Sinnepsmarineruð kalkúnabringa

Mamma mín þróaði þessa uppskrift fyrir mörgum árum en þetta er uppáhalds kalkúnamarineringin hjá okkur öllum í fjölskyldunni. Kalkúnninn verður svo bragðmikill og marineringin dregur fram bestu hliðar kalkúnsins.

Ég mæli með að nota ferskar kryddjurtir í marineringuna, bragðið verður einfaldlega dýpra og ríkara. Kostur er með gríðarlega mikið og flott úrval af ferskum kryddjurtum. Góð leið til þess að láta kryddjurtirnar geymast lengur heima er að bleyta eldhúsbréf örlítið og vefja því utan um stilkina á kryddjurtunum. Setja það svo í poka en ekki loka pokanum alveg og geyma svo inn í ísskáp.

Sinnepsmarineruð Kalkúnabringa

Sinnepsmarineruð kalkúnabringa:

 • 1 kalkúnabringa
 • 2 msk Dijon sinnep
 • 1 msk balsamikedik
 • 1 msk rifsberjahlaup
 • 1 msk ólífu olía
 • 2 msk ferst timjan, smátt skorið
 • 1 tsk ferskt oregano
 • ½ tsk salt
 • ½ tsk pipar

Aðferð:

 1. Þerrið kalkúnabringuna með eldhúspappír og setjið hana í fat.
 2. Blandið saman dijon sinnepi, balsamikediki og rifsberjahlaupi.
 3. Setjið timjan og oregano í mortel og hellið olíunni út á, merjið kryddjurtirnar vel í mortelnum og hellið kryddolíunni út í sinnepsblönduna. Hrærið saman.
 4. Kryddið með salti og pipar.
 5. Smyrjið marineringunni jafn yfir alla kalkúnabringuna, setjið matarfilmu yfir fatið og látið marinerast í minnst klukkutíma eða yfir nótt.
 6. Stillið ofninn á 165ºC. Setjið kjöthitamæli inn í miðja bringuna og bakið bringuna þangað til kjarnhitastig mælist 72ºC.

Sinnepsmarineruð Kalkúnabringa

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More

Sumarleg kirsuberja marengsterta

Einfalt er oft best þegar kemur að marengstertum.

Kirsuberin í Kosti eru gríðarlega góð! Ég fór alveg á flug með þetta góðgæti í höndunum og ákvað að skella í eina einfalda en svo æðislega góða marengstertu. Kaka sem sómar sér vel í hvaða sumarboði sem er!

Þessi stökki og tyggjanlegi rice crispies marengsbotn er virkilega góður. Kakan er svo skreytt með rjóma, snickersi og kirsuberjum sem er himnesk blanda. Ein besta marengsterta sem ég hef smakkað lengi.

Kirsuberja marengsterta

Marengsterta uppskrift:

 • 120 g eggjahvítur
 • 1/8 tsk cream of tartar
 • klípa af salti
 • 220 g sykur
 • 2 bollar rice crispies
 • 500 ml rjómi
 • 2 snickers
 • 30 steinhreinsuð kirsuber

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 120°C og blástur
 2. Þeytið eggjahvítur með cream of tartar og salti þangað til byrjar að freyða.
 3. Setjið sykurinn út í og stífþeytið eggjahvíturnar.
 4. Setjið rice crispies út í eggjahvíturnar og blandið saman með sleikju
 5. Teiknið tvo jafn stóra hringi á smjörpappír, gott er að leggja disk á smjörpappírinn og strika með fram honum.
 6. Skiptið deiginu jafn á milli hringjanna og sléttið vel úr deiginu á hvorum hringnum.
 7. Bakið botnana í 50 mín. Slökkvið svo á ofninum og leyfið botnunum að kólna inn í ofninum í klukkutíma. Takið svo út úr ofninum og leyfið botnunum að kólna fullkomlega
 8. Þeytið rjómann, steinhreinsið kirsuberin og skerið snickersið í litla bita.
 9. Setjið 1 msk rjóma á kökudisk og neðri botninn ofan á rjómann, þetta kemur í veg fyrir að kakan hreyfist ofan á diskinum.
 10. Setjið helminginn af rjómanum ofan á neðri botninn ásamt helmingnum af kirsuberjunum og snickersinu. Setjið efri botninn ofan á, setjið afganginn af rjómanum, dreyfið kirsuberjum og snickersi yfir kökuna.

Kirsuberja marengsterta

Kirsuberja marengsterta

Njótið vel!

Ykkar Linda Benediktsdóttir

Allar vörur sem nefndar eru í þessari færslu fást í Kosti.

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More

Ávaxtasalat – Íslenski fáninn

Til að gera þetta fallega fána ávaxtasalat notaði skrautspegil úr IKEA en þeir eru mikið notaðir heima hjá mér undir skrautmuni og mat. Hægt er að nota hvaða ferhyrningslaga disk eða platta sem er. Magnið sem þið þurfið fer eftir því hversu stór diskurinn sem þið notið er.

Ávaxtasalat, íslenski fáninn, dressing

Ávaxtasalat, Íslenski fáninn:

 • 2 stórar öskjur af bláberjum
 • 1 stór askja af jarðaberjum
 • mini sykurpúðar

Aðferð:

 1. Skolið jarðaberin og bláberin vel og þurrkið þá á eldhúspappír.
 2. Raðið jarðaberjunum fyrst.
 3. Næst raðið þið bláberjunum.
 4. Dreifið sykurpúðunum á milli bláberjanna og jarðaberjanna.

Ávaxtasalat, íslenski fáninn, dressing

Með þessu fallega ávaxta salati gerði ég dressingu sem passar fullkomlega með og setur punktinn yfir i-ið þegar kemur að ávaxtasalötum.

Ávaxtasalats dressing, uppskrift:

 • 250 ml rjómi
 • 2 msk grískt jógúrt
 • safinn úr ¼ lime
 • 1 lúka mynta, smátt skorin

Aðferð:

 1. Þeytið rjómann.
 2. Blandið gríska jógúrtinu varlega saman við.
 3. Kreystið ¼ lime út á.
 4. Skerið lúku af myntu smátt niður og blandið saman við.

Ávaxtasalat, íslenski fáninn, dressing

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Allar vörur sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More

Glúteinfríar pönnukökur frá Bob’s Red Mill

Bob’s Red Mill er með alveg rosalega gott úrval af glúteinfríum vörum og þar á meðal allskonar mixum svo auðvelt er að útbúa glúteinfrían mat heima hjá sér.

Ég prófaði einmitt glútein fríar pönnukökur um daginn. Ég er ekki með glúteinóþol né neinn í fjölskyldu minni en þar sem við erum alltaf að leita af nýjum leiðum til að borða hollt fannst okkur kjörið að skella í þessar einn sunnudagsmorgninn.

Glúteinfríar pönnukökur frá Bob's Red Mill

Glúteinfríu pönnukökurnar voru mjög bragðgóðar, þær voru líka léttar og loftmiklar, bara eins og venjulegar pönnukökur. Áferðin var kannski svolítið eins og maður ímyndar sér heilhveiti pönnukökur.

Glúteinfríar pönnukökur frá Bob's Red Mill

Ég mæli virkilega vel með glúteinfríu pönnukökunum hvort sem fyrir fólk með glúteinóþol eða fólk sem er einfaldlega að leitast eftir hollari kostinu.

Ég gerði smávægilegar breytingar frá leiðbeiningunum aftan á pakkanum og því læt ég uppskriftina fylgja.

Glúteinfríar pönnukökur frá Bob’s Red Mill, uppskrift:

 • 1 ½ bolli Bob’s Red Mill Glúteinfrítt pönnukökumix
 • 1 stórt egg
 • 1 bolli mjólk
 • 1 msk bragðlítil olía
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð

 1. Blandið saman pönnukökumixinu, eggi, mjólk, olíu og vanilludropum.
 2. Hitið pönnu, stillið á vægan hita, setjið smá olíu á pönnuna.
 3. Steikið 1 dl af pönnukökudeigi í einu, snúið pönnukökunni við þegar mikið af loftbólum hafa myndast á pönnukökunni. Steikið á þeirri hlið þangað til hún er orðin gullin brún.
 4. Setjið þá ávexti sem þið viðjið ofan á pönnukökurnar, ég notaði banana og mangó. Mjög gott að setja svolítið hlynsíróp yfir líka.

 Glúteinfríar pönnukökur frá Bob's Red Mill

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More

Kalkúnaveisla gerð á einfaldan og gómsætan hátt

_MG_5370

Á mínu heimili er hefð fyrir því að elda kalkún á áramótunum með öllu tilheyrandi. Ég ætla hér að sýna ykkur hvernig ég útbý klassíska kalkúnaveislu á einfaldan og þæginlegan máta.
Screen Shot 2015-11-11 at 22.26.51

Til þess að halda kalkúninum safaríkum er góð leið að leggja hann í svokallað brine yfir nótt áður en hann er eldaður. Þannig helst vökvinn í honum og hann verður síður þurr.

Brine-ið frá Urban Accents er mjög þægilegur valkostur. Það heitir „Gourmet Gobbler – Complete turkey brine and rub kit“ en í því er allt til þess að leggja kalkún í brine. Einfaldar leiðbeiningar fylgja með pakkanum en það sem þarf að gera er að blanda saman kryddum saman við vatn og sjóða saman í 5 mín. Kæla svo vökvann að stofuhita. Setja kalkúninn í stórann poka sem fylgir með, hella brine-inu yfir kalkúninn og láta liggja yfir nótt. Mikilvægt er að skola brine-ið svo af kalkúninum og þurrka hann svo vel með eldhúspappír.

_MG_5338 copy

Annað sem er gott að gera til þess að halda kalkúninum mjúkum og safaríkum er að fylla hann með fyllingu. Ég ákvað að halda hlutunum einföldum og notaði Stove Top fyllingu frá Kraft. Aftan á kassanum er uppskrift af fylltum sveppum en ég breytti henni lítillega þannig að hún virkaði sem fylling í kalkún. Uppskriftin er svona:

 • 1 1/2 bolli vatn
 • 1 pakki Stove top fylling
 • 2 stórir portobello sveppir
 • 2 ferskir hvítlauksgeirar
 • 300 g ferskt spínat
 • 1 bolli rifinn mozzarella ostur
 • 1 bolli rifinn parmesan ostur

Portobello sveppirnir eru skornir niður í bita og steiktir upp úr olíu, hvítlauknum er svo bætt út í. Vatni er bætt á pönnuna ásamt Stove top fyllingunni. Spínatið er svo sett á pönnuna ásamt ostunum, hrært lítillega í og sett að lokum inn í kalkúninn.

Kalkúnninn er látinn eldast inn í 160°C heitum ofni þangað til kjarnhitastig kalkúnsins verður 75°C.

_MG_5342

Þegar kemur að meðlæti þá mæli ég svo sannarlega með því að þið prófið þessa sætkartöflumús með bræddum litlum sykurpúðum ofan á. Þetta er svo sannarlega ein sú besta sem til er og fullkomin á veisluborðið.

 • 2 stórar sætar kartöflur
 • salt og pipar
 • 1/2 bolli nýmjólk
 • 4 msk smjör
 • 1 tsk múskat
 • Mini sykurpúðar

Sætu kartöflunar eru soðnar í potti þangað til þær eru soðnar í gegn. Kartöflurnar eru skrældar og settar í hrærivélaskál. Þá er mjólkinni blandað út í ásamt smjöri og hrært saman. Svo er kartöflumúsin krydduð með salti, pipar og múskati. Kartöflumúsin er svo sett í eldfast mót og litlum sykurpúðum dreift yfir. Þetta er svo látið vera inn í 180° heitum ofni í um það bil 15 mín eða þangað til sykurpúðarnir eru aðeins byrjaðir að brúnast. Þessa kartöflumús er auðveldlega hægt er að gera daginn áður en þá er kartöflumúsinni pakkað vel inn án sykurpúðanna og geymd í ísskáp.

_MG_5352

Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár. Vonandi hafið þið það sem allra best yfir hátíðirnar.

Ykkar,

Linda Benediktsdóttir

Read More