Ljúffengir „kjúklinga“ borgarar

Udi’s er eitt fremsta glúteinlausa matvöru merkið í Bandaríkjunum. Merkið er þekkt fyrir fyrst og fremst bragðgóðar matvörur sem eru glúteinlausar og næringarríkar. Ég var því ótrúlega spennt að smakka þegar ég sá það í Kosti um daginn.

Markmið Udi’s er að vera með bestu glútein lausu matvörur á jörðinni. Þau framleiða bragðgóðar vörur sem fylla magann og hlýja sálinni um leið. Udi’s hafa fengið fjöldan allan að verðlaunum fyrir matvörur sínar sem þið getið lesið meir um hér.

Ég verð að segja að Udi’s hafa klárlega náð markmiðum sínum þar sem þessi hamborgarabrauð voru gríðarlega góð! Burt séð frá því að þau eru glúteinlaus þar sem ég borða líka hamborgarabrauð með glúteini þá vorum ég og maðurinn minn yfir okkur hrifin.

Inn í hamborgarabrauðin setti ég kjötlausa borgara sem líkjast kjúklingaborgurum. Bragðið af borgurunum er hreint út sagt æðislegt. Mæli ég mikið með þeim!

Glútein- og kjötlausir „kjúklinga“ borgarar:

  • Udi’s glúteinlaust hamborgarabrauð
  • Salsa sósa
  • Salat
  • Avocadó skorið í sneiðar
  • Gul paprika

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  2. Eldið borgarann samkvæmt leiðbeiningum.
  3. Hitið hamborgarabrauðin inn í ofni í 5 mín, reynið að miða tímann út þannig að brauðin og borgararnir eru tilbúnir á sama tíma.
  4. Skerið grænmetið niður, raðið því á borgarana og setjið salsa sósu með.
  5. Njótið!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti