn á milli karamellu kúlu.
 12. Take candy floss, losið aðeins um hann og setjið hann í miðjuna á kökunni, smekksatriði hvort þið viljið setja beint í miðjuna eða aðeins til hliðar eins og ég.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti