Heilsusamlegur og fljótlegur morgunmatur

Morgunkornið Heritage O’s eru í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér! Það líkist venjulegu Cheerios-i nema hvað það er töluvert hollara þar sem það er trefjaríkara, inniheldur minni sykur, er lífrænt og inniheldur engin erfðabrætt efni eða sterkju.

Hringirnir eru stökkir og þéttari undir tönn en venjulegt Cheerios og virkilega gómsætir! Þeir eru ekki sætir en bragðið er ljúft og gott. Hringirnir haldast stökkir í mjólkinni og jógúrtinu þannig maður þarf ekki að flýta sér að borða eins og með mörg önnur morgunkorn sem verða slepjuleg eftir smá stund.

Hægt er að para hringina með hinum ýmsu mjólkurtegundum og jógúrtum. Mér persónulega finnst best að borða Heritage O’s með AB-mjólk og niðurskornum ferskum jarðaberjum ef ég á þau til.

Til gamans má nefna að sonur minn sem er tæplega 4 ára elskar Heritage O’s en hann lætur yfirleitt ekkert inn fyrir sínar varir nema það sé gott. Því getiði verið viss um að hér er á ferðinni gott og hollt morgunkorn.

Ef þið hafið prófað Heritage O’s væri gaman að heyra ykkar upplifun í athugasemd hér fyrir neðan!

Ykkar, Linda Ben.

Read More

Girnilegt ávaxtasalat

Kostur er með mikið úrval af glænýjum, stórum og ferskum berjum og ávöxtum. Allt grænmeti og ávextir kemur nýuppskorið með beinu flugi til landsins sem þýðir að gæði grænmetisins og ávaxtanna eru í hæsta gæðaflokki.

Það er svo skemmtilegt að bera fram fallegt ávaxtasalat, börnin gjörsamlega elska þetta og fullorðna fólkið líka.

_MG_7529

Ég raðaði ávöxtunum í stóra Iittala skál sem er 36 cm í þvermál. Salatið nánast kláraðist allt í 50 manna veislu þar sem nóg var af öðrum veitingum.

Þetta ávaxtasalat var gert kvöldið fyrir veislu, geymt í ísskáp yfir nótt og var það mjög gott í veislunni sjálfri. Reyndar var vatnsmelónan sem ég notaði ekki mjög blaut og því gæti það haft áhrif. Ef þið eruð með mjög blauta vatnsmelónu þá gæti verið sniðugt að geyma það að raða salatinu saman fyrr en nokkrum tímum fyrir veislu.

Girnilegt ávaxtasalat

 • 1 Vatnsmelóna
 • 3 öskjur bláber
 • Stór askja jarðaber
 • 1 askja hindber
 • Steinlaus græn vínber, stór klasi

Aðferð:

 1. Byrjið á því að skola vatnsmelónuna og berin, þerrið allt mjög varlega en vandlega. Það er ekki gott að hafa berin blaut því þá verða þau slepjuleg og skemmast fyrr.
 2. Skerið vatnsmelónuna fyrst í helming og svo fjóra hluta hvern helming. Sneiðið svo fjórðungana langsum.
 3. Raðið vatnsmelónu sneiðunum í lengju þvert á alla skálina og 2/3 af restinni í skálina.
 4. Skerið græna af jarðaberjunum og svo í helming. Setjið jarðaberin í skálina ásamt hinum berjunum.
 5. Raðið restinni af melónusneiðunum sitt og hvað í skálina.
 6. Lokið skálinni með plastfilmu þangað til ávaxtasalatið er borið fram.

_MG_7528

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Ómótstæðilegt kókos popp!

Kókosolíu er hægt að nota á fjölmargan hátt en hún er sérstaklega hentug til að steikja upp úr vegna þess að hún er mettuð fita og breytist því ekki í transfitu við steikingu. Kókosolía hefur fjölmörg heilsubætandi áhrif ásamt því að rannsóknir hafa sýnt fram á að hún hjálpi okkur við að brenna fitu.

Þetta popp er steikt upp úr kókosolíu sem gefur ljúft kókosbragð af poppinu. Það er svo toppað með hrásykri og ristuðum kókosflögum sem gerir það ómótstæðilegt!

 • 2-3 msk kókosolía (bótnfylli í stóran pott)
 • Botnfylli af poppbaunum
 • 1-2 msk hrásykur
 • 1 dl kókosflögur
 1. Takið stóran pott (breiðan) og setjið kókosolíu í pottinn þangað til myndast hefur botnfylli.
 2. Setjið poppbaunir í pottinn þangað til baunirnar þekja botninn, veltið baununum upp úr olíunni og passið að hver baun snerti botninn. Setjið lokið á pottinn.
 3. Kveikið undir pottinum og stillið á meðal háan til háan hita. Þegar fyrsta poppbaunin springur lækkiði þá undir pottinum um helming. Slökkvið svo undir pottinum þegar 3-5 sek líða á milli þess sem poppbaun springur en þá eru flest allar poppbaunirnar sprungnar.
 4. Ristið kókosflögurnar á þurri pönnu þangað til meiri hlutinn af kókosnum er orðinn gullin.
 5. Setjiði poppið í skál og setjið hrásykur yfir, magn fer eftir smekk. Setjið kókosflögurnar yfir poppið.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni fást í Kosti

Read More

Jarðaberja og banana hafrakökur

Þetta eru virkilega einfaldar glúteinlausar hafrakökur sem tekur um það bil 40 mínútur að gera.

Í þessar kökur nota ég grófa haframjölið frá Bob’s Red Mill en það er glúteinlaust. Kökurnar eru alls ekki óhollar ef notuð er hágæða sulta með litlu sykurmagni. Mjög lítill sykur er í deiginu sjálfu eða aðeins 2 msk af hlynsírópi.

Jarðaberja og banana hafrakökur

 • 250 g glúteinfríir hafrar frá Bob’s Red Mill
 • 2 tsk lyftiduft
 • 3 vel þroskaðir bananar
 • 1 tsk vanilludropar
 • 2 msk hlynsíróp
 • 2 dl jarðaberjasulta

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 190ºC og blástur.
 2. Maukið bananana
 3. Skiptið haframjölinu í tvo hluta, setjið annan hlutann í Nutribullet glas og blandið þangað til haframjölið er orðið að fínu hveiti (u.þ.b. 5 sek) og setjið svo báða hlutana saman í skál.
 4. Bætið lyftidufti út í skálina og blandið saman við.
 5. Setjið banana saman við ásamt vanilludropunum og hlynsírópinu, hrærið.
 6. Setjið smjörpappír í 20×20 cm form.
 7. Skiptið deiginu þannig að þið setjið 2/3 af því ofan í formið og geymið 1/3.
 8. Smyrjið 2 dl af jarðaberjasultu ofan á deigið í forminu og dreifið afgangnum af deiginu yfir ásamt smá meira af haframjöli.
 9. Bakið í u.þ.b. 30 mín.
 10. Látið kólna og skerið svo í bita.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Bragðgóðar hrísgrjónavefjur

Oft eigum við afganga sem erfitt er að nýta og því miður fer alltof mikið til spillis af mat á íslenskum heimilum. Ein góð leið til að nýta afganga er að útbúa vefjur, það er ótrúlegt hvað hægt er að gera með afgangs meðlæti og smá hugmyndaflugi.

Ég átti til heima hrísgrjónarétt frá Kitchens of India og sætar kartöflur og ákvað að blanda þeim saman. Setti svo réttinn inn í heilkorna vefjur og var þá komin með heislusamlega og bragðgóða máltíð fyrir okkur fjölskylduna.

Að sjálfsögðu er líka hægt að nýta þennan hrísgrjónarétt frá Kitchens of India sem meðlæti með öðrum mat.

Hrísgrjónavefjur:

 • Basmati Rice Pilaf frá Kitchens of India
 • Sætar kartöflur
 • Vefjur
 • Salat
 • Sýrður rjómi

Aðferð:

 1. Setjið hrísgrjónaréttinn frá Kitchens of India í pott ásamt sætu kartöflunum. Hitið þangað til allt er orðið heitt í gegn.
 2. Smyrjið vefjurnar með sýrðum rjóma, setjið um það bil 2 dl af hrísgrjónaréttinum á hverja vefju og rúllið upp.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Hollur og bragðgóður hádegismatur

Ég vil að hádegismaturinn minn sé hollur svo ég hafi orku til að geta afkastað öllu því sem ég þarf að gera um daginn með bros á vör. En þar sem það er alltaf mikið að gera hjá mér og ég yfirleitt á hraðferð eru svona vörur eins og þessi frá Kitchens of India akkurat það sem mig vantar í líf mitt. Bragðgóður réttur sem er stútfullur af hollum og góðum næringarefnum.

Þessi nýrnabauna réttur frá Kitchens of India heitir Rajma Masala en hann er hefðbundinn indverskur réttur. Rauðar nýrnabaunir eru soðnar í ljúffengri indverskri kryddsósu með tómötum og lauk sem myndar þetta einstaka bragð. Réttirnir eru búnir til úr 100% náttúrulegum hráefnum og innihalda engin rotvarnarefni.

Það er dásamlegt að geta útbúið svona hollan og góðan rétt á örfáum mínutum. Það er bæði hægt að hita þennan rétt í potti eða hella í skál og setja í örbylgjuofn. Þess vegna er þetta mjög þægilegt til þess að taka með sér í nesti. Rétturinn er borin fram með hrísgrjónum eða með nan brauði.

Kitchens of India vörurnar fast í Kosti

 

Read More

Heilsusamlegar og vegan bláberjamuffins

Bláberjamuffins  Bláberjamuffins

Bláberjamuffins

Þessar bláberjamuffins eru virkilega mjúkar og djúsí. Þær eru alls ekki of sætar, innihalda heilhveiti og hafra og því mætti kalla þær hollar. Þær henta því vel sem morgunmatur um helgar til dæmis eða sem millimál.

Þessar muffins innihalda ekki dýraafurðir og því eru þær vegan.

Eggja staðgengillinn frá Bob’s Red Mill er virkilega vel heppnuð vara og er ég gríðarlega hrifin af henni eftir að hafa prófað. Ég blandaði duftinu saman við vatn samkvæmt upplýsingum aftan á pakkanum, 1 msk duft saman við 2 msk af vatni til að fá eitt egg. Ég var alveg ótrúlega hrifin af áferðinni en hún var eiginlega bara nákvæmlega eins og á eggi. Þó svo að ég hafi verið að búast við því að þetta væri góð vara þá fór þessi eggja staðgengill frá Bob’s Red Mill fram út björtustu væntingum!

Bláberjamuffins

Bláberjamuffins

Eins og alltaf þá mæli ég með því að nota muffins álbakka undir muffinsformin. Muffins kökurnar verða mikið fallegri fyrir vikið og halda frekar lögun í ofninum. Annað þægilegt tól sem ég nota þegar ég bý til muffins er þessi ísskeið sem sést á myndunum hér fyrir ofan. En með því að nota hana má koma í veg fyrir allskonar subbuskap sem fylgir því oft að gera muffins, auk þess að kökurnar verða allar jafn stórar.

Vegan bláberjamuffins

 • 250 g heilhveiti
 • 100 g ljós púðursykur
 • 75 g grófir hafrar
 • ½ tsk salt
 • 1 tsk matarsódi
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk vanillusykur
 • 1 ½ tsk kanill
 • ½ tsk negull
 • 2 tsk Egg replacer frá Bob’s Red Mill
 • 200 ml möndlumjólk
 • 75 ml sólblómaolía
 • 3 tsk hlynsíróp
 • 2 vel þroskaðir bananar
 • 100 g frosin eða fersk bláber

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 180°C.
 2. Hrærið öll þurrefnin saman.
 3. Hrærið 2 msk af Egg replacer frá Bob’s Red Mill saman við 4 msk vatn og leyfið því að taka sig þangað til áferðin verður lík eggjahræru.
 4. Hellið eggjunum saman við ásamt öllum öðrum hráefnum fyrir utan bláberin, blandið vel saman.
 5. Setjið bláberin út og hrærið varlega saman.
 6. Setjið muffinsform í muffins álbakka (hann heldur formunum uppréttum í ofninum svo kökurnar verða jafnar og fallegar) og skiptið deiginu á milli 12 forma.
 7. Bakið í 20-30 mín

Bláberjamuffins

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa færslu fást í Kosti

Read More

Orkukúlur með poppuðu amaranth

Amaranth eru pínulítil fræ sem eru mjög próteinrík og af steinefnum. Hægt að nota á marganhátt í matargerð. Hægt er að sjóða þau á svipaðan hátt og maður gerir við hrísgrjón en það er einnig hægt að poppa þau sem ég ákvað að gera í þessari uppskrift. Það gerir svo skemmtilega áferð að hafa poppuð amaranth fræ í svona hrákökum eða orkukúlum eins og ég kýs að kalla þessar hollu kúlur mínar.

Það er virkilega einfalt að poppa amaranth. Maður einfaldlega steikir þau á þurri pönnu í litlum skömmtum. Það tekur virkilega stutta stund því fræin eru svo lítil.

Gómsætar orkukúlur með poppuðu amaranth

Gómsætar orkukúlur með poppuðu amaranth

Orkukúlur með poppuðu amaranth

 • 90 g graskersfræ (skipt í tvo skammta)
 • 20 g amaranth frá Bob’s Red Mill
 • 80 g möndlur
 • 60 g ferskar döðlur (steinhreinsaðar)
 • 1 cm ferskt túrmerik eða ½ tsk túrmerik duft
 • ½ tsk kanill
 • 2 tsk hágæða sykurlaust kakó frá Hershey’s
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 msk hunang
 • appelsínusafi til að binda saman

Aðferð:

 1. Setjið 20 g af amaranth í skál, steikið eina teskeið í einu af amaranth á lítilli þurri pönnu (ekki nota olíu) sem er miðlung til mjög heit. Amaranth-ið fer fljótlega að poppa, hrisstið það svolítið til á pönnunni til að það poppist allt og passið að það brenni ekki (tekur 1-2 mín). Setjið poppaða amaranth-ið í skál og poppið afganginn eina teskeið í einu.
 2. Myljið 40 g af graskersfræjum í matvinnsluvél, setjið svo í skál og leggið til hliðar.
 3. Setjið 50 g af graskersfræjum, möndlur, poppaða amaranth-ið og möndlur í matvinnsluvél og maukið.
 4. Setjið túrmerik, kakó og kanil í matvinnsluvélina og blandið saman við.
 5. Hellið vanilludropum og hunangi út á og blandið.
 6. Hellið appelsínusafa út á, mjög lítið í einu, og blandið. Einungis setja safa þangað til allt klístrast saman en er samt mjög stíft ennþá.
 7. Hnoðið í bitastórar kúlur og veltið hverri kúlu upp úr muldu graskersfræjunum.

Gómsætar orkukúlur með poppuðu amaranth Gómsætar orkukúlur með poppuðu amaranth

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa færslu fást í Kosti

Read More

Heimagerður Graflax

Alveg frá því ég man eftir mér hefur pabbi minn alltaf keypt graflax á jólunum. Laxinn hefur yfirleitt verið í hádegismatinn á aðfangadag og jóladag, þess vegna finnst mér hann vera órjúfanleg hefð á jólnum. Það er einfaldara en maður heldur að gera sinn eigin graflax. Það er mjög skemmtilegt að gera sína eigin kryddblöndu til að grafa laxinn í og prófa sig aðeins áfram eftir smekk.
Graflaxinn geymist í allt að viku í ísskáp í loftþéttum umbúðum.

Heimagerður Graflax

Graflax

 • Stórt laxaflak
 • 200 g púðursykur
 • 200 g gróft salt
 • 1 msk fennelfræ
 • 1 msk sinnepsfræ
 • 1 msk timjan
 • Stórt búnt ferskt dill

Aðferð:

 1. Blandið saman púðursykri og salti í skál. Setjið blönduna jafnt yfir laxinn, pakkið honum inn í plastfilmu og setjið inn í ísskáp í 4 klst.
 2. Hellið saltblöndunni af laxinum og þurrkið það mesta af honum með eldhúspappír.
 3. Blandið saman fennelfræjum, sinnepsfræjum, timjani og helmingnum af dillinu. Leggið yfir laxinn og pakkið honum inn í plastfilmu. Hægt er að geyma laxinn svona inn í ísskáp í allt að fimm daga.
 4. Áður en hann er borinn fram er hann skreyttur með afgangnum af dillinu og svolítið af salti.

_mg_3192

Njótið vel!

Ykkar Linda Benediktsdóttir

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More

Hafraorkustykki með hnetusmjöri og þurrkuðum trönuberjum

Það er skemmtilegt að búa til sín eigin orkustykki og þessi uppskrift er einföld og virkilega góð. Ef ykkur finnst hnetusmjör og sulta gott kombó þá eigiði eftir að elska þessi orkustykki!

Hafra orkustykki

Hafra orkustykki

Hafraorkustykki með hnetusmjöri og þurrkuðum trönuberjum:

 • ¼ bolli kókosolía
 • 3 msk hnetusmjör
 • 3 msk hunang
 • 3 bollar Glútein fríir hafrar frá Bob’s Red Mill
 • 1 msk chia fræ
 • 1 stór vel þroskaður banani
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 bolli þurrkuð trönuber frá Ocean Sprey, söxuð niður
 • ½ bolli graskersfræ
 • ½ tsk kanill
 • klípa af salti

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 165°C.
 2. Setjið kókosolíuna, hnetusmjörið og hunangið í pott, bræðið saman.
 3. Í aðra skál blandið saman öllum öðrum innihaldsefnum og hellið svo vökvanum yfir. Blandið mjög vel saman.
 4. Setjið smjörpappír í 20×20 cm form og þrýstið blöndunni vel ofan í formið.
 5. Bakið í um það bil 40 mín eða þangað til orkustykkin eru orðin gullinbrún.
 6. Kælið alveg niður áður en þið skerið í stykki.

Hafra orkustykki

Hafra orkustykki

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More