Fljótlegt, hollt og gott fiskitakkó

Fljótlegt, hollt og gott fiskitakkó sem öll fjölskyldan mun elska!

Fljótlegt, hollt og gott fiskitakkó

 • 500 g þorskur (eða annar fiskur sem þér finnst góður)
 • 1 poki pönnusósa frá Frontera með lime og kóríander
 • 2 avocadó
 • 1 hvítlauks rif
 • 1 msk sýrður rjómi
 • ½ haus kínakál
 • ¼ haus rauðkál
 • Kóríander, 1 búnt
 • 2 stk lime
 • 1 msk mjanónes
 • 1 msk sýrður rjómi
 • 1 dós gular baunir
 • salt og pipar
 • Vefjur frá Toufayan (glútein lausar)

Aðferð:

 1. Leggið þorskinn í marineringu, látið liggja í skál í 10 mín. Steikið svo þorskinn á pönnu og hellið sósunni yfir, látið hann eldast í sósunni.
 2. Maukið avocadóið, bætið úr í 1 pressuðu hvítlauksrifi, 1 msk sýrðum rjóma og blandið öllu vel saman.
 3. Skerið kínakálið og rauðkálið í lengur, setjið í skál ásamt kóríander og gulum baunum. Bætið majónesi og sýrðum rjóma útá, kreystið ½ lime yfir og blandið öllu saman. Kryddið með salt og pipar.
 4. Raðið saman á vefjuna, t.d. guacomole neðst, svo hrásalat og fiskur. Skreytt með meira kóríander og kreista ¼ lime yfir.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti