Fljótleg og einföld Thai súpa með núðlum

Pacific súpurnar eru án allra rotvarnarefna, eru lífrænar og aðeins úr náttúrulegum hráefnum. Það er dásamlegt að geta stytt sér leið í eldamennskunni án þess að þurfa fórna heilbrigðum lífstíl.

Thai sætkartöflu súpa frá Pacific er mjög góð beint úr fernunni en þar sem við vorum mörg í mat þá ákvað ég að nota hana sem súpugrunn og gerði meiri úr henni og matar meiri. Útkoman var hreint út dásamleg!

Fljótleg og einföld Thai súpa með núðlum:

 • Thai sætkartöflu súpa frá Pacific
 • 1 dós létt kókosmjólk
 • 250 ml kjúklingasoð
 • 1 – 2 kjúklingabringur
 • 1 tsk gult karrý paste
 • 1 msk fiskisósa
 • 50 – 100 g núðlur

Aðferð:

 1. Byrjað er á því að skera kjúklingabringurnar í smáa bita, krydda með salt og pipar og steikja svo á pönnu þangað til hann hefur lokast.
 2. Hellið súpunni frá Pacific í pottinn ásamt kjúklingasoðinu og kókosmjólkinni, sjóðið saman.
 3. Kryddið súpuna með karrý paste-i og fiskisósu eftir smekk.
 4. Bætið núðlunum útí og sjóðið þangað til þær eru tibúnar.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Read More

Ljúffengir „kjúklinga“ borgarar

Udi’s er eitt fremsta glúteinlausa matvöru merkið í Bandaríkjunum. Merkið er þekkt fyrir fyrst og fremst bragðgóðar matvörur sem eru glúteinlausar og næringarríkar. Ég var því ótrúlega spennt að smakka þegar ég sá það í Kosti um daginn.

Markmið Udi’s er að vera með bestu glútein lausu matvörur á jörðinni. Þau framleiða bragðgóðar vörur sem fylla magann og hlýja sálinni um leið. Udi’s hafa fengið fjöldan allan að verðlaunum fyrir matvörur sínar sem þið getið lesið meir um hér.

Ég verð að segja að Udi’s hafa klárlega náð markmiðum sínum þar sem þessi hamborgarabrauð voru gríðarlega góð! Burt séð frá því að þau eru glúteinlaus þar sem ég borða líka hamborgarabrauð með glúteini þá vorum ég og maðurinn minn yfir okkur hrifin.

Inn í hamborgarabrauðin setti ég kjötlausa borgara sem líkjast kjúklingaborgurum. Bragðið af borgurunum er hreint út sagt æðislegt. Mæli ég mikið með þeim!

Glútein- og kjötlausir „kjúklinga“ borgarar:

 • Udi’s glúteinlaust hamborgarabrauð
 • Salsa sósa
 • Salat
 • Avocadó skorið í sneiðar
 • Gul paprika

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
 2. Eldið borgarann samkvæmt leiðbeiningum.
 3. Hitið hamborgarabrauðin inn í ofni í 5 mín, reynið að miða tímann út þannig að brauðin og borgararnir eru tilbúnir á sama tíma.
 4. Skerið grænmetið niður, raðið því á borgarana og setjið salsa sósu með.
 5. Njótið!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Grillaður kjúklingur í kóreiskri bbq marineringu

We Rub You er kóreisk bbq sósa og marinering, þær koma í tveimur mismunandi tegundum, orignal og spicy. Orinal sósan er fjölskyldu uppskrift sem inniheldur soja sósu, epla safa, hvítlauk og engifer. Sósurnar eru framleiddar í bandaríkjunum í litlum einingum út náttúrulegum vegan hráefnum. Sósurnar innihalda ekki MSG, high fructose cornsyrup eða gervibragðefni. Sósurnar eru svo að sjálfsögðu glútein fríar.

Sósan er alveg virkilega bragðgóð og kemur skemmtilega á óvart. Alveg virkilega góð tilbreyting frá hefðbundnu bbq sósunum. Að sjálfsögðu er hægt að nota hvaða kjöt sem er með þessum sósum.


Grillaður kjúklingur í kóreiskri bbq marineringu

 • 4 kjúklingabringur
 • We Rub You orginal kóreisk bbq marinering
 • Ananas
 • Kóríander
 • Berja tómatar
 • Laukur
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Leggið kjúklingabringunar í marineringu, látið standa ef þið hafið tíma en annars getiði sett þær beint á grillið. Grillið bringurnar í um það bil 20 mín. Smyrjið meira af marineringunni á bringurnar þegar þær fara að verða tilbúnar til að fá meira kikk.
 2. Skerið ananas og lauk í litla bita, bætið kóríander og tómötum út á, leggið ofan á bringunar.
 3. Kryddið með salt og pipar ef þið viljið.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa færslu fást í Kosti

Read More

Grillaður lax í Cedar viðar vefjum

Um daginn prófaði ég nýjung sem kom okkur fjölskyldunni virkilega skemmtilega á óvart!

Cedar Wraps er ný leið til þess að grilla gómsætan mat og fá virkilega gott reykar grill bragð. Hægt er að grilla nánast hvað sem er í þessum grillvefjum. Það eina sem þarf að gera er að krydda matinn, skera hann niður í hæfilega stóra bita og vefja vefjunum utan um, þá er maturinn tilbúinn á grillið.

 

Cedar vefjur eru sem sagt viðar „blöð“ sem maður leggur í bleyti í 10 mín, vefur honum svo utan um matinn og grillar matinn inn í þessum blöðum. Við það að grilla matinn svona kemur ótrúlega gott reykar og grill bragð í matinn. Ágætis plús sem mér finnst vert að nefna er að grillið hélst alveg hreint eftir að hafa grillað matinn svona en mér finnst oft leiðinlegt að þrífa grill.

Þessi uppskrift af grilluðum lax er með þeim einfaldari sem hægt er að gera en útkoman er, VÁ, algjörlega frábær!

 • 1 flak lax
 • Frontera Chipotle honey marinering með tómat og hvítlauk
 • Cedar vefjur

Aðferð:

 1. Leggið laxinn í eldfast mót eða sklál og hellið marineringunni yfir, dreifið henni vel svo allur fiskurinn marinerist jafnt.
 2. Leggið cedar vefjurnar í bleyti líka og spottana.
 3. Þegar fiskurinn hefur marinerast í 30 mín, skerið hann þá í lengjur, leggið hvern laxabita í eina vefju, rúllið vefjunni upp og bindið.
 4. Grillið laxinn í um það bil 20 mín á meðal heitu grilli, losið fiskinn úr vefjunni og njótið!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Pítur með grilluðu lambakjöti í bragðmikilli marineringu

Ég hvet ykkur til þess að prófa þessa útfærslu á klassískum pítum, þær eru þær bestu sem ég og fjölskylda mín höfum smakkað!

Marineringin frá Frontera dregur fram bestu hliðar lambakjötsins sem passar svo fullkomlega með pítusósunni og öllu tilheyrandi.

 • Frontera marinering með mildu rauðu chile og kúmen
 • 1 pakki lambagúllas
 • 6 frosin pítubrauð
 • Pítusósa
 • Salat
 • ¼ agúrka skorin í teninga
 • 2 tómatar skornir í teninga
 • ½ rauðlaukur smátt skorinn
 • 2 dl rifinn ostur

Aðferð:

 1. Leggið lambagúllasið í marineringu og látið marinerast í 30 mín.
 2. Á meðan kjötið er að marinerast er gott að taka pítubrauðin úr frystinum, skera niður grænmetið og loks kveikja á grillinu.
 3. Þegar kjötið hefur marinerast og grillið er orðið heitt, setjiði þá kjötið í grillbakka og grillið kjötið í um það bil 20 mín eða þangað það er eldað í gegn.
 4. Ristið pítubrauðin þangað til þau eru heit í gegn og aðeins orðin stökk.
 5. Raðið inn í pítubrauðin eftir smekk og njótið!

Ykkar Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Eðal eðla í aðalréttinn

Svona matur er fullkomin til að hafa á notalegu kósý kvöldi þegar maður vill í raun fara bara beint í desertinn.

Þessi uppskrift passar í tvö meðalstór eldföst mót og fyrir fjóra svanga.

Ef þið eruð óvön að borða refried baunir eða baunamauk og eruð að velta því fyrir ykkur að sleppa því úr uppskriftinni þá ráðlegg ég sterklega gegn því þar sem það gerir áferðina á hakkinu ótrúlega mjúka þannig það passar fullkomlega með rjómaostinum og öllu hinu í þessari æðislegu ídýfu. Þetta er svona matur sem maður borðar endalaust af og hreinlega ekki hægt að hætta borða, verður bara að klárast.

Algjörlega ein besta heit salsa ídýfa (eðla) sem ég hef smakkað!

_MG_7183

Heit nachos máltíð

Heitt nachos

_MG_7189

_MG_7190

_MG_7185

_MG_7192

_MG_7199

_MG_7205

_MG_7206

Eðal Eðla: 

 • 1 bakki nautahakk
 • 1 poki taco krydd frá Old El Paso
 • 1 askja rjómaostur
 • 1 dós refried baunir (baunamauk) frá Old El Paso
 • Salsa sósa frá Pace með bitum í
 • 1 poki rifinn pizza ostur
 • 1 rauð paprika
 • 2 litlir vorlaukar

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
 2. Steikið hakkið á pönnu og setjið helminginn af taco kryddblöndunni út á.
 3. Opnið dósina með bauna maukinu og setjið úr á hakkið þegar það er steikt í gegn. Steikið blönduna saman þangað til hún er orðin heit.
 4. Setjið rjómaostinn í skál og blandið saman afganginum af kryddblöndunni út í rjómaostinn.
 5. Í tvö meðal stór eldföst mót, smyrjið rjómaostinum í botninn, hann á að vera um 0,5 cm þykkur.
 6. Ofan á ostinn smyrjið hakkblöndunni og svo salsa sósunni í svipaðri þykkt.
 7. Dreifið rifna ostinum yfir og bakið inn í ofni þangað til osturinn hefur bráðnað, stillið þá ofninn á grill og grillið ostinn í 2-3 mín eða þangað til hann byrjar að poppast smá og brúnast. Passið að horfa alltaf á réttinn inn í ofninum með grillstillinguna á því osturinn er mjög fljótur að brenna ef ekki er fylgst nógu vel með.
 8. Skerið rauðu paprikuna og vorlaukinn smátt niður og dreifið yfir formin.
 9. Berið fram strax með stórum og góðum maís snakkflögum.

_MG_7206

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa færslu fást í Kosti

Read More

Kjúklingaspjót í sítrus marineringu

Núna þegar sumarið nálgast óðfluga er æðislegt hita aðeins upp í kolunum og grilla svolítið.

Þessi frábæra marinering frá Frontera er dúndur góð og kemur manni í sumar gírinn. Sítrus, hvítlaukur og kóríander bragðið er alls ráðandi og leikur við bragðlaukana.

Það sem ég elska mest við Frontera marineringarnar er að það tekur aðeins 30 mín að láta kjötið marinerast. Maður einfaldlega sker kjötið niður í þá stærð sem maður ætlar að hafa það í, setur kjötið í skál og hellir marineringunni yfir.

Sumarleg kjúklingaspjót:

 • 4 kjúklingabringur skornar í 4-5 bita hvor.
 • 7 sveppir
 • 1 gul paprika
 • Frontera marinering með sítrus, hvítlauk og kóríander.
 • Pipar
 • U.þ.b. 5 grillspjót

Aðferð:

 1. Skerið kjúklingabringurnar niður í um það bil 5 bita hverja.
 2. Setjið kjúklinginn í skál, hellið marineringunni yfir og blandið saman. Setjið plastfilmu yfir skálina.
 3. Kveikið á grillinu og stillið á meðal háan hita.
 4. Skerið sveppina í helminga.
 5. Skerið paprikuna niður í u.þ.b. 10 stóra búta.
 6. Raðið kjúklingnum og grænmetinu á grillspjót. Það fer eftir því hversu stór spjótin eru hvernig best er að raða en ég setti 4 kjúklingabita á hvert spjót og grænmeti á milli.
 7. Kryddið með pipar.
 8. Grillið spjótin í um það bil 5 mín á hverri hlið í einu þangað til kjúklingurinn er eldaður í gegn (tími fer eftir hversu stórir bitarnir eru).

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Kúskús með kjúkling, sítrónu og kóríander

Þetta er virkilega gómsætur, fljótlegur og auðveldur réttur. Ef draumurinn er að elda eitthvað einfalt og fljótlegt en samt gott, prófaðu þá þennan rétt!

Fljótlegur kúskús réttur með kjúkling, sítrónu og kóríander

Fljótlegur kúskús réttur með kjúkling, sítrónu og kóríander

Fljótlegur kúskús réttur með kjúkling, sítrónu og kóríander

Fljótlegur kúskús réttur með kjúkling, sítrónu og kóríander

 • 3 kjúklingabringur
 • sítrónupipar
 • salt
 • 2 shallot laukar
 • 1 dl frosnar grænar baunir
 • olía
 • ½ tsk cumin
 • ¼ tsk kanill
 • salt og pipar
 • 2,5 dl kúskús
 • 4 dl vatn
 • 1 sítróna
 • 1 búnt ferskt kóríander

Aðferð:

 1. Skerið kjúklingabringurnar niður í smáa bita, kryddið vel með sítrónupiparnum og saltið. Steikið á pönnu með olíu þangað kjúklingurinn er eldaður í gegn, það tekur aðeins örfáar mín.
 2. Skerið shallot laukinn smátt niður, steikið hann upp úr ólífu olíu í djúpum potti. Þegar laukurinn er byrjaður að verða glær, setjiði þá grænu baunirnar og kryddið út á, steikið það í 1 mín.
 3. Setjið vatn í hraðsuðuketil og látið sjóða.
 4. Setjið kúskúsið í pottinn, hrærið því saman við kryddið. Hellið svo vatninu í pottinn, hrærið og setjið lokið á pottinn. Látið sjóða í 1 mín, slökkvið svo undir pottinum og leyfið kúskúsinu að taka sig í 5 mín.
 5. Notið gaffal til að losa kúskúsið í sundur þangað til það verður allt létt og laust um sig. Setjið kjúklinginn út á, rífið börkinn af sítrónunni og kreystið safann úr henni út á réttinn. Bætið kóríander út á og ef til vill smá ólífu olíu.

Fljótlegur kúskús réttur með kjúkling, sítrónu og kóríander

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Bakaður lax í hvítlauks teriyaki kryddlegi

Einn sá einfaldasti og bragðbesti lax sem ég hef nokkurntíman gert. Þetta er eitthvað sem þið hreinlega verðið að prófa.

Þessar marineringar frá Kona Coast eru alveg rosalega góðar. Þær eru til í nokkrum mismunandi útfærslum, missterkar og kryddaðar. Allar eru marineringarnar úr náttúrulegum hráefnum og innihalda ekki rotvarnarefni.

Hægt er að marinera margskonar hráefni í þessum sósum eins og fisk, kjúkling, svínakjöt, nautakjöt og grænmeti.

Það er mjög gott að hafa smá aukalega af marineringunni á fisknum/kjötinu og nota sem sósu.

Bakaður lax í hvítlauks teriyaki kryddlegi

 • 2 meðal stórir laxabitar
 • 1 krukka Kona Coast hvítlauks teriaki kryddlögur

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 200°C.
 2. Þrífið laxaflökin og leggið þau í eldfast mót.
 3. Hellið marineringunni yfir laxinn og leyfið að standa í 6-8 tíma helst. Það er í lagi að marinera í styttri tíma en þá verður bragðið minna.
 4. Bakið í ofni í um það bil 30 mín eða þangað til laxinn er orðinn bakaður í gegn. Notið endilega restina af marineringunni sem sósu með laxinum.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa færslu fást í Kosti

Read More

Osta tortellini með kirsuberja tómötum og fersku basil

Fyrir mér er osta tortellini í rjómasósu með shitake sveppum, matur sem fær mann til þess að slaka á og njóta. Það er bara eitthvað við þennan rétt sem lætur manni líða vel.

Ég valdi að nota shitake sveppi í þennan rétt þar sem mér fannst áferðin á þeim passa vel við réttinn. Shitake sveppir eru ríkir af B-vítamíni, innihalda D-vítamín, stuðla að sterkara ónæmiskerfi, flíta fyrir þyngdartapi, styrkja hjarta og æðakerfið, minnka bólgusvörun líkamans og gefa aukna orku.

Osta tortellini með kirsuberja tómötum og fersku basil

 • 2 pakkar tortellini fyllt með osti
 • 3 kjúklingabringur skornar smátt niður
 • Honey garlic rub frá Weber
 • 10-15 Shitake sveppir
 • ½ rauðlaukur
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 400 ml matreiðslurjómi
 • 1 piparostur
 • 10 kirsuberjatómatar
 • 1 búnt basil
 • parmesanostur

Aðferð:

 1. Setjið vatn í meðal stóran pott, látið sjóða.
 2. Skerið kjúklinginn smátt niður, kryddið hann með Honey Garlic rub frá Weber. Steikið kjúklinginn á pönnu upp úr olíu.
 3. Takið kjúklinginn af pönnunni, setjið í skál og leggið til hliðar.
 4. Þegar vatnið í p0ttinum fer að sjóða, setjiði pastað í pottinn og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.
 5. Skerið rauðlaukinn smátt niður, steikið hann á pönnunni upp úr olíu.
 6. Skerið Shitake sveppina gróft niður og steikið hann á pönnunni með lauknum.
 7. Skerið hvítlaukinn smátt niður og steikið hann létt á pönnunni, hellið matreiðslurjómanum út á.
 8. Setjið tómatana út á, rífið piparostinn og setjið hann út á líka, leyfið sósunni að sjóða saman í nokkrar mín, hrærið í inn á milli.
 9. Hellið vatninu af pastanu og setjið út á pönnuna eða blandið þessu tvennu saman í stórt fat.
 10. Rífið niður basil og blandið því saman við réttinn, rífið parmesan ost yfir og skreytið með ferskum kirsuberja tómötum.

 
 

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráfeni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More