Fljótlegir kjúklingavængir með gráðostasósu

Mig langar að deila með ykkur algjörri snilld sem slær alltaf í gegn á mínu heimili en það eru tilbúnir sterkir kjúklingavængir. Þá er hægt að kaupa full eldaða í Kosti, í æðislega góðum kryddlegi svo það eina sem ég þarf að gera er að skella þeim á grillið (eða inn í ofn á 200°C) og hita þá vel. Þetta er því hinn fullkomni þæginda matur þegar maður vill gera vel við sig.


Þegar ég vil gera extra vel við okkur set ég auka vængjasósu yfir vængina, en þá finnst mér Red Hot Wings frá Frank’s lang best og koma aðrar sósur ekki með tærnar þar sem þessi sósa hefur hælana.

Það er algjört skilyrði að útbúa gráðostasósu með vængjunum og bera þá fram með sellerístilkum en sósuna er mjög einfalt að gera.

Gráðostasósa:

  • 125 ml majónes
  • 90 ml sýrður rjómi
  • 60 g gráðostur
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Hræðið majónesið og sýrða rjóman saman í skál.
  2. Brjótið gráðostinn smátt út í og hrærið saman við
  3. Kryddið með salt og pipar eftir smekk.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Allar vörur sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti