Bloody Mary á tvo vegu

Bloody Mary er klassískur kokteill sem margir þekkja nafnið á en jafnvel ekki eins margir sem hafa smakkað. Ég er allavega ein af þeim sem hafði ekki smakkað drykkinn almennilega áður fyrr en fyrir stuttu. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu góður drykkurinn var og skemmtileg tilbreyting frá sætu kokteilunum sem maður er vanur.

Það er skemmtilegt að skreyta Bloody Mary drykkina svolítið og gera þá virkilega flotta. Það er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að ráða för. Það er algengast að skreyta með sellerístilkum og lime en það er svona klassíska útlitið.

Bloody Mary á tvo vegu

Alveg frá grunni:

 • Fullt glas af klökum
 • 2 skot vodka
 • 4 skot lífrænn tómatsafi frá R.W. Knudsen
 • ½ skot sítrónu/lime safi
 • 8 dropar hot sauce
 • salt og pipar

Þægindin í fyrirrúmi:

 • Fullt glas af glösum
 • 2 skot vodka
 • 4 skot Bloody Mary Mix frá Tobasco

Skreytið drykkina með sellerístilkum, lime sneiðum, ólífum fylltum með jalapeno og tómötum eða hverju sem ykkur langar að nota.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Næringarbombu próteindrykkur

Bio-Synergy býður upp á ótrúlegt úrval af mismunandi próteinum þannig að allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að fá til dæmis glútein laust prótein, vegan prótein, prótein sem stuðlar að minni sykurlöngun og margt annað.

Ásamt próteininu framleiðir Bio Synergy líka kreatín, pre-workout, post-workout, fitubrennsluefni og vítamín. Ég er einmitt að prófa vítamínin frá þeim núna og finn strax fyrir aukinni orku og úthaldi á daginn.

Það er mjög mikilvægt að fá nóg af próteinum á hverjum einasta degi (eins og af flest öllum öðrum næringarefnum). Prótein er meðal annars mikilvægt til þess að byggja upp og gera við vöðvana í okkur eftir æfingar. Eins er það mikilvægt til þess að mynda mótefni fyrir ofnæmiskerfið okkar, hjálpar til við að flytja súrefnið í blóðinu okkar, búa til hormón og ensími sem stuðla að réttri meltingu og frásogi næringarefna, ásamt fjölmörgum öðrum mikilvægum hlutverkum.

Margir velta því fyrir sér hvort að prótein fæðubótaefni séu virkilega nauðsynleg og að mínu mati verður hver og einn að finna það hjá sjálfum sér. Miðað er við að meðal kona þurfi um 55-165 g af próteini á hverjum degi og meðal maður þurfi 70-210 g af próteini. Þörfin fer eftir hversu mikið manneskjan hreyfir sig og hvernig líkamsrækt hún stundar. Ef manneskjan á erfitt með að uppfylla sinni daglegu prótein þörf með þeim mat sem hún neytir dagsdaglega er prótein bætiefni æskilegt.

Ég er ein af þeim sem finn mun á mér þegar ég tek inn prótein bætiefni, ég finn fyrir aukinni orku yfir daginn, hárið mitt styrkist auk þess að ég er fljótari að jafna mig eftir ræktina. Ég reyni þó að búa mér til próteindrykki sem innihalda líka kolvetni og fitu, þar sem þau næringarefni eru ekki síður mikilvæg. Þá kemur þessi avocadó próteindrykkur sterkur inn, bæði næringarefna og bragðlega séð þar sem hann er alveg ótrúlega góður!

Næringarbombu próteindrykkur

 • 1 skeið Bio Synergy vanillu prótein
 • 1 avocado
 • Safinn úr ½ sítrónu, meir ef þið viljið hafa hann mjög súran
 • 2 dl frosið mangó
 • Vatn að MAX línu

Aðferð:

 1. Blandið öllum innihalsefnum saman í stórt Nutribullet glas og hrærið saman í stutta stund þangað til allt er orðið að drykk.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll innihaldsefni í þessa uppskrift fást í Kosti

 

Read More

Bleikur quinoa orkudrykkur

Quinoa borið fram kín-va. Quinoa er korntegund sem er fljótleg að elda og hægt að nota í margskonar rétti.

Quinoa er næringarríkt og er sérstaklega þekkt fyrir prótein innihald. Það inniheldur nefninlega fullkomna samsetningu af öllum níu nauðsynlegu amínósýrunum (byggingarefni próteins). Það er afar sjaldgjæft að þessi samsetning amínósýra finnist í plöntum. Quinoa inniheldur einnig góðan skammt af trefjum og járni.

Margir eru hræddir við að elda quinoa og var ég lengi á meðal þeirra. Það kom mér því á óvart þegar ég loksins ákvað að elda þetta hversu auðvelt það er. Þetta er mjög svipað og að elda hrísgrjón, svo ef þú getur eldað hrísgrjón áður þá geturu eldað quinoa! Það er soðið í potti í 1:2 hlutföllum á móti vatni (1 dl quinoa á móti 2 dl af vatni) í 17 mín.

Það er hægt að nota quinoa í ótal rétti. Sem meðlæti með öðrum mat, sem próteingjafi í salat og súpur, í hrákökur og eins og ég geri hér, í drykki! Ég mæli með að þið kynnið ykkur þetta holla kornmeti og borðið sem mest af því.

Bleikur quinoa orkudrykkur:

 • 1 banani
 • 2 dl hindber
 • 1 dl grískt jógúrt
 • 3 dl möndlumjólk (má skipta út fyrir vatn)
 • 2 dl soðið quinoa
 • 1 msk chia fræ

Öllu er blandað saman í Nutribullet glas og maukað þangað til úr verður drykkur.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni sem fjallað er um hér fást í Kosti

Read More

Hreinsandi Nutribullet drykkur

Hreinsandi drykkur

Ég nota Nutribullet tækið mitt alveg rosalega mikið. Að mínu mati er miklu þægilegra að nota Nutribullet heldur en venjulegan blandara vegna þess að drykkurinn er útbúinn í glasinu sem er drukkið úr. Þannig finnst mér líka auðveldara útbúa rétt magn af drykk, ég á það nefninlega til að gera alltof mikið af drykk ef ég nota venjulegan blandara.

Hreinsandi drykkur

Mjög sniðugt ráð fyrir þá sem vilja drekka grænmetis og ávexta drykki á morgnanna en hafa ekki tíma á morgnanna til að útbúa þá, er að raða ávöxtunum og grænmetinu í glasið kvöldið áður, loka því svo með þar til gerðu loki. Svo um morguninn er bara eftir setja glasið á tækið og setja svo lokið með stútnum á og taka drykkinn með sér í vinnuna.

Hreinsandi drykkur

Hreinsandi drykkur

 • 2 meðal stórar gulrætur
 • 2 græn epli, flysuð og kjarnhreinsuð
 • 1 lítil rauðrófa eða ½ stór
 • Þykkur 1 cm bútur af engifer
 • ½ kreist sítróna

Aðferð:

 1. Skolið alla ávextina og grænmetið.
 2. Flysjið og skerið ávextina og grænmetið í bita svo þeir komist í stórt Nutribullet glas.
 3. Fyllið glasið af vatnið upp á MAX línunni og setjið tækið í gang.
 4. Opnið glasið aftur og setjið nokkra klaka ofan í, setjið tækið aftur í gang.
 5. Ef þið viljið þá getiði sett drykkinn í annað glas eða drukkið beint úr Nutribullet glasinu.

Hreinsandi drykkur

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Nutribullet og öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Screen Shot 2016-02-08 at 10.15.57

Read More

Moscow Mule Kokteill með Bundaberg engiferöli

Þessi ferski og góði drykkur er einfaldur að útbúa. Mér finnst Bundaberg engiferölið best, ég einfaldlega helli smá vodka út í það og svo safa úr sítrusávexti að eigin vali. Margir setja lime safa í Moscow Mule en mér finnst jafnvel betra að setja blöndu af appelsínu og sítrónu safa. Endilega notið það sem þið eigið til!

Hefð er fyrir því að bera fram Moscow Mule í kopar bolla en það er þó alls engin regla.

Moscow Mule Kokteill

Moscow Mule

 • 4,5 cl vodka
 • 1,5 cl safi kreistur úr appelsínum eða sítrónum (má líka vera blanda)
 • U.þ.b. 1,5 dl Bundaberg engiferöl
 • Klakar
 • Sítrónu eða appelsínusneið

bundaberg-ginger-beer-e1437588348517-975x1024

Aðferð:

 1. Setjið vodka og appelsínu/sítrónu safa í kokteilglas.
 2. Fyllið glasið af muldum klökum.
 3. Hellið engiferöli yfir og setjið appelsínu eða sítrónusneið út á.

Moscow Mule Kokteill

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Bundaberg engiferölið fæst í Kosti

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More

Hollur og bragðgóður avokadó og peru drykkur

Þó svo að veturinn sé á næsta leiti þá er ekkert betra en ferskir og góðir ávaxtadrykkir, fullir af vítamínum og orku. Þú þarft aðeins 3 hráefni í þennan lúffenga drykk og þú nærð alveg örugglega að gera hann líka undir 3 mínutum, ásamt því að vaska upp ef þú notar Nutribullet. Einfalt, hollt og gott, þannig á lífið að vera!

Avocadó og peru drykkur

Hollur og bragðgóður avokadó og peru drykkur, uppskrift:

 • 1 Avokadó, steinhreinsað
 • 2 perur, flysjaðar og kjarnahreinsaðar
 • safi úr 1/2 sítrónu
 • Klakar

Aðferð:

 1. Steinhreinsið avokadóið og kjarnahreinsið perurnar. Setjið í stórt Nutribullet glas.
 2. Kreistið 1/2 sítrónu út á og fyllið upp að MAX línunni með klökum.
 3. Blandið saman í eins stutta stund og hægt er þannig að allir ávextirnir hafa maukast í drykk.

Avocadó og peru drykkur

Njótið vel!

Ykkar Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift og Nutribullet tæki fást í Kosti

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More

Grennandi Banana Próteindrykkur

Grennandi próteindrykkur

Það var að koma algjör snilldar vara frá Bob’s Red Mill en það eru heilsuaukandi prótein duft. Það er búið til úr einungis hollum og góðum hráefnum sem eru virkilega góð fyrir okkur, engin skaðleg aukaefni. Prótein duftið er frábært í hristinga og drykki, inniheldur 20 g af próteini í hverjum skammti ásamt trefjum. 240 mg af omega 3 fitusýrum, er ríkt af járni og hentar þeim sem eru vegan.

Grennandi próteindrykkur

Það sem er alltaf samt mikilvægast af þessu öllu er bragðið, því sjaldan endist maður við að borða eitthvað vont þó það sé hollt. En það er ljúft vanillu bragð af próteininu og ekkert vont aukabragð, sem er frábært!

Grennandi banana próteindrykkur

 • 1 Banani
 • 1 Appelsína
 • 1 msk chia fræ (valkostur)
 • ¹/3 bolli (3 msk kúfaðar) Vanillu próteinduft frá Bob’s Red Mill
 • Möndlumjólk upp að MAX

Aðferð:

 1. Setjið öll innihaldsefnin í Nutribullet glas eða blandara og blandið þangað til drykkur hefur myndast.

Grennandi próteindrykkur

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Bob’s Red Mill vörurnar fást í Kosti

Read More

Appelsínu og túrmerik drykkur sem bætir heilsu og útlit

Túrmerik hefur fjölmörg heilsubætandi áhrif. Það hefur verið sýnt fram á að það hafi bólguhamlandi áhrif á líkamann. Þannig stuðlar það að bættri geðheilsu, minni liðarverkjum, minnkar líkur á krabbameini, hefur góð áhrif á útlitið og margt fleira. Appelsínur og mangó eru meðal annars rík af C-vítamíni en það hefur einnig fjölmörg heilsubætandi áhrif.

Þessi drykkur er ekki bara hollur heldur alveg dásamlega góður líka!

Appelsínu og túrmerik drykkur sem bætir heilsu og útlit:

 • 1 appelsína
 • 1 mangó
 • hálfur lítill bútur af fersku túrmerik (um það bil 1,5 cm)
 • Vatn að MAX línunni

Aðferð:

 1. Afhýðið appelsínuna og mangóið.
 2. Rífið túrmerikið með rifjárni
 3. Setjið allt í lítið Nutribullet glas, fyllið að MAX línunni með vatni og blandið.

C vítamín drykkur sem bætir ónæmiskerfið

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þennan drykk fást í Kosti

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More

Andoxunar bomba – styrkir líkamann að utan sem innan

Þessi drykkur inniheldur mjög mikið magn andoxunarefna og vítamína. Bláberin eru þekkt fyrir mikið magn andoxunarefna sem styrkir húðina okkar og bætir útlit hennar. Chia og hempfræja blandan frá Carrington Farms er fullt af hollum fitum og próteinum, auk þess bætir hún meltinguna. Supergreen duftið frá Nutribullet er svo einstök blanda af helstu grænu ofurfæðutegundunum eins og til dæmis spirulina og hveitigras, einföld leið til að gera drykkinn ofur hollann og gómsætann.

Andoxunar bomba - styrkir að utan sem innan

Innihald:

 • 1 dl bláber
 • 1/3 gúrka
 • 1 lúka spínat
 • Chia og hempfræja blanda frá Carrington Farms
 • Supergreen duft frá Nutribullet
 • Vatn

Aðferð:

 1. Öllu blandað saman í Nutribullet glas eða annan blandara þangað til allt er orðið að vökva.

Andoxunar bomba - styrkir líkamann að utan sem innan

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Grænn drykkur fullur af næringu

_MG_5445 copyÉg hreinlega elska að útbúa mér til mismunandi drykki, möguleikarnir að góðum drykkjum eru bara of margir til þess að gera þann sama oft.

Jafnvægi ríkir í þessum drykk hvað varðar að hann inniheldur öll orkuefnin sem við þurfum á að halda: kolvetni, fitu og prótein. Svo er hann ríkur af andoxunarefnum og vítamínum.

_MG_5448 copy

Grænn próteindrykkur

 • 1 banani
 • 1/2 stórt avocadó
 • 1/3 búnt lífrænt brokkolí
 • 2 msk Superfood proteinboost frá Nutribullet
 • möndlumjólk fyllt upp að „MAX”

Öllum innihaldsefnum eru sett í miðstærðar Nutribullet glas og blandað vel saman.

Próteinið frá Nutribullet er mjög hátt í gæðum, það er aðeins unnið úr plöntum og hentar því þeim sem eru Vegan. Það er með vanillubragði og gerir því alla drykki alveg rosalega góða.

_MG_5455

Read More