Ilmandi hreint heimili með Gain

Gain er í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér! Fyrir alla sem eiga eftir að finna dásamlegu lyktina af Gain vörunum þá mæli ég með því að þið gerið það núna!

Það er erfitt að greina nákvæmlega hvað það er sem gerir lyktina svona góða og gerir það að verkum að maður verður nánast háður henni, en aðal tónarnir eru greinilega grænt epli, sítrus ávöxtur og gras. Lyktin í þvottaefninu vinnur sig inn í klæðnaðinn á mildan hátt, ekki þannig að fötin anga og tekur yfir, heldur meira þannig að þvottahúsið ilmar og gerir upplifunina þar hreinni og ef hægt er að segja, skemmtilegri. Lyktin vaknar svo aftur upp þegar maður klæðir sig í fötin og lifir með manni út daginn á mjög mildan hátt.

Vörurúrvalið sem Kostur býður upp á af Gain er mjög breitt, hægt er að fá nánast allt til að þrífa.

Örtrefjatuskurnar frá Gain eru þær lang bestu sem ég hef prófað, ég á núna 6 stk af þessum tuskum og ég vil helst ekki nota aðrar tuskur. Þær eru mjög mjúkar, draga alveg rosalega vel í sig öll óhreinindi og allur vökvi helst vel í þeim, hvort sem það er þegar maður er að þurrka af og maður vill halda tuskunni rakri eða þegar maður er að þurrka upp vökva sem helst hefur niður.

Mér finnst svona þvottapúðar lang þægilegastir og fljótlegastir, þess vegna nota ég þá mest. Það er bara eitthvað svo einfalt að taka einn svona púða, henda honum inn í tromluna með þvottinum og setja af stað. Púðarnir hreinsa líka alveg sérstaklega vel

Mér finnst gott að nota fljótandi þvottaefni þegar annað hvort lítið er af þvotti í vélinni eða mjög mikið þannig að púðarnir henta ekki jafn vel. Það er einfalt að mæla hversu mikið af þvottaefni á að setja en í lokinu eru merki sem maður hellir upp að. Fyrir lítið magn af þvottaefni hellir maður upp að súlu 1 sem hentar þegar maður er með aðeins örfáar flíkur í vélinni, og fyrir mikið magn af þvottaefni hellir maður að súlu 4, sem hentar til dæmis þegar maður þrífur rúmföt.

Ilmkúlurnar nota ég svo ef ég er með viðkvæman þvott svo sem ullarteppi og þarf að nota sérstaka ullarsápu en vil samt fá yndislegu Gain lyktina í teppið. Það er líka hægt að nota kúlurnar með Gain þvottaefninu til þess að fá extra mikla lykt.

Þvottaskjóðan frá Gain eru mjög fallegar og vandaðar. Þær henta vel undir allan viðkvæman þvott svo sem silki skirtur og brjóstahaldara. Ég nota svona þvottaskjóðu einnig undir barnasokka þar sem þeir eiga það til að festast í gúmmíhringnum í þvottavélinni.

Límrúllan frá Gain límir vel við sig allt ryk og gæludýrahár. Hún skilur líka eftir sig alveg dásamlega Gain lykt í flíkina, þannig frískar rúllan flíkina aðeins upp um leið og hún er yfirborðsþrifin.

Ég mæli mikið með að þið skoðið Gain vörurnar í Kosti. Ef þið fýlið svona ferska og bjarta lykt eins og ég þá eigiði eftir að elska þessar vörur.

Ykkar, Linda Ben

Allar vörur sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Girnilegt ávaxtasalat

Kostur er með mikið úrval af glænýjum, stórum og ferskum berjum og ávöxtum. Allt grænmeti og ávextir kemur nýuppskorið með beinu flugi til landsins sem þýðir að gæði grænmetisins og ávaxtanna eru í hæsta gæðaflokki.

Það er svo skemmtilegt að bera fram fallegt ávaxtasalat, börnin gjörsamlega elska þetta og fullorðna fólkið líka.

_MG_7529

Ég raðaði ávöxtunum í stóra Iittala skál sem er 36 cm í þvermál. Salatið nánast kláraðist allt í 50 manna veislu þar sem nóg var af öðrum veitingum.

Þetta ávaxtasalat var gert kvöldið fyrir veislu, geymt í ísskáp yfir nótt og var það mjög gott í veislunni sjálfri. Reyndar var vatnsmelónan sem ég notaði ekki mjög blaut og því gæti það haft áhrif. Ef þið eruð með mjög blauta vatnsmelónu þá gæti verið sniðugt að geyma það að raða salatinu saman fyrr en nokkrum tímum fyrir veislu.

Girnilegt ávaxtasalat

 • 1 Vatnsmelóna
 • 3 öskjur bláber
 • Stór askja jarðaber
 • 1 askja hindber
 • Steinlaus græn vínber, stór klasi

Aðferð:

 1. Byrjið á því að skola vatnsmelónuna og berin, þerrið allt mjög varlega en vandlega. Það er ekki gott að hafa berin blaut því þá verða þau slepjuleg og skemmast fyrr.
 2. Skerið vatnsmelónuna fyrst í helming og svo fjóra hluta hvern helming. Sneiðið svo fjórðungana langsum.
 3. Raðið vatnsmelónu sneiðunum í lengju þvert á alla skálina og 2/3 af restinni í skálina.
 4. Skerið græna af jarðaberjunum og svo í helming. Setjið jarðaberin í skálina ásamt hinum berjunum.
 5. Raðið restinni af melónusneiðunum sitt og hvað í skálina.
 6. Lokið skálinni með plastfilmu þangað til ávaxtasalatið er borið fram.

_MG_7528

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Einfalt, hollt og gott avocado eggjasalat

Ég vil deila með ykkur þessari dásamlegu hollu uppskrift sem er fullkomið til þess að njóta ofan á brauð eða eitt og sér.

Avocadó eru svo holl og góð fyrir okkur að við ættum helst að njóta þeirra á hverjum einasta degi. Í Kosti er hægt að kaupa virkilega góð avocadó sem endast lengi heima. Þau eru nánast tilbúin þegar maður kaupir þau svo óhætt er að setja þau beint í ísskápinn þegar heim er komið. Þar geymast þau góð í allt að viku. Mér finnst það alveg dásamlegt að eiga alltaf til rétt þroskuð avocadó inn í ísskáp.

Avocadó eggjasalat

 • 2 vel þroskuð avocado
 • 2 harðsoðin egg
 • ½ tsk pipar
 • ½ tsk salt
 • 2 tsk lime safi

Aðferð:

 1. Sjóðið tvö egg í 8 mín. Kælið þau og takið skurnina af.
 2. Skerið avocadóið í helminga og steinhreinsið. Takið ávöxtinn upp úr hýðinu með skeið, skerið í litla bita.
 3. Skerið eggin í bita.
 4. Blandið varlega saman avocado, eggjum, pipar, salti og lime safa saman í skál, passið að mynda ekki mauk.
 5. Njótið eitt og sér eða sem álegg á brauð.

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift færðu í Kosti

Read More

Ofnbakaður aspas með gráðosti

Fljótlegur, einfaldur og virkilega gómsætur réttur sem bæði er skemmtilegt að bera fram sem forrétt eða sem meðlæti með öðrum mat.

Ofnbakaður aspas með gráðosti

 • 1 búnt ferskur aspas
 • ½ gráðostur í bláu umbúðunum (eða eftir smekk)
 • Salt og pipar
 • 2 msk ólífu olía

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
 2. Skolið aspasinn, þerrið með eldhúspappír og brjótið harða hlutann af stilkinum. Ég mæli frekar með því að brjóta stilkinn heldur en að skera harða hlutann af með hníf.
 3. Raðið aspasnum í eldfast mót, rífið gráðostinn yfir, kryddið með salt og pipar og dreifið örlítilli olíu yfir aspasinn.
 4. Bakið í ofninum í um það bil 20 mín eða þangað til aspasinn er orðinn mjúkur og osturinn aðeins byrjaður að brúnast.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Ferskur aspas og öll önnur hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Tómat og parmesan farró risottó

Farró er kornmeti sem var mikið borðað í Rómverska stórveldinu.

Þetta forna korn er aftur orðið vinsælt í dag en það er vegna þess að það er mjög næringarríkt og hefur góð áhrif á líkamsstarfsemina. Þó svo að það innihaldi glútein þá inniheldur það samt minna magn af glúteini en hveiti, ásamt því að ef það er eldað rétt þá er það melt svipað og súdeig er melt í líkamanum. Þess vegna eru þeir sem eru viðkvæmir fyrir glúteini, líklegri til þess að þola farró.

Farró er virkilega bragðgott en bragðið er mjúkt, ríkt og maður verður smá var við hnetukeim. Það þó ekki bara bragðgott því það er einnig próteinríkt, inniheldur mikið magn trefja og er fullt af næringarefnum eins og magnesíum og járni.

Hægt er að bera þennan risottó rétt fram sem meðlæti eða sem léttan aðalrétt fyrir 2-3 manns.

 • 3 msk ólífu olía
 • 1 lítill rauðlaukur smátt skorinn
 • 3 hvítlauksgeirar, smátt skornir
 • 3,5 dl farró
 • 1 dl hvítvín (má sleppa)
 • 1 líter vatn
 • 1 kjúklingateningur
 • Niðursoðnir tómatar (hellið vatninu af)
 • 1 dl parmesan ostur
 • ferskur tómatur.
 • salt og pipar
 • Vorlaukur

Aðferð:

 1. Skerið rauðlaukinn smátt niður og steikið hann upp úr olíu í djúpri pönnu eða potti.
 2. Bætið farróinu á pönnuna ásamt hvítlauknum, steikið í u.þ.b. 3 mín.
 3. Hellið hvítvíninu út á pönnuna og steikið á meðal hita þangað til það hefur gufað upp.
 4. Hellið vatninu út á pönnuna, þannig að það fljóti smá vatn yfir farróinu, brjótið kjúklingatening út á. Setjið lokið á pönnuna og látið sjóða þangað til vatnið er allt gufað upp. Hrærið reglulega í og haldið áfram að hella vatninu rólega út á í skömmtum þangað til allt vatnið er búið.
 5. Setjið niðursoðnu tómatana út á pönnuna og sjóðið þá saman við í nokkrar mín.
 6. Bætið við parmesan ostinum og látið hann bráðna við.
 7. Skerið tómat smátt niður og setjið hann út á pönnuna, blandið saman.
 8. Smakkið til með salt og pipar.
 9. Skreytið með vorlauk.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll innihaldsefni í þennan rétt fást í Kosti

Read More

Bragðgóðar hrísgrjónavefjur

Oft eigum við afganga sem erfitt er að nýta og því miður fer alltof mikið til spillis af mat á íslenskum heimilum. Ein góð leið til að nýta afganga er að útbúa vefjur, það er ótrúlegt hvað hægt er að gera með afgangs meðlæti og smá hugmyndaflugi.

Ég átti til heima hrísgrjónarétt frá Kitchens of India og sætar kartöflur og ákvað að blanda þeim saman. Setti svo réttinn inn í heilkorna vefjur og var þá komin með heislusamlega og bragðgóða máltíð fyrir okkur fjölskylduna.

Að sjálfsögðu er líka hægt að nýta þennan hrísgrjónarétt frá Kitchens of India sem meðlæti með öðrum mat.

Hrísgrjónavefjur:

 • Basmati Rice Pilaf frá Kitchens of India
 • Sætar kartöflur
 • Vefjur
 • Salat
 • Sýrður rjómi

Aðferð:

 1. Setjið hrísgrjónaréttinn frá Kitchens of India í pott ásamt sætu kartöflunum. Hitið þangað til allt er orðið heitt í gegn.
 2. Smyrjið vefjurnar með sýrðum rjóma, setjið um það bil 2 dl af hrísgrjónaréttinum á hverja vefju og rúllið upp.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Bakaðar kartöflur með stökkri og bragðmikilli húð

Þessar kartöflur eru einstaklega bragðgóðar og gómsætar!

Með því að sjóða kartöflurnar fyrst í vatni með salti og matarsóda brotnar niður sterkjan á yfirborðinu sem myndar svo sterkju húð á hverjum kartöflubúti. Þannig að þegar kartöflurnar eru svo bakaðar í ofni myndast stökk og bragðmikil húð, en að innan er kartaflan mjúk og létt.

stökkar bakaðar kartöflur

Stökkar bakaðar kartöflur

 • ½ tsk matarsódi
 • salt
 • 2 kg bökunarkartöflur, afhýddar og skornar í stóra bita
 • 5 msk ólífuolía
 • lítið búnt rósmarín, fínt söxuð
 • 3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 • Pipar

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 230°C.
 2. Hitið tvo lítra af vatni í stórum potti að suðu. Bætið út í 2 msk af salti, matarsóda og kartöflunum og hrærið. Sjóðið þar til kartöflurnar eru nánast soðnar (um það bil 10 mín).
 3. Blandið saman olíu, rósmarín, hvítlauk og pipar á pönnu og hitið þar til hvítlaukurinn fer að verða gullin brúnn. Sigtið kryddjurtirnar frá olíunni, setjið olíuna í stóra skál og geymið kryddjurtirnar.
 4. Þegar kartöflunar eru tilbúnar, sigtið vatnið frá og leyfið kartöflunum að kólna svolítið. Setjið kartöflunar í stóru skálina með olíunni. Hristið skálina þannig að kartöflurnar veltast um, haldið áfram þangað til það byrjar að myndast húð utan um þær og þær byrja að klessast svolítið saman. Það þarf að gera þetta svolítið harkalega til að ná þykkri og góðri húð.
 5. Flytjið kartöflunar á bökunarplötu, takið þær varlega í stundur og hafið gott bil á milli þeirra. Bakið í 20 mín. Snúið hverri og einustu kartöflu varlega til að baka hana hinum megin. Haldið áfram að baka kartöflunar þangað til þær eru bakaðar í gegn, um það bil 30 mín, og snúið þeim eftir þörfum.
 6. Setjið kartöflunar í stóra skál og setjið kryddjurtinar sem voru lagðar til hliðar áðan, á kartöflurnar. Hrærið í kartöflunum svo kryddið fari á allar kartöflurnar og bætið við salti ef ykkur finnst vanta.

stökkar bakaðar kartöflur

Njótið vel!

Ykkar Linda Benediktsdóttir

Read More

Heimagerður Graflax

Alveg frá því ég man eftir mér hefur pabbi minn alltaf keypt graflax á jólunum. Laxinn hefur yfirleitt verið í hádegismatinn á aðfangadag og jóladag, þess vegna finnst mér hann vera órjúfanleg hefð á jólnum. Það er einfaldara en maður heldur að gera sinn eigin graflax. Það er mjög skemmtilegt að gera sína eigin kryddblöndu til að grafa laxinn í og prófa sig aðeins áfram eftir smekk.
Graflaxinn geymist í allt að viku í ísskáp í loftþéttum umbúðum.

Heimagerður Graflax

Graflax

 • Stórt laxaflak
 • 200 g púðursykur
 • 200 g gróft salt
 • 1 msk fennelfræ
 • 1 msk sinnepsfræ
 • 1 msk timjan
 • Stórt búnt ferskt dill

Aðferð:

 1. Blandið saman púðursykri og salti í skál. Setjið blönduna jafnt yfir laxinn, pakkið honum inn í plastfilmu og setjið inn í ísskáp í 4 klst.
 2. Hellið saltblöndunni af laxinum og þurrkið það mesta af honum með eldhúspappír.
 3. Blandið saman fennelfræjum, sinnepsfræjum, timjani og helmingnum af dillinu. Leggið yfir laxinn og pakkið honum inn í plastfilmu. Hægt er að geyma laxinn svona inn í ísskáp í allt að fimm daga.
 4. Áður en hann er borinn fram er hann skreyttur með afgangnum af dillinu og svolítið af salti.

_mg_3192

Njótið vel!

Ykkar Linda Benediktsdóttir

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More

Hasselback kartöflur

Hasselback kartöflur eru gott meðlæti með hvaða steik sem er. Vegna þess að skorið er í kartöfluna bakast hún hraðar. Smjöri er stungið ofan í raufarnar og það bráðnar ofan í kartöfluna þannig hún verður mjúk og fluffý.

Hasselback kartöflur

Gott ráð til þess að skera allar raufarnar jafn djúpar (og til að skera kartöfluna ekki í sundur) er sniðugt að leggja tvær sleifar sitt hvorum megin við kartöfluna og skera hana þannig.

Hasselback kartöflur Hasselback kartöflur Hasselback kartöflur Hasselback kartöflur Hasselback kartöflur

Hasselback kartöflur

 • 3 stórar bökunarkartöflur
 • u.þ.b. 150 g smjör
 • salt og pipar
 • Rifinn ostur
 • Sýrður rjómi
 • Graslaukur, smátt saxaður

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 200°C.
 2. Leggið tvær sleifar sitt hvorum megin við kartöfluna, skerið raufar í kartöfluna niður að sleifunum. Skerið raufarnar mjör þétt eða með u.þ.b. 3 mm millibili.
 3. Skerið smjörið í sneiðar og stingið því ofan í um það bil aðra hverja rauf á kartöflunni.
 4. Kryddið kartöfluna með salt og pipar og setjið í ofninn. Bakið í u.þ.b. 30 mín.
 5. Takið kartöflurnar út úr ofninum, hellið smjörinu sem hefur bráðnar yfir kartöflurnar aftur og setjið svo rifinn ost yfir kartöflunar. Bakið í ofninum þangað til osturinn byrjar að brúnast.
 6. Skerið niður graslauk smátt niður.
 7. Takið kartöflurnar út úr ofninum, setjið sýrðan rjóma og graslaukinn yfir.

Hasselback kartöflur

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti.

Read More

Bragðmikið risotto með villisveppum

Bragðmikið risotto með villisveppum

Risotto er alveg frábært meðlæti sem ég tel að við Íslendingar ættum að vera duglegri að gera. Ekki láta blekkjast og halda að þetta bragðist eins og óspennandi hrísgrjónaréttur. Bragðið er svo unaðslega gott og áferðin er alveg frábær! Lundberg risottið er lífrænt ræktað. Það inniheldur villta procini sveppi, hvítlauk og lauk.

Bragðmikið risotto með villisveppum

Shiitake sveppir eru virkilega hollir og hafa mörg heilsubætandi áhrif. Þeir eru bragðmeiri heldur en venjulegir sveppir og henta því vel í risotto þar sem bragðið fær að njóta sín.

Ég breytti örlítið frá leiðbeiningunum aftan á pakkanum og setti smjör í staðin fyrir ólífu olíu. Ég tel að bragðið hafi orðið bretra fyrir vikið og áferðin ljúfari. Smjör gerir bara allt betra að mínu mati.

Eðal risotto frá Lundberg með shiitake sveppum:

 • 1 pakki Risotto Porcini Mushroom frá Lundberg
 • 50 g Shiitake sveppir
 • 2 msk smjör
 • 2 bolli vatn
 • ½ bolli hvítvín

Aðferð:

 1. Setjið 2 msk af smjöri í pott og bræðið það.
 2. Skerið shiitake sveppina gróft niður og setjið þá í pottinn.
 3. Setjið hrísgrjónin í pottinn og steikið þau ásamt sveppunum í um það bil 2 mín.
 4. Setjið vatnið út í ásamt hvítvíninu og sjóðið á vægum hita, passið að hrísgrjónin brenni ekki við botninn. Hrærið teglulega í grjónunum með trésleif.

Bragðmikið risotto með villisveppum

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessari færslu fást í Kosti

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

 

Read More