Dásamleg vegan Key lime ostakaka sem allir elska

Key lime ostakakan frá Daiya bragðast virkilega vel. Lime bragðið er ríkjandi og fágað. Áferðin á kökunni er þannig að þér hefði aldrei dottið í hug að kakan væri mjólkurlaus og laus við allskonar ofnæmisvalda. Nánar tiltekið er kakan laus við mjólkurvörur, glútein, soja, egg, hnetur, fisk og skelfisk.

Daiya er þekkt merki fyrir að framleiða virkilega góðan mat og eftirrétti sem eiga að líkja eftir réttum með mjólkurafurðum í eins og til dæmis osta og jógúrt. Allar vörurnar frá Daiya innihalda engin gervi bragðefni,  öll innihaldsefnin eru náttúruleg.

 

Það sem þú þarft í þennan æðislegan vegan eftirrétt er:

 • 1 stk Daiya Key Lime ostakaka
 • 1 bakki fersk hindber
 • 2 lime
 • So Delicious Cocowhip

Áður en ég bar Daiya ostakökuna fram skreytti ég hana með hindberjum, myntulaufi og lime sneiðum sem skraut.

Til þess að ná útlitinu á þessari köku eins og ég skreytti hana er mikilvægt er að skola hindberin varlega og þerra þau vel án þess að merja þau. Raða þeim svo varlega á köku brúnina. Næst þar að skera 2 lime í þunnar sneiðar, raða sneiðunum svo á kökuna og þrísta létt á kökurna svo sneiðin festist inn í kökunni. Seinast þarf að setja falleg myntulauf í miðjuna á kökunni.

Með kökunni hafði ég vegan kókos rjóma frá So Delicious Cocowhip sem er alveg ótrúlega góður! Það væri hreinlega hægt að borða hann einan og sér sem ís, það góður er hann. Til þess að ná Cocowhipinu sem bestu þarf að láta það afþiðna inn í ísskáp í fjóra tíma áður en það er borið fram.

Ég mæli mjög mikið með þessum eftirrétti fyrir alla. Það þarf alls ekki að vera vegan til þess að finnast þessi eftirréttur æðislega bragðgóður.

Allar vörur sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Ísréttur með berjum og súkkulaðispænum

Þeir sem þekkja mig vita að ég er algjör nautnaseggur þegar kemur að ís. Bestur þykir mér flauelsmjúkur rjómaís og vil ekki sjá harðan og kaldan mjólkurís. Ég var því ekki viss þegar ég ákvað að prófa þennan ís Frá Luna & Larry hvort mér myndi líka hann.

Coconut Bliss ísinn er lífrænn, glútein laus, inniheldur ekki erfðabreyttar afurðir, soja laus og er vegan. Hann er til í ótal bragðtegundum, t.d salt karamellu&súkkulaði og súkkulaði&hnetusmjör sem ég ákvað að prófa.

Coconut Bliss ísinn kom mér ótrúlega skemmtilega á óvart, ísinn er flauelsmjúkur og áferðin er nánast eins og rjómaís. Salt karamellu & súkkulaði var í sérstöku uppáhaldi.

Ísréttur með berjum og súkkulaðispænum

 • Luna&Larry’s Coconut Bliss með salt karamellu&súkkulaði og súkkulaði&hnetusmjör
 • 6 jarðaber skorin í sneiðar
 • ½ lítil askja bláber
 • Súkkulaðispænir
 • Þeyttur rjómi (val)

Aðferð:

 1. Takið ísinn úr frysti og látið standa við stofuhita í 10 mín.
 2. Skolið berin og þerrið vel.
 3. Skerið jarðaberin í sneiðar og raðið helmingnum í botninn á glösunum.
 4. Notið kúluísskeið til þess að mynda fallegar kúlur, setjið 2 kúlur af hvorum ísnum.
 5. Setjið bláber og jarðaber í glösin, skreytið með súkkulaðispæni.
 6. Það er mjög gott að bera fram þeyttan rjóma með þessum ís og mæli ég með því.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Girnilegt ávaxtasalat

Kostur er með mikið úrval af glænýjum, stórum og ferskum berjum og ávöxtum. Allt grænmeti og ávextir kemur nýuppskorið með beinu flugi til landsins sem þýðir að gæði grænmetisins og ávaxtanna eru í hæsta gæðaflokki.

Það er svo skemmtilegt að bera fram fallegt ávaxtasalat, börnin gjörsamlega elska þetta og fullorðna fólkið líka.

_MG_7529

Ég raðaði ávöxtunum í stóra Iittala skál sem er 36 cm í þvermál. Salatið nánast kláraðist allt í 50 manna veislu þar sem nóg var af öðrum veitingum.

Þetta ávaxtasalat var gert kvöldið fyrir veislu, geymt í ísskáp yfir nótt og var það mjög gott í veislunni sjálfri. Reyndar var vatnsmelónan sem ég notaði ekki mjög blaut og því gæti það haft áhrif. Ef þið eruð með mjög blauta vatnsmelónu þá gæti verið sniðugt að geyma það að raða salatinu saman fyrr en nokkrum tímum fyrir veislu.

Girnilegt ávaxtasalat

 • 1 Vatnsmelóna
 • 3 öskjur bláber
 • Stór askja jarðaber
 • 1 askja hindber
 • Steinlaus græn vínber, stór klasi

Aðferð:

 1. Byrjið á því að skola vatnsmelónuna og berin, þerrið allt mjög varlega en vandlega. Það er ekki gott að hafa berin blaut því þá verða þau slepjuleg og skemmast fyrr.
 2. Skerið vatnsmelónuna fyrst í helming og svo fjóra hluta hvern helming. Sneiðið svo fjórðungana langsum.
 3. Raðið vatnsmelónu sneiðunum í lengju þvert á alla skálina og 2/3 af restinni í skálina.
 4. Skerið græna af jarðaberjunum og svo í helming. Setjið jarðaberin í skálina ásamt hinum berjunum.
 5. Raðið restinni af melónusneiðunum sitt og hvað í skálina.
 6. Lokið skálinni með plastfilmu þangað til ávaxtasalatið er borið fram.

_MG_7528

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Banana bollakökur með rjómaostakremi

Það er ótrúlega gaman að prófa ný köku og brauð mix. Þetta er bara svo auðvelt og afraksturinn alltaf svo bragðgóður.

Um daginn prófaði ég Quick bread mixið frá Philsbury en það er með bananabragði. Ég gerði bollakökur úr mixinu og var rosalega ánægð með útkomuna. Ég bætti svolítið við mixið og gerði æðislegt rjómaostakrem með sem passað fullkomlega með!

Banana bollakökur með rjómaostakremi

 • Quick bread mix með bananabragði
 • 1 vel þroskaður banani
 • 100 g dökkt súkkulaði
 • 100 g rjómaostur
 • 100 g smjör við stofuhita
 • 300 g flórsykur
 • 1 msk síróp

Aðferð:

 1. Blandið saman Quick bread mixinu með bananabragði samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
 2. Bætið út í 1 stk vel þroskuðum banana og súkkulaði skorið meðal gróft niður. Blandið saman við.
 3. Setjið bolluköku pappírsform í bollaköku álbakka (nauðsynlegt skref til að fá fallegar kökur sem halda lögun í ofninum), fyllið hvert form nánast upp í topp þar sem við viljum hafa kökurnar með stórum toppi.
 4. Bakið samkvæmt leiðbeiningum á kassa.
 5. Hrærið saman rjómaosti og smjöri þangað til blandan verður létt.
 6. Bætið þá út í flórsykri og hrærið vel saman við. Bætið svo út í sírópinu og hrærið þangað til kremið verður létt og loftmikið.
 7. Þegar bollakökurnar hafa kólnað er kreminu sprautað á með stórum hringlaga stút. Setjið stútinn fyrst í sprautupokann og fyllið svo pokann með kreminu. Byrjið að sprauta yst og færið ykkur svo innar og upp.
 8. Rífið súkkulaði með rifjárni yfir kökurnar.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Allar vörur sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

 

Read More

Fljótlegur marengs eftirréttur

Þetta er einn fljótlegasti og einfaldasti eftiréttur sem hægt er að gera en á sama tíma gefur hann ekkert eftir þegar kemur að því hversu góður hann er.

Útfærslunar eru nánast endalausar þegar kemur að þessum eftirrétt þar sem hægt er að setja nánast hvað sem er út í rjóma og marengs.

Í þessari útfærslu notast ég við jarðaber og goji ber í dökkum súkkulaðihjúp. Goji berin í dökka súkkulaðinu er gjörsamlega ávanabindandi nammi, svo ótrúlega gott! Ekki skemmir fyrir að goji ber eru talin mjög holl og eru svokölluð ofurfæða.

Fljótlegur marengs eftirréttur

 • 1 hvítur marengsbotn, keyptur tilbúinn
 • 400 ml rjómi
 • 1 poki Goji + Chocolate
 • 1 stór askja jarðaber

Aðferð:

 1. Byrjað er á því að þeyta rjóma og mylja svo marengsbotninn gróft út í rjómann.
 2. Skerið jarðaberin frekar smátt niður, skiljið eftir 3 jarðaber, og bætið úr í ásamt súkkulaðihúðuðu Goji berjunum, skiljið nokkur ber eftir. Hrærið saman.
 3. Setjið blönduna á fallegan kökudisk, fletjið blönduna svolítið út svo hún líkist köku.
 4. Skerið jarðaberin sem þið skilduð eftir áðan og skerið þau í fallega lengjur, skreytið kökuna með jarðaberjunum og súkkulaði húðuðu goji berjunum.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Brownie með ostaköku toppi

Stundum þarf að hrista fram eftirrétt á núll einni með lítilli sem engri fyrirhöfn, þá er gott að eiga brownie mix í skápnum heima.

Þessar brownie kökur með ostaköku toppi taka klassísku kökurnar á annað stig, ostakakan passar bara fullkomlega með og gerir kökurnar líka svo fallegar!

Brownie með ostaköku toppi

 • 1 pakki Ghiradelli brownie mix
 • 226 g rjómaostur
 • 1 egg
 • 1 ½ dl sykur

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið samkvæmt leiðbeiningum á brownie kassa.
 2. Útbúið brownie kökuna samkvæmt leiðbeiningum á kassa, hellið í 20×20 cm form en ekki baka kökuna.
 3. Hrærið rjómaostinn, setjið egg og sykur út í og blandið saman.
 4. Hellið rjómaosts blöndunni út á brownie kökuna, gott að setja 1 msk af deigi hér og þar í formið og dreifa svo vel úr með prjóni.
 5. Bakið samkvæmt leiðbeiningum á brownie kassanum. Leyfið kökunni að kólna að mestu og skerið svo í ferninga.

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Páska gulrótakaka

Ég prófaði nýtt kökumix um daginn. Það er hannað fyrir þá sem eru með mataróþol og ofnæmi en það er glútein frítt, hveiti frítt, inniheldur ekki hnetur, ekki mjólkurvörur og ekki egg.

Þó svo að ég sé ekki með ofnæmi fyrir neinu af þessu þá var ég alveg virkilega forvitin að vita hvernig þetta smakkaðist. Gæti það virkilega verið að kökumix sem inniheldur ekkert af þessu sé gott? Svarið er einfalt, já! Það er virkilega bragðgott! Það var hreinilega ekki hægt að finna á bragðinu að það væri neitt öðruvísi en venjulegt. Ég var því virkilega ánægð með þessa uppgvötun mína og mun klárlega nýta mér þetta kökumix í framtíðinni þegar ég á von á einstaklingi með ofnæmi í heimsókn eða í veislu.

Hægt er að fá krem með sem gildir sömu lögmálum, má ekki innihalda neitt að ofangreindu. Áferðin á því er svolítið eins og kremað glassúr og er virkilega gott.

Ég skreytti kökuna með Robin eggjum sem ég keypti í „vorpoka“ frá Hershey’s (e. springtime assortment). Pokinn inniheldur fullt af gómsætu súkkulaði í fallegum pastel umbúðum, alveg fullkomið fyrir páskana!

Svo klippti ég nokkrar greinar af bleiku brúðarslöri og setti í miðjuna á kökunni. Guðdómlega falleg og virkilega einföld kökuskreyting sem allir eiga að geta leikið eftir.

Það sem þið þurfið er:

 • 1 pakki gulrótaköku mix frá Cherrybrook Kitchen
 • 80 ml bragðlítil olía
 • 150 ml vatn
 • 1 krukka vanillukrem frá Cherrybrook Kitchen

Dæmi um skreytingu

 • Springtime Assortments frá Hershey’s
 • Brúðarslör (blóm)

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu (fyrir utan blómin) fást í Kosti

Read More

Lífræn vanillu kaka með súkkulaðikremi

Lífræn vanillu kaka með súkkulaðikremi frá Organics

Kökumixin frá Organics eru alveg virkilega góð og ekki skemmir fyrir að öll hráefnin eru lífræn!

Lífræn vanillu kaka með súkkulaðikremi

Mér finnst gott að blanda saman vanilluköku og súkkulaðikrem og því ákvað ég að gera það í þessu tilviki. Það er þó líka hægt að gera súkkulaðiköku með súkkulaðikremi og vanilluköku með vanillukremi ef þið kjósið það frekar.

Bragðið er alveg unaðslega gott af vanillukökunni og áferðin er virkilega loft og rakamikil. Kakan klessist svolítið í munninum sem mér finnst vera merki um vel heppnaða köku.

Súkkulaðikremið er líka alvöru krem úr smjöri sem þarf að hræra saman, ekki tilbúið í dollu, sem mér finnst vera stór plús þegar kemur að bragði. Það segir á kassanum að það megi bæta vatni út í kremið ef manni finnst þurfa en ég valdi að setja síróp sem mér fannst koma virkilega vel út.

Ég bar þessa köku fram fyrir hóp sem gaf kökunni 10 af 10 mögulegum og engum af þeim datt í hug að þetta væri kaka sem væri bökuð úr mixi.

Lífræn vanillu kaka með súkkulaðikremi

Lífræn vanillu kaka með súkkulaðikremi

 • 1 box Organics vanilla kaka
 • 2 egg
 • 114 g smjör
 • 180 ml mjólk

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 175°C.
 2. Hellið innihaldi pokans í skál.
 3. Bræðið smjörið í örbylgju, hellið svo mjólkinni út í smjörið svo það kólni.
 4. Setjið eggin og mjólkur-smjör blönduna út í þurrefnin og hrærið saman.
 5. Smyrjið tvö 22 cm breið form og skiptið deiginu á milli formanna.
 6. Bakið kökurnar í um það bil 20 mín. eða þangað til kökurnar eru bakaðar í gegn.
 7. Takið kökurnar úr forminu og leyfið þeim að kólna.

Súkkulaðikrem

 • 1 box af súkkulaðikremi frá Organics
 • 114 g smjör, mjúkt
 • 2 msk síróp (má sleppa)

Aðferð:

 1. Hrærið smjörið þangað til það verður mjúkt og loftmikið.
 2. Bætið krems mixinu út í og hrærið varlega saman við.
 3. Bætið sírópi út í ef ykkur langar, hrærið vel saman við.
 4. Látið kökurnar kólna fullkomlega áður en þið smyrjið kreminu á þær. Setjið 1/3 af kreminu á neðri botninn og setjið svo efri botninn á. Setjið 1/3 af kreminu ofan á efri botninn og 1/3 af kreminu á hliðarnar. Skreytið kökuna með kökuskrauti og jafnvel makkarónum sem þið fáið hér.

Lífræn vanillu kaka með súkkulaðikremi

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben.

Öll hráefni í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Ómótstæðilegt kókos popp!

Kókosolíu er hægt að nota á fjölmargan hátt en hún er sérstaklega hentug til að steikja upp úr vegna þess að hún er mettuð fita og breytist því ekki í transfitu við steikingu. Kókosolía hefur fjölmörg heilsubætandi áhrif ásamt því að rannsóknir hafa sýnt fram á að hún hjálpi okkur við að brenna fitu.

Þetta popp er steikt upp úr kókosolíu sem gefur ljúft kókosbragð af poppinu. Það er svo toppað með hrásykri og ristuðum kókosflögum sem gerir það ómótstæðilegt!

 • 2-3 msk kókosolía (bótnfylli í stóran pott)
 • Botnfylli af poppbaunum
 • 1-2 msk hrásykur
 • 1 dl kókosflögur
 1. Takið stóran pott (breiðan) og setjið kókosolíu í pottinn þangað til myndast hefur botnfylli.
 2. Setjið poppbaunir í pottinn þangað til baunirnar þekja botninn, veltið baununum upp úr olíunni og passið að hver baun snerti botninn. Setjið lokið á pottinn.
 3. Kveikið undir pottinum og stillið á meðal háan til háan hita. Þegar fyrsta poppbaunin springur lækkiði þá undir pottinum um helming. Slökkvið svo undir pottinum þegar 3-5 sek líða á milli þess sem poppbaun springur en þá eru flest allar poppbaunirnar sprungnar.
 4. Ristið kókosflögurnar á þurri pönnu þangað til meiri hlutinn af kókosnum er orðinn gullin.
 5. Setjiði poppið í skál og setjið hrásykur yfir, magn fer eftir smekk. Setjið kókosflögurnar yfir poppið.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni fást í Kosti

Read More

Jarðaberja og banana hafrakökur

Þetta eru virkilega einfaldar glúteinlausar hafrakökur sem tekur um það bil 40 mínútur að gera.

Í þessar kökur nota ég grófa haframjölið frá Bob’s Red Mill en það er glúteinlaust. Kökurnar eru alls ekki óhollar ef notuð er hágæða sulta með litlu sykurmagni. Mjög lítill sykur er í deiginu sjálfu eða aðeins 2 msk af hlynsírópi.

Jarðaberja og banana hafrakökur

 • 250 g glúteinfríir hafrar frá Bob’s Red Mill
 • 2 tsk lyftiduft
 • 3 vel þroskaðir bananar
 • 1 tsk vanilludropar
 • 2 msk hlynsíróp
 • 2 dl jarðaberjasulta

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 190ºC og blástur.
 2. Maukið bananana
 3. Skiptið haframjölinu í tvo hluta, setjið annan hlutann í Nutribullet glas og blandið þangað til haframjölið er orðið að fínu hveiti (u.þ.b. 5 sek) og setjið svo báða hlutana saman í skál.
 4. Bætið lyftidufti út í skálina og blandið saman við.
 5. Setjið banana saman við ásamt vanilludropunum og hlynsírópinu, hrærið.
 6. Setjið smjörpappír í 20×20 cm form.
 7. Skiptið deiginu þannig að þið setjið 2/3 af því ofan í formið og geymið 1/3.
 8. Smyrjið 2 dl af jarðaberjasultu ofan á deigið í forminu og dreifið afgangnum af deiginu yfir ásamt smá meira af haframjöli.
 9. Bakið í u.þ.b. 30 mín.
 10. Látið kólna og skerið svo í bita.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More