Fljótlegir kjúklingavængir með gráðostasósu

Mig langar að deila með ykkur algjörri snilld sem slær alltaf í gegn á mínu heimili en það eru tilbúnir sterkir kjúklingavængir. Þá er hægt að kaupa full eldaða í Kosti, í æðislega góðum kryddlegi svo það eina sem ég þarf að gera er að skella þeim á grillið (eða inn í ofn á 200°C) og hita þá vel. Þetta er því hinn fullkomni þæginda matur þegar maður vill gera vel við sig.


Þegar ég vil gera extra vel við okkur set ég auka vængjasósu yfir vængina, en þá finnst mér Red Hot Wings frá Frank’s lang best og koma aðrar sósur ekki með tærnar þar sem þessi sósa hefur hælana.

Það er algjört skilyrði að útbúa gráðostasósu með vængjunum og bera þá fram með sellerístilkum en sósuna er mjög einfalt að gera.

Gráðostasósa:

 • 125 ml majónes
 • 90 ml sýrður rjómi
 • 60 g gráðostur
 • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

 1. Hræðið majónesið og sýrða rjóman saman í skál.
 2. Brjótið gráðostinn smátt út í og hrærið saman við
 3. Kryddið með salt og pipar eftir smekk.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Allar vörur sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Þrifin gerð auðveld með Swiffer

Ef þið hafið ekki prófað Swiffer og vitið ekki nú þegar hversu mikil snilld það er, þá má ég til með að deila því með ykkur.

Swiffer rykkústarnir grípa í sig allt ryk, hár af gæludýrum og skilja eftir allt skínandi hreint og fínt. Þetta er frábær leið til þess að sleppa við för sem að blautar tuskur skilja oft eftir sig, auk þess að þetta er svo auðvelt og þægilegt. Það þarf aðeins að renna rétt með fram hlutum og trefjarnir í kústnum ná einhvernveginn öllu. Hægt er að koma rykkústinum fyrir inn í þröng horn og það er mjög þægilegt að nota hann til þess að þrífa rimlagardínur.

Mér finnst gaman að nefna það að krökkum finnst oft líka skemmtilegra að þrífa með rykkústum heldur en blautum tuskum og því frábær leið til þess að fá þau til þess að þrífa oftar inn í herbergjunum sínum.

Áður en maður byrjar að nota Swiffer rykkústana þarf að taka trefjana í sundur svo þeir verði svona púffaðir og stórir eins og á myndinni hér fyrir ofan. Í einum pakka eru 14 áfyllingar af trefjum en það er hægt að nota hverja þeirra mörgum sinnum.

Swiffer eru einnig með gólfmoppur, bæði þurrar og blautar. Það er dásamleg lykt af blautu gólftuskunum og þær þrífa merkilega vel. Hægt er að taka handskaftið í sundur svo það hentar vel fyrir þá sem vilja til dæmis taka gólfmoppuna með sér í sumarbústað eða fyrir þá sem búa í litlum rýmum.

Swiffer fæst í Kosti

Read More

Hrein hreinsiefni sem stuðla að heilbrigðari jörð

Þó svo að þetta sé matarblogg þá má ég til með að segja ykkur frá hreinsiefnum, því þar sem er eldað, þar er þrifið 🙂

Ég prófaði nefninlega ný hreinsiefni um daginn frá yndislegu merki sem heitir Seventh Generation. Ég heillaðist strax af þessu merki út af einfaldri ástæðu, á bakhlið umbúðanna er mjög greinilegur og auðlesanlegur innihaldsefnalisti. Ef það segir ekki allt um hversu vönduð og hrein varan er þá veit ég ekki hvað! Það á yfirleitt ekki við um hreinsiefni frá öðrum merkjum. Mig grunar að þessi munur liggi í því að Seventh Generation vill að maður lesi listan en hin merki mögulega ekki eins mikið.

Seventh Generation hefur í meir en 25 ár framleitt vörur sem eru „plant based“ eða þar sem aðal hráefni þeirra koma beint frá náttúrunni, eru örugg og hreinsa virkilega vel. Þau trúa því að vörur þeirra séu heilsusamleg lausn fyrir andrúmsloftið, borðfleti, klæðnað, gæludýs og fólkið sem er inn á heimilinu. Þau vilja að vörurnar þeirra skapi breytingu, alveg frá framleiðslu, kaupum, notum og að förgun.

Ég hef verið að prófa fjölmargar vörur frá Seventh Generation og alltaf verið yfir mig hrifin með árángurinn. Sem dæmi um það sem ég hef prófað eru þvottaefnis púðar fyrir þvottavél og uppþvottavél. Það sem ég var sérstaklega hrifin af var að púðarnir eru hvítir og frekar óspennandi í útliti fyrir börn. Þar sem ég er með barn á heimilinu er það hlutur sem ég hugsa alltaf um þó svo að ég hafi þvottaefnin mín alltaf þar sem barnið mitt nær ekki til, en mér finnst það extra öryggi. Fjölnota hreinsiefnið virkar mjög vel og þrífur fullkomlega. Ég varð nánast hissa á því hversu vel það þrífur miðað við að innihalda engin slæm innihaldsefni en það gefur hinum „óhollu“ ekkert eftir. Það sama má segja um gluggahreinsinn.

Mig langar að hvetja ykkur til þess að prófa Seventh Generation, jörðin þakkar ykkur fyrir það!

Seventh Generation fæst í Kosti

Read More

Snickers baka með kókos karamellum

Í þessa snickersböku notaði ég vegan karamellur sem eru framleiddar úr kókosmjólk. Karamellunar eru alveg hrikalega góðar og algjörlega nýja uppáhaldið mitt! Ekki er verra að þær eru lífrænar, innihalda ekki GMO, innihalda ekki glútein og eru gerðar algjörlega án mjólkurafurða!

Snickers baka með kókos karamellum:

 • 2 dl möndlumjöl frá Bob’s Red Mill
 • 2,5 dl hveiti
 • 2 msk lífrænn púðursykur
 • ¼ tsk salt
 • 115 g kalt smjör, skorið í litla bita
 • 3 msk ískalt vatn
 • 2 pokar Cocomels karamellur
 • 2 dl salt hnetur
 • 200 g súkkulaði
 • 2 msk hnetusmjör

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á undir+yfir hita 180°C.
 2. Í skal blandið saman möndlumjöli, hveiti, púðursykri og salti.
 3. Setjið svo smjörið út í og hnoðið saman við þangað til áferðin verður eins og af blautum sandi. Bætið við vatni þangað til deigið límist saman.
 4. Smyrjið 20 cm bökuform og þrýstið deiginu ofan í, gatið það með gafli út um allt til þess að það myndist ekki loftbólur í því. Bakið í 18-20 mín.
 5. Bræðið kókos karamellurnar í potti eða í örbylgju en passið að þær sjóði ekki (ef þær sjóða þá verður karamellan alltof hörð þegar hún stirnar aftur) og blandið salt hnetunum saman við. Hellið karamellunni í bökuna.
 6. Bræðið saman súkkulaðið og hnetusmjörið yfir vatnsbaði, hellið súkkulaðinu yfir karamelluna í bökunni. Kælið í ísskáp í um það bil 2 tíma eða þangað til súkkulaðið hefur storknað. Skreytið kökuna að vild.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Lífrænt túrmerik og engifer te

Buddha te er fyrir þá sem setja kröfur og vilja aðeins það besta. Buddha te framleiðir te í sátt og samlyndi við náttúruna. Lífspeki Buddha Teas er að gera te sem seðja meira en bara þorsta. Þau nota aðeins bestu hráefni í tein til þess að láta þann sem drekkur teið upplifa helstu eiginleika náttúrunnar og bæta líf aðilans í leiðinni. Fersku lífrænu jurtirnar og te laufin gera það að verkum að teið er hreint, náttúrulegt, laust við rotvarnarefni og gervi bragðefni. Tein eru unnin eins lítið og mögulega hægt er og pakkað í umhverfisvænar umbúðir til þess að vernda jörðina. Hver tepoki er klór-laus og kassarnir eru framleiddir út 100% endurvinnanlegu hráefni.

Túrmerik og engifer Buddha te

 • Náttúruleg uppspretta andoxunarefna
 • Ríkt af vítamínum og steinefnum
 • Uppspretta próteina og trefja
 • 1 tepoki fyrir hvern bolla
 • Látið tepokann liggja í sjóðandi heitu vatni í 3-6 mín.
 • Fjarlægið tepokann og njótið!

Ríkt og ákveðið bragð engifersins passar fullkomlega vel með mjúka bragði túrmeriksins. Þessi tvö krydd eru rík af vítamínum og steinefnum. Bæði túrmerik og engifer eru frábær uppspretta C- E-, K- og B6-vítamíns. Þau eru einnig rík af fjölmörgum steinefnum eins og kalíum, magnesíum, kopar, kalsíum og mangan. Bæði þessi krydd innhalda mikið af trefjum, próteinum, amínósýrum, phytosterols, lífsnauðsynlegum fitusýrum. Einnig eru þessi krydd þekkt fyrir að innihalda mikið af andoxunarefnum og hafa bólguhamlandi áhrif á líkamann.

Buddha Teas Logo

Buddha Te fæst í Kosti

Read More

Grillað lambakjöt í jalapeno og hvítlauks marineringu

Ég grillaði um daginn alveg virkilega gott lambakjöt sem ég hafði marinerað upp úr jalapeno og hvítlauks marineringu frá Frontera. Ég elska Frontera marineringarnar vegna þess að það tekur stuttann tíma fyrir kjötið að marinerast, þær eru alltaf alveg hrikalega bragðgóðar og maturinn slær í gegn.

Þessi jalapeno og hvítlauks marinering dregur fram allar bestu hliðar lambakjötsins, kjötið verður alls ekki sterkt en þú finnur fyrir jalapeno bragðinu ásamt hvítlauksbragðinu. Skemmtileg og öðruvísi leið til þess að grilla klassískt lambafille.

Grillað lambakjöt í jalapene og hvítlauks marineringu með grilluðum maís og gómsætri grillsósu

 • Lamba fille 2 stk
 • 1 poki Frontera marinering með jalapeno og hvítlauk
 • 2 maísstönglar
 • smjör
 • salt
 • 125 ml majónes
 • 125 ml 18% sýrður rjómi
 • 1 hvítlauksgeiri
 • börkur og safi úr ½ sítrónu

Aðferð:

 1. Takið kjötið úr ísskápnum minnst 4 tímum fyrir eldun, helst fyrr.
 2. Leggið lambakjötið í marineringu í 30 mín.
 3. Kveikið á grillinu og stillið á meðal háan til háan hita.
 4. Kveikið á grillinu og stillið á háan hita.
 5. Þegar grillið er orðið heitt, grillið þið kjötið á fituröndinni í 5-7 mín og svo 3-4 mín á hinni hliðinni.
 6. Látið kjötið hvíla á disk með álpappír yfir í 10-15 mín áður en það er borið fram. Á meðan grillið þið maísinn.
 7. Maísinn er grillaður í hýðinu í um það bil 20 mín og snúið reglulega svo hann grillist jafnt á öllum hliðum.
 8. Blandið saman sýrðum rjóma og majónesi í skál.
 9. Pressið hvítlaukinn með hvítlaukspressu ofan í skálina.
 10. Rífið börkinn af sítrónu með fínu rifjárni, skerið sítrónuna í tvennt og kreistið safann úr öðrum helmingnum ofan í skálina, bætið við smá salti og blandið öllu saman.
 11. Skerið kjötið í sneiðar, takið maísinn úr hýðinu, smyrjið hann með smjöri og saltið.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll háefni í þessa færslu fást í Kosti

Read More

Banana bollakökur með rjómaostakremi

Það er ótrúlega gaman að prófa ný köku og brauð mix. Þetta er bara svo auðvelt og afraksturinn alltaf svo bragðgóður.

Um daginn prófaði ég Quick bread mixið frá Philsbury en það er með bananabragði. Ég gerði bollakökur úr mixinu og var rosalega ánægð með útkomuna. Ég bætti svolítið við mixið og gerði æðislegt rjómaostakrem með sem passað fullkomlega með!

Banana bollakökur með rjómaostakremi

 • Quick bread mix með bananabragði
 • 1 vel þroskaður banani
 • 100 g dökkt súkkulaði
 • 100 g rjómaostur
 • 100 g smjör við stofuhita
 • 300 g flórsykur
 • 1 msk síróp

Aðferð:

 1. Blandið saman Quick bread mixinu með bananabragði samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
 2. Bætið út í 1 stk vel þroskuðum banana og súkkulaði skorið meðal gróft niður. Blandið saman við.
 3. Setjið bolluköku pappírsform í bollaköku álbakka (nauðsynlegt skref til að fá fallegar kökur sem halda lögun í ofninum), fyllið hvert form nánast upp í topp þar sem við viljum hafa kökurnar með stórum toppi.
 4. Bakið samkvæmt leiðbeiningum á kassa.
 5. Hrærið saman rjómaosti og smjöri þangað til blandan verður létt.
 6. Bætið þá út í flórsykri og hrærið vel saman við. Bætið svo út í sírópinu og hrærið þangað til kremið verður létt og loftmikið.
 7. Þegar bollakökurnar hafa kólnað er kreminu sprautað á með stórum hringlaga stút. Setjið stútinn fyrst í sprautupokann og fyllið svo pokann með kreminu. Byrjið að sprauta yst og færið ykkur svo innar og upp.
 8. Rífið súkkulaði með rifjárni yfir kökurnar.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Allar vörur sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

 

Read More

Páska kanínukaka

Kostur var að fá svo ótrúlega flotta sendingu af kökuskrauti, formum og ýmsu öðru. Flestir sem þekkja mig vita að það er eitthvað sem ég hreinlega stenst ekki. Þegar ég sá þetta ótrúlega krúttlega kanínu kökuform þá varð ég að eignast það!

Kökuformin frá Wilton eru líka svo góð. Himnan inn í þeim er þannig að það þarf varla að smyrja þau, kakan nánast flýgur úr forminu þegar hún er tilbúin. Ég held ég viti fátt leiðinlegra en þegar kaka festist í forminu og hún verður hálf eftir í forminu. Þá þarf maður að reyna púsla henni saman og reyna fela skaðann með kremi, en allir sem hafa lennt í því vita að það er algjört vesen.

Þar sem ég vildi eyða miklum tíma í að skreyta kökuna valdi ég að notast við kökumix til að flýta aðeins fyrir mér. Það er svo skemmtilegt að velja sér kökumix í Kosti því úrvalið er svo ótrúlega mikið. Mörg mismunandi merki eru í boði, allt frá klassísku Betty Crocker sem við íslendingar þekkjum flest og allt í kökumix sem eru sykurlaus eða fyrir einstaklinga með mataróþol. Ég ákvað að nota Philsbury White í þessa ofurkrúttlegu kanínuköku, mér finnst bragðið af því svo gott og það er líka svo fallegt að skera í svona alveg hvíta köku.

Ég stillti ofninn á 180°C, útbjó kökuna samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum og bakaði kökuna í um það bil 20-25 mín. Setti svo kökuna á kökudiskinn og leyfði henni að kólna fullkomlega áður en ég fór að útbúa kremið. Krem uppskriftin er frekar stór þar sem ég vildi hafa nóg til að vinna með.

Smjörkrem

 • 400 g smjör við stofuhita
 • 500 g flórsykur
 • 3 msk síróp
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

 1. Þeytið smjörið þangað til það er orðið létt og loftmikið.
 2. Bætið flórsykrinum út í smátt og smátt.
 3. Bætið út í sírópi og vanilludropum, þeytið kremið þangað til það er orðið alveg hvítt og loftmikið.
 4. Stingið nokkrum tannstönglum í útlínur andlits og eyrun á kökunni.
 5. Smyrjið frekar þunnu lagi af kremi á kökuna alla, reynið að gera þetta með tannstöglana í.
 6. Takið ykkur prjón og teiknið á milli tannstönglanna, andlit og eyrun á kökuna. Taktu tannstönglana í burtu.
 7. Hægt er að nota margskonar sprautustúta til að gera feldinn á kanínunni, það eina sem er, er að hann þarf að búa til svona fluffý mynstur. Ég notaði sprautustút nr. 30 frá Wilton og dúmpaði (sprautaði létt og lítið í einu) kreminu yfir alla kökuna fyrir utan andlit og eyru. Kremið á rétt að vera byrja sprautast út úr sprautustútnum, leyfðu því að festast á kökunni og kipptu svo sprautustúttnum hratt frá. Það er betra að setja kremið í nokkrum skömmtum í spautupokann þar sem kremið byrjar að bráðna í höndunum þegar maður sprautar.
  Þegar þú finnur að kremið er byrjað að bráðna, tæmdu þá sprautupokann í skál og taktu nýtt krem og settu í sprautupokann. Leyfðu hinu að kólna á meðan. Ef „kalda“ kremið klárast þá þarf að setja „notaða“ kremið inn í ísskáp í nokkrar mínútur þangað til þú finnur að það er byrjað að stirna og hræra það svo örlítið aftur upp.
 8. Teiknið andlit með Sparkle Gel frá Wilton og útlínur eyranna. Það er líka hægt að lita smjörkremið með matarlit og sprauta því í andlitið og eyrun með fíngerðum hringlaga stút.
 9. Fyllið inn í eyrun með kökuskrauti eða því sem ykkur langar að fylla þau með.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Read More

Morgungrautur með berjum

Þennan graut er gott að gera kvöldinu áður og geyma í ísskáp yfir nótt. Þannig er hægt að borða virkilega ljúffengan og hollan graut um morguninn, stútfullur af andoxunarefnum og ofurfæði.

Qia’s ofurfæðis hafragrauturinn er glútein og hveiti frír, salt og sykurlaus, inniheldur mikið magn ala omega-3 fitusýrum og trefjum.

Hægt er að kaupa nokkrar mismunandi týpur af þessum graut en grunnurinn byggir á höfrum, bókhveiti og hempfræum.

Hægt er að elda Qia’s ofurfæðis hafragrautinn eins og venjulegan hafragraut eða með því að setja sjóðandi vatn út á og leyfa grautnum að taka sig í smá stund. Það er þó líka skemmtilegt að breyta til og prófa eitthvað nýtt líka. Enginn sæta er í grautnum eins og hann kemur úr pokanum og því er gott að setja ber og ávexti út á hann.

Morgungrautur með berjum:

 • 1 bréf Qia’s hafragrautur
 • 1 ½ dl hreint jógúrt (eða AB mjólk)
 • ½ banani skorinn í sneiðar
 • ½ dl frosin bláber
 • ½ dl frosin hindber

Aðferð:

 1. Blandið saman hafragrautnum og jógúrtinu í skál.
 2. Skerið bananann niður og setjið í botninn á glasi eða krukku.
 3. Setjið helminginn af grautnum ofan á bananana.
 4. Setjið 1 dl af frosnum bláberjum yfir og svo graut aftur yfir bláberin.
 5. Setjið frosin hindber yfir grautinn.
 6. Geymið í ísskáp yfir nótt og njótið svo um morguninn

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben.

Öll hráefni í þennan morgungraut fást í Kosti

Read More

Kjúklinga Pad Thai

Það góða við asíska núðlurétti er að það tekur nánast enga stund að útbúa þá. Þetta snýst um að steikja kjötið/grænmetið og sjóða núðlurnar, svo er hægt að nota tilbúnar sósu eða búa þær til frá grunni, bara það sem hentar hverjum og einum.

Þessi réttur er virkilega bragðgóður og „djúsí“. Það er mikið bragð af sósunni en það er smá hiti í henni en það er jafnað út með sætu bragði. Rétturinn í heild sinni er ekki of sterkur svo allir fjölskyldumeðlimir geta notið matarins.

_MG_5364

Ég notaði þessar lífrænu bókhveiti soba núðlur í þennan rétt. Þær komu virkilega skemmtilega á óvart þar sem þær brögðuðust bara eins og venjulegar núðlur, ekki „of hollar á bragðið“ eins og t.d. maðurinn minn var ansi hræddur um. Þessar núðlur fá því meðmæli frá honum líka!

_MG_5353

Kjúklinga Pad Thai

 • 200 g Soba núðlur úr bókhveiti
 • 3 kjúklingabringur skornar í smáa bita
 • salt og pipar
 • 2 egg
 • Vorlaukur
 • ¼ laukur
 • Kóríander

Þið getið valið um að nota tilbúna pad thai sósu úr búð (um það bil 2,5 dl) eða gert ykkar eigin.

Heimatilbúin pad thai sósa:

 • 1 dl tómatsósa
 • 2 msk fiskisósa
 • 2 msk sykur
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 1 tsk hnetusmjör
 • 1 lime
 • ½ tsk chilli flögur
 • 1 tsk soja sósa

Aðferð:

 1. Setjið vatn í pott og sjóðið.
 2. Kryddið kjúklinginn með salt og pipar og steikið hann á pönnu. Þegar hann er tilbúinn setjið hann til hliðar í skál.
 3. Setjið núðlurnar í pottinn og sjóðið þær samkvæmt leiðbeiningum á pakka, þangað til þær eru næstum því tilbúnar.
 4. Setjið öll innihaldsefni sósunnar í skál og hrærið saman.
 5. Skerið hvítlaukinn og venjulega laukinn smátt niður.
 6. Brjótið eggin út á heitu pönnuna og steikið í um það bíl mínutu. Setjið laukana út á pönnuna og steikið í smá stund, bætið kjúklingnum og sósunni út á. Hrærið saman.
 7. Hellið vatninu af núðlunum og setjið núðlurnar út á pönnuna, hrærið saman.
 8. Skerið vorlaukinn niður og setjið út á ásamt kóríanderinu.

_MG_5358

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll innihaldsefni í þessa uppskrift fást í Kosti.

Read More