Grillaður kjúklingur í kóreiskri bbq marineringu

We Rub You er kóreisk bbq sósa og marinering, þær koma í tveimur mismunandi tegundum, orignal og spicy. Orinal sósan er fjölskyldu uppskrift sem inniheldur soja sósu, epla safa, hvítlauk og engifer. Sósurnar eru framleiddar í bandaríkjunum í litlum einingum út náttúrulegum vegan hráefnum. Sósurnar innihalda ekki MSG, high fructose cornsyrup eða gervibragðefni. Sósurnar eru svo að sjálfsögðu glútein fríar.

Sósan er alveg virkilega bragðgóð og kemur skemmtilega á óvart. Alveg virkilega góð tilbreyting frá hefðbundnu bbq sósunum. Að sjálfsögðu er hægt að nota hvaða kjöt sem er með þessum sósum.


Grillaður kjúklingur í kóreiskri bbq marineringu

 • 4 kjúklingabringur
 • We Rub You orginal kóreisk bbq marinering
 • Ananas
 • Kóríander
 • Berja tómatar
 • Laukur
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Leggið kjúklingabringunar í marineringu, látið standa ef þið hafið tíma en annars getiði sett þær beint á grillið. Grillið bringurnar í um það bil 20 mín. Smyrjið meira af marineringunni á bringurnar þegar þær fara að verða tilbúnar til að fá meira kikk.
 2. Skerið ananas og lauk í litla bita, bætið kóríander og tómötum út á, leggið ofan á bringunar.
 3. Kryddið með salt og pipar ef þið viljið.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa færslu fást í Kosti

Read More

Kjúklingaspjót í sítrus marineringu

Núna þegar sumarið nálgast óðfluga er æðislegt hita aðeins upp í kolunum og grilla svolítið.

Þessi frábæra marinering frá Frontera er dúndur góð og kemur manni í sumar gírinn. Sítrus, hvítlaukur og kóríander bragðið er alls ráðandi og leikur við bragðlaukana.

Það sem ég elska mest við Frontera marineringarnar er að það tekur aðeins 30 mín að láta kjötið marinerast. Maður einfaldlega sker kjötið niður í þá stærð sem maður ætlar að hafa það í, setur kjötið í skál og hellir marineringunni yfir.

Sumarleg kjúklingaspjót:

 • 4 kjúklingabringur skornar í 4-5 bita hvor.
 • 7 sveppir
 • 1 gul paprika
 • Frontera marinering með sítrus, hvítlauk og kóríander.
 • Pipar
 • U.þ.b. 5 grillspjót

Aðferð:

 1. Skerið kjúklingabringurnar niður í um það bil 5 bita hverja.
 2. Setjið kjúklinginn í skál, hellið marineringunni yfir og blandið saman. Setjið plastfilmu yfir skálina.
 3. Kveikið á grillinu og stillið á meðal háan hita.
 4. Skerið sveppina í helminga.
 5. Skerið paprikuna niður í u.þ.b. 10 stóra búta.
 6. Raðið kjúklingnum og grænmetinu á grillspjót. Það fer eftir því hversu stór spjótin eru hvernig best er að raða en ég setti 4 kjúklingabita á hvert spjót og grænmeti á milli.
 7. Kryddið með pipar.
 8. Grillið spjótin í um það bil 5 mín á hverri hlið í einu þangað til kjúklingurinn er eldaður í gegn (tími fer eftir hversu stórir bitarnir eru).

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Kjúklinganúðlur í hnetu og kókossósu

Þetta er virkilega einfaldur og bragðgóður réttur sem mun slá í gegn!

Ég gerði þennan núðlurétt um daginn fyrir fjölskylduna mína og ég hef sjaldan séð fólk jafn hrifið af núðlurétti! Algjörlega skotheldur matur sem ég trúi ekki öðru en að allir fýli.

Kjúklinganúðlur í hnetu og kókossósu

 • 3 kjúklingabringur skornar smátt niður
 • 2 hvítlauksgeirar
 • ½ gul paprika (má sleppa)
 • 300 g Peanut&Coconut Thai Sauce frá deSIAM
 • 161 ml kókosmjólk (lítil dós)
 • 2 tsk gult karry mauk
 • 1 dós smá maís
 • 1 pakki brún-hrísgrjónanúðlur
 • 2 lime
 • salt hnetur
 • rautt chilli krydd

Aðferð:

 1. Skerið kjúklingabringurnar smátt niður og steikið létt á pönnu upp úr hitaþolinni olíu (ég nota avocado olíu).
 2. Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp, á meðan gerið þið liði 3-7.
 3. Skerið ½ gula papriku smátt niður og steikið á pönnunni (paprika er mjög vinsæl á mínu heimili en þið getið sleppt henni ef þið kjósið frekar).
 4. Skerið hvern stöngul af smá maísnum í 3 hluta og steikið létt.
 5. Skerið hvítlauksgeirana smátt niður eða pressið með hvítlaukspressu og setjið á pönnuna, steikið í örstutta stund.
 6. Sprautið um það bil tæpum helmingi af Peanut&Coconut Thai Sauce frá deSIAM á pönnuna og steikið kjúklinginn upp úr sósunni.
 7. Hellið kókosmjólkinni út á og setjið karrý maukið út á, hrærið saman. Látið sjóða saman á lágum hita.
 8. Setjið hrísgrjónanúðlurnar í pottinn og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.
 9. Þegar núðlurnar eru soðnar setjiði þær þá á pönnuna og hrærið öllu saman, berið fram með lime sneiðum, salt hnetum og toppið með rauðu chilli kryddi.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben.

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Ofnbakaður kjúklingur

Ég var ekkert að gera þennan rétt flókinn en það er líka það sem mér líkar svo vel við þessa eldunaraðferð. Öllu er hent í einn pott og potturinn settur í ofninn, svo rúmum klukkutíma seinna er maturinn tilbúinn!

Ef þið hafið ekki ennþá smakkað Honey Garlic Rub frá Weber þá hreinlega verðið þið að gera það núna! Þetta krydd er það besta sem er til að mínu mati og gengur með nánast öllu. Hvort sem það er kjúklingur, lambalæri eða hamborgarar þá er þetta krydd líklegt til þess að gera matinn þinn að þeim besta sem þú hefur smakkað lengi.Heileldaður kjúklingur í potti

Heileldaður kjúklingur í potti

Heilgrillaður kjúklingur:

 • Heill kjúklingur
 • Honey garlic rub frá Weber
 • Sæt kartafla
 • 2 shallot laukar
 • 1 gul paprika
 • Rósakál

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 200ºC.
 2. Kryddið kjúklinginn vel með honey garlic rub frá weber (ekkert vera að spara það) og setjið hann í pottinn.
 3. Skerið allt grænmetið (fyrir utan rósakálið) niður í hæfilega stóra bita og setjið það í pottinn með kjúklingnum.
 4. Bakið kjúklinginn inn í ofni með lokinu á í klukkutíma, takið lokið af og haldið áfram að baka í 20-30 mín.

Heileldaður kjúklingur í potti

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Allar vörur sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Heitir og stökkir kjúklingavængir með gráðostasósu

Þessi uppskrift gefur ykkur stökka húð á kjúklingavængina eins og þeir væru djúpsteiktir. Lyftiduftið í uppskriftinni er einmitt það sem gefur vængjnum þessa stökku áferð og svo alls ekki gleyma því að setja það í kryddblönduna.

Frank’s RedHot Sauce er löngu orðin klassík og er algjört nauðsyn til að gera góða og sterka vængi. Það er smekksatriði hversu mikla sósu þarf að setja á vængina svo smakkið ykkur endilega til.

Ég mæli með að þið njótið kjúklingavængjanna með gráðostasósunni hér fyrir neðan, frönskum og ef til vill uppáhalds bjórnum ykkar.

einfaldir og fljótlegir hot wings

einfaldir og fljótlegir hot wings

einfaldir og fljótlegir hot wings

einfaldir og fljótlegir hot wings

Heitir og stökkir kjúklingavængir með gráðostasósu, uppskrift:

 • 1 bakki kjúklingavængir
 • 1 msk salt
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk heitt reykt paprikukrydd
 • 1 msk lyftiduft
 • Frank’s RedHot sósa

original-cayenne

Aðferð:

 1. Stilli ofninn á 220ºC.
 2. Byrjið á því að skera kjúklingavængina í sundur en það er gert með því að leggja vænginn saman og beina liðamótunum upp, skera á þau, leggja vænginn aftur niður og skera alveg í gegn.
 3. Blandið öllum kryddunum og lyftiduftinu saman, setjið kjúklingavængina og kryddið í stóra skál og veltið vængjunum vel upp úr kryddinu.
 4. Setjið smjörpappír á ofnplötu, leggið grind á ofnplötuna (ég nota grind sem er vanalea notuð til að kæla kökur en það er líka hægt að nota ofngrind) og raðið kjúklingavængjunum á grindina.
 5. Bakið vængina inn í ofni í um það bil klukkutíma og snúið vængjunum á 15-20 mín fresti.
 6. Takið vængina út úr ofninum og setjið þá í skál, hellið Frank’s Hot Wing’s sósu yfir og berið fram með gráðostasósunni.

Gráðostasósa

 • 125 ml majónes
 • 90 ml sýrður rjómi
 • 60 g gráðostur
 • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

 1. Hræðið majónesið og sýrða rjóman saman í skál.
 2. Brjótið gráðostinn smátt út í og hrærið saman við
 3. Kryddið með salt og pipar eftir smekk.

einfaldir og fljótlegir hot wings

einfaldir og fljótlegir hot wings

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa færslu fást í Kosti

Read More

Ranch kjúklingaréttur úr aðeins þremur hráefnum!

Uppskriftir gerast varla einfaldari en af þessum gómsæta og safaríka ranch kjúklingarétt. En hún inniheldur aðeins þrjú hráefni: kjúkling, ranch sósu og brauðteninga!

Ranch kjúklingur

Ranch kjúklingur, uppskrift:

 • 4 kjúklingabringur
 • 1 bolli ranch sósa
 • 2 bollar muldir brauðteningar

Aðferð:

 • Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC.
 • Byrjið á því að mylja brauðteningana og setjið í stóra skál
 • Setjið sósuna í aðra stóra skál.
 • Veltið hverri kjúklingabringu fyrst upp úr sósunni og svo vel upp úr brauðteninga mynslum þannig að þeir þekji bringuna.
 • Setjið bringurnar í eldfast mót og bakið í ofni í um það bil 45 mín eða þangað til þær eru eldaðar í gegn.

Ranch kjúklingur

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti.

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More

Hollar og matarmiklar tilbúnar súpur fást í Kosti

Kostur selur tilbúnar súpur sem eru framleiddar í hágæða eldhúsi einungis fyrir þá.

_mg_3374

Til eru þrennskonar mismunandi súpur, mexíkósk kjúklingasúpa, ungversk gúllassúpa og íslensk kjötsúpa.

Þær eru búnar til úr bestu fáanlegum hráefnum og innihalda ekki rotvarnarefi. Súpurnar eru mjög matarmiklar og innihalda mikið kjöt.

Það er rosalega þægilegt að keyta keypt tilbúnar, hollar og bragðgóðar súpur á hagstæðu verði þegar maður hefur ekki tíma til að elda sjálfur.

Það eina sem maður þarf að gera er að hita súpuna í potti, svo er mjög gott að bæta út í sýrðum rjóma, rifnum osti og snakki.

_mg_3345

Mér finnst fjölkorna snakkið frá Food Should Taste Good virkilega bragðgott snakk. Það inniheldur hörfræ, sesam fræ og quinoa án þess að vera „of hollt“ á bragðið. Það hentar því vel með súpum í hádegismat eða kvöldmat þegar maður vill frá holla og góða næringu. Snakkið er glútein frítt, vegan, lágt í sodium, inniheldur ekki kólestról og er ekki erfðabreytt.

_mg_3376

Ég vona að þið prófið þessar yndislegu súpur, þið verðið ekki vonsvikin!

Ykkar, Linda Ben

Read More

Ofnbakaður heill kjúklingur eldaður í einu fati með fullt af grænmeti

Galdurinn við þennan ofnbakaða kjúkling er að pensla smjöri yfir hann 2x á meðan hann er í ofninum, þannig hellst hann meira „djúsí“ og grænmetið verður rosalega gott.

Ofnbakaður heill kjúklingur eldaður í einu fati með fullt af grænmeti

Notið endilega það grænmeti sem þið eigið í þennan rétt og setjið eins mikið af því og þið viljið.

Ég mæli sterklega með að þið nælið ykkur í Kick’n Chicken kjúklingakryddið frá Weber næst í Kosti. Ég fæ alltaf hrós fyrir eldamennsku þegar ég nota það á heilann kjúkling, það er svo æðislega bragðgott!

Ofnbakaður heill kjúklingur eldaður í einu fati með fullt af grænmeti

Ofnbakaður heill kjúklingur eldaður í einu fati með fullt af grænmeti:

 • 1 heill kjúklingur
 • 1 sæt kartafla
 • Gulrætur
 • Sveppir
 • 1 rauðlaukur
 • 3 msk smjör
 • 1 sítróna
 • Steinselja
 • Salt og pipar
 • Kick’n chicken krydd frá Weber

Aðferð:

 1. Byrjið á því að stilla ofninn á 200ºC.
 2. Hreinsið kjúklinginn og kryddið hann að innan með salt og pipar.
 3. Skerið 1 sítrónu niður í sneiðar og setjið helminginn af sneiðunum inn í kjúklinginn.
 4. Kryddið kjúklinginn með salt, pipar og kick’n chicken kryddinu frá Weber.
 5. Setjið kjúklinginn inn í ofn.
 6. Flysjið sætu kartöfluna og gulræturnar. Skerið svo í bita stóra bita og þegar kjúklingurinn hefur verið inn í ofni í um það bil 20 mín þá setjiði þetta í fatið. Bræðið 2 msk af smjöri og penslið helmingnum yfir kjúklinginn í leiðinni.
 7. Skerið laukinn og sveppina niður og steikið upp úr 1 msk af smjöri á pönnu. Þegar kjúklingurinn hefur verið inn í ofni í um það bil 50 mín þá setjiði þetta inn í ofninn. Peslið afganginum af brædda smjörinu yfir kjúklinginn í leiðinni.
 8. Eldið kjúklinginn þangað til hann er tilbúinn. Tími fer eftir þyngd en það getur tekið um það bil klukkutíma til klukkutíma og korter. Til að athuga hvort hann sé tilbúinn þá er gott að skera í þykkasta hlutann af bringunni og ef glær vökvi kemur upp er kjúklingurinn tilbúinn.
 9. Setjið sítrónu sneiðar og steinselju í fatið og berið fram í fatinu.

Ofnbakaður heill kjúklingur eldaður í einu fati með fullt af grænmeti

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More

Fljótlegar kjúklingavefjur sem eru fullkomnar í nestið

Það getur sparað heilmikið að taka með sér nesti, auk þess að nestið getur oft á tíðum verið hollara en það sem maður kaupir sér út í búð. Hér gef ég ykkur uppskrift af gómsætum vefjum sem ég trúi að svíki engann þegar kemur að bragði og gæðum.

Fljótlegar kjúklingavefjur sem eru fullkomnar í nestið Fljótlegar kjúklingavefjur sem eru fullkomnar í nestið

Það er þægilegt að notast við frosna tilbúna kjúklingabita í þennan rétt því það er svo einfalt. Þessir frá CP Flaming’ Chicken Tenders eru alveg rosalega bragðgóðir og minna mig helst á einn frægan kjúklingastað sem þið þekkið alveg pottþétt en ég vil samt helst ekki nefna á nafn 😉

Fljótlegar kjúklingavefjur sem eru fullkomnar í nestið

Ég hef oft fjallað um vefjurnar frá Toufayan hér á blogginu en þetta eru lang bestu vefjur sem ég hef smakkað. Þær eru þunnar, þéttar og bragðmiklar. Maður finnur greinilega fyrir gæðunum í bragðinu. Ég elska svo að nota salatið frá organic girl aðallega vegna þess að það þarf ekki að þvo það, þannig slepp ég við að setja hálf rakt salat á matinn minn sem gerir það að verkum að maturinn er ferskari. Fljótlegar kjúklingavefjur sem eru fullkomnar í nestið

Ég nota svo ranch sósu frá Hidden Valley en hún kemur góðu jafnvægi á vefjuna á móti bragðsterku kjúklingabitunum. Það er alveg ótrúlega mikið sem maður getur notað ranch sósur í og því er sniðugt að kaupa svona stóra flösku af henni. Þið megið gera ráð fyrir að ég muni gefa ykkur aðra uppskrift á næstunni með ranch sósu, svo góð er hún.

Fljótlegar kjúklingavefjur sem eru fullkomnar í nestið

Fljótlegar kjúklingavefjur sem eru fullkomnar í nestið:

 • 8 stk Flaming chicken tenders
 • 2 toufayan glútein fríar vefjur
 • 1 avocadó
 • 2 lúkur spínat
 • 2 msk feta ostur
 • Hidden Valley Ranch sósa

Aðferð:

 1. Setjið kjúklinginn inn í 200°C heitann ofn í 20 mín.
 2. Smyrjið ranch sósunni á 2 vefjur.
 3. Setjið spínatið á vefjurnar.
 4. Skerið avocadóið niður og setjið á vefjurnar.
 5. Setjið kjúklinginn á vefjurnar og lokið vefjunum með því að brjóta upp hluta af vefjunni sem er lengst frá ykkur og rúllið henni svo upp á hliðinni. Þannig lokum við botninum á vefjunni þannig það leki ekki úr henni.
 6. Rúllið vefjunum inn í smjörpappír svo þær haldist lokaðar.

Fljótlegar kjúklingavefjur sem eru fullkomnar í nestið

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More

Fljótlegur og ljúffengur tælenskur „stir fry“ réttur

Simply Asia framleiðir hefðbundnar asískar matvörur, framleiddar í Asíu úr náttúrulegum hágæða hráefnum. Mikil ástríða fer í hverja vöru hjá þeim svo að við getum á auðveldan hátt eldað ljúffengan alvöru asískan mat heima hjá okkur.

Fljótlegur og ljúffengur tælenskur "stir fry" réttur

Ég notaðist við venjulega pönnu þegar ég gerði þennan rétt einfaldlega vegna þess að ég á ekki wok pönnu, en ef þið eigið hana til þá klárlega notið þið hana. Með wok pönnu stjórnar maður betur hvað maður vill steikja því hitinn er mestur í botninum á pönnunni en lægstur upp við kantana. Þannig þarf maður mögulega ekki að taka kjúklinginn af pönnunni á meðan maður steikir grænmetið eins og ég gerði.

Fljótlegur og ljúffengur tælesnkur "stir fry" réttur

Fljótlegur og ljúffengur tælenskur „stir fry“ réttur, uppskrift:

 • 2 kjúklingabringur
 • 1/2 pakki tælenskar núðlur úr brúnum hrísgrjónum
 • 1 poki Simply Asia, Stir fry sósa, spicy kung pao
 • 1 dós bambus
 • 1 dós baby corn
 • 1 gul paprika
 • 1 lítil brokkolí haus
 • 1 fljólublá gulrót

Aðferð:

 1. Byrjið á því að skera kjúklingabringurnar í bita stóra bita.
 2. Steikið þær upp úr olíu þangað til þær eru eldaðar í gegn (óþarfi að krydda bringurnar hér þar sem sósan gefur bragðið á eftir).
 3. Takið bringurnar af pönnunni og leggið til hliðar.
 4. Setjið vatn í pott og sjóðið.
 5. Opnið báðar dósirnar og hellið vatninu af.
 6. Skerið paprikuna og brokkolíið niður í litla bita.
 7. Steikið bambusinn, baby corn-ið, brokkolíið og paprikuna á pönnunni þangað til það er byrjað að brúnast svolítið.
 8. Á meðan grænmetið er á pönnunni þá ætti vatnið að vera farið að sjóða, þá setjið þitt núðlurnar í pottinn. Sjóðið þær þangað til þær eru orðnar linar en örlítið stökkar ennþá inní.
 9. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna ásamt sósunni og hrærið saman.
 10. Setjið núðlurnar á pönnuna og steikið þangað til þær eru tilbúnar og allt hefur blandast vel saman.
 11. Rífið fljólubláu gulrótina yfir réttinn.

Fljótlegur og ljúffengur tælesnkur "stir fry" réttur

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Allar vörur sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti.

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More