Grillaður lax í Cedar viðar vefjum

Um daginn prófaði ég nýjung sem kom okkur fjölskyldunni virkilega skemmtilega á óvart!

Cedar Wraps er ný leið til þess að grilla gómsætan mat og fá virkilega gott reykar grill bragð. Hægt er að grilla nánast hvað sem er í þessum grillvefjum. Það eina sem þarf að gera er að krydda matinn, skera hann niður í hæfilega stóra bita og vefja vefjunum utan um, þá er maturinn tilbúinn á grillið.

 

Cedar vefjur eru sem sagt viðar „blöð“ sem maður leggur í bleyti í 10 mín, vefur honum svo utan um matinn og grillar matinn inn í þessum blöðum. Við það að grilla matinn svona kemur ótrúlega gott reykar og grill bragð í matinn. Ágætis plús sem mér finnst vert að nefna er að grillið hélst alveg hreint eftir að hafa grillað matinn svona en mér finnst oft leiðinlegt að þrífa grill.

Þessi uppskrift af grilluðum lax er með þeim einfaldari sem hægt er að gera en útkoman er, VÁ, algjörlega frábær!

  • 1 flak lax
  • Frontera Chipotle honey marinering með tómat og hvítlauk
  • Cedar vefjur

Aðferð:

  1. Leggið laxinn í eldfast mót eða sklál og hellið marineringunni yfir, dreifið henni vel svo allur fiskurinn marinerist jafnt.
  2. Leggið cedar vefjurnar í bleyti líka og spottana.
  3. Þegar fiskurinn hefur marinerast í 30 mín, skerið hann þá í lengjur, leggið hvern laxabita í eina vefju, rúllið vefjunni upp og bindið.
  4. Grillið laxinn í um það bil 20 mín á meðal heitu grilli, losið fiskinn úr vefjunni og njótið!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti