Heilsusamlegur og fljótlegur morgunmatur

Morgunkornið Heritage O’s eru í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér! Það líkist venjulegu Cheerios-i nema hvað það er töluvert hollara þar sem það er trefjaríkara, inniheldur minni sykur, er lífrænt og inniheldur engin erfðabrætt efni eða sterkju.

Hringirnir eru stökkir og þéttari undir tönn en venjulegt Cheerios og virkilega gómsætir! Þeir eru ekki sætir en bragðið er ljúft og gott. Hringirnir haldast stökkir í mjólkinni og jógúrtinu þannig maður þarf ekki að flýta sér að borða eins og með mörg önnur morgunkorn sem verða slepjuleg eftir smá stund.

Hægt er að para hringina með hinum ýmsu mjólkurtegundum og jógúrtum. Mér persónulega finnst best að borða Heritage O’s með AB-mjólk og niðurskornum ferskum jarðaberjum ef ég á þau til.

Til gamans má nefna að sonur minn sem er tæplega 4 ára elskar Heritage O’s en hann lætur yfirleitt ekkert inn fyrir sínar varir nema það sé gott. Því getiði verið viss um að hér er á ferðinni gott og hollt morgunkorn.

Ef þið hafið prófað Heritage O’s væri gaman að heyra ykkar upplifun í athugasemd hér fyrir neðan!

Ykkar, Linda Ben.

Read More

Ofurhollur og góður morgunmatur

Það er fátt betra en að byrja daginn á góðum morgunverð, allur dagurinn verður bara mikið betri fyrir vikið.

Berin í Kosti eru alltaf fersk, stór og virkilega safarík sem henta fullkomlega í þennan graut. Ég mæli svo mikið með að þið prófið næst hafrana frá Bob’s Red Mill, þeir eru þéttir í sér og verða ekki slepjulegir þegar búið er að sjóða hafrana.

Hægt er að raða innihaldefnunum saman í hátt glas og mynda lög en svo er líka hægt að blanda öllu saman í skál, ykkar er valið. Þessi uppskrift gefur eitt glas.

Ofurhollur og góður morgunmatur:

 • 1 dl grófir hafrar frá Bob’s Red Mill
 • 2 dl vatn
 • 1 kúfuð tsk kókosolía
 • 1 msk kókos
 • ½ dl bláber
 • ½ msk chia fræ
 • 3 stk stór jarðaber, skorin niður í bita
 • ½ msk möndluflögur
 • 3 kirsuber

Aðferð:

 1. Setjið hafrana í pott og vatnið líka, sjóðið saman við þangað til grautur hefur myndast.
 2. Setjið kókosolíuna út í grautinn, leyfið grautnum að kólna örlítið.
 3. Skolið berin varlega, þerrið og skerið jarðaberin niður.
 4. Setjið kókosinn í botninn á háu glasi, bætið 1/3 af grautnum í glasið og setjið bláberin yfir.
 5. Setjið svo aftur 1/3 af grautnum í glasið, því næst chiafræin og jarðaberin.
 6. Setjið afganginn af grautnum í glasið, möndluflögur og toppið með kirsuberjum.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll innihaldsefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Girnilegt ávaxtasalat

Kostur er með mikið úrval af glænýjum, stórum og ferskum berjum og ávöxtum. Allt grænmeti og ávextir kemur nýuppskorið með beinu flugi til landsins sem þýðir að gæði grænmetisins og ávaxtanna eru í hæsta gæðaflokki.

Það er svo skemmtilegt að bera fram fallegt ávaxtasalat, börnin gjörsamlega elska þetta og fullorðna fólkið líka.

_MG_7529

Ég raðaði ávöxtunum í stóra Iittala skál sem er 36 cm í þvermál. Salatið nánast kláraðist allt í 50 manna veislu þar sem nóg var af öðrum veitingum.

Þetta ávaxtasalat var gert kvöldið fyrir veislu, geymt í ísskáp yfir nótt og var það mjög gott í veislunni sjálfri. Reyndar var vatnsmelónan sem ég notaði ekki mjög blaut og því gæti það haft áhrif. Ef þið eruð með mjög blauta vatnsmelónu þá gæti verið sniðugt að geyma það að raða salatinu saman fyrr en nokkrum tímum fyrir veislu.

Girnilegt ávaxtasalat

 • 1 Vatnsmelóna
 • 3 öskjur bláber
 • Stór askja jarðaber
 • 1 askja hindber
 • Steinlaus græn vínber, stór klasi

Aðferð:

 1. Byrjið á því að skola vatnsmelónuna og berin, þerrið allt mjög varlega en vandlega. Það er ekki gott að hafa berin blaut því þá verða þau slepjuleg og skemmast fyrr.
 2. Skerið vatnsmelónuna fyrst í helming og svo fjóra hluta hvern helming. Sneiðið svo fjórðungana langsum.
 3. Raðið vatnsmelónu sneiðunum í lengju þvert á alla skálina og 2/3 af restinni í skálina.
 4. Skerið græna af jarðaberjunum og svo í helming. Setjið jarðaberin í skálina ásamt hinum berjunum.
 5. Raðið restinni af melónusneiðunum sitt og hvað í skálina.
 6. Lokið skálinni með plastfilmu þangað til ávaxtasalatið er borið fram.

_MG_7528

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Einfalt og bragðgott french toast

Ég hreinlega verð að segja ykkur frá algjörri snilld sem ég var að uppgvöta.

Aunt Jemima er amerískt fyrirtæki sem er löngu orðið frægt í bandaríkjunum. Það er gaman að segja frá því að merkið var fyrst kynnt til sögunnar með pönnuköku mix árið 1889 eða fyrir 128 árum síðan og var því fyrst í sögunni að framleiða bökunarmix. Síðan þá hefur Aunt Jemima átt stóran stað í hjarta bandaríkjamanna.

Ásamt því að framleiða pönnuköku mix og pönnuköku síróp framleiðir Aunt Jemima eitt besta french toast sem ég hef smakkað. Ég viðurkenni það alveg að ég var ekki að búast við neinu sérstöku þegar ég keypti kassann en ég hreinlega varð að prófa. Brauðið var hreint út sagt alveg ótrúlega mjúkt, fluffý og æðislega bragðgott. Með Aunt Jemima french toast er ekkert mál að njóta dýrindis brunch heima án þess að hafa mikið fyrir eldamennskunni. Þetta gæti varla verið einfaldara en það eina sem þarf að gera er að taka brauðsneiðarnar úr umbúðunum og setja í ristavélina. Mér finnst best að rista hverja brauðsneið 2x til að gera hana smá stökka.

Ég mæli svo með að hafa það meðlæti með sem ykkur finnst best. Egg og beikon er klassískt og einfalt. Best þykir mér að elda beikonið í ofninum en þá stillir maður ofninn á 200°C, setur smjörpappír í ofnskúffuna, hann má ná vel yfir kantana á ofnskúffinni til að einfalda þrif á eftir. Raða svo beikoninu á smjörpappírinn og baka þangað til það verður stökkt. Eggjahræru finnst mér best að gera með því að setja 1-2 egg á mann í skál (heildar fjöldi fer eftir því hversu margir eru í mat), hræra eggin saman svo eggjarauður og eggjahvítur samlagast, hita meðalstóra pönnu og þegar hún hefur hitnað vel, hella eggjunum þá í pönnuna og þegar botninn á eggjunum hefur storknað, hræra þá varlega í botninum með sleif, halda þessu svo áfram þangað til allt er eldað í gegn. Þannig myndast stærri bútar af eggjahræru en ekki mauk. Gott er svo að hafa þá ávexti og ber sem ykkur finnst góð og auðvitað nóg af Aunt Jemima sírópi.

Ykkar, Linda Ben.

Aunt Jemima fæst í Kosti

Read More

Heilsusamlegar og vegan bláberjamuffins

Bláberjamuffins  Bláberjamuffins

Bláberjamuffins

Þessar bláberjamuffins eru virkilega mjúkar og djúsí. Þær eru alls ekki of sætar, innihalda heilhveiti og hafra og því mætti kalla þær hollar. Þær henta því vel sem morgunmatur um helgar til dæmis eða sem millimál.

Þessar muffins innihalda ekki dýraafurðir og því eru þær vegan.

Eggja staðgengillinn frá Bob’s Red Mill er virkilega vel heppnuð vara og er ég gríðarlega hrifin af henni eftir að hafa prófað. Ég blandaði duftinu saman við vatn samkvæmt upplýsingum aftan á pakkanum, 1 msk duft saman við 2 msk af vatni til að fá eitt egg. Ég var alveg ótrúlega hrifin af áferðinni en hún var eiginlega bara nákvæmlega eins og á eggi. Þó svo að ég hafi verið að búast við því að þetta væri góð vara þá fór þessi eggja staðgengill frá Bob’s Red Mill fram út björtustu væntingum!

Bláberjamuffins

Bláberjamuffins

Eins og alltaf þá mæli ég með því að nota muffins álbakka undir muffinsformin. Muffins kökurnar verða mikið fallegri fyrir vikið og halda frekar lögun í ofninum. Annað þægilegt tól sem ég nota þegar ég bý til muffins er þessi ísskeið sem sést á myndunum hér fyrir ofan. En með því að nota hana má koma í veg fyrir allskonar subbuskap sem fylgir því oft að gera muffins, auk þess að kökurnar verða allar jafn stórar.

Vegan bláberjamuffins

 • 250 g heilhveiti
 • 100 g ljós púðursykur
 • 75 g grófir hafrar
 • ½ tsk salt
 • 1 tsk matarsódi
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk vanillusykur
 • 1 ½ tsk kanill
 • ½ tsk negull
 • 2 tsk Egg replacer frá Bob’s Red Mill
 • 200 ml möndlumjólk
 • 75 ml sólblómaolía
 • 3 tsk hlynsíróp
 • 2 vel þroskaðir bananar
 • 100 g frosin eða fersk bláber

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 180°C.
 2. Hrærið öll þurrefnin saman.
 3. Hrærið 2 msk af Egg replacer frá Bob’s Red Mill saman við 4 msk vatn og leyfið því að taka sig þangað til áferðin verður lík eggjahræru.
 4. Hellið eggjunum saman við ásamt öllum öðrum hráefnum fyrir utan bláberin, blandið vel saman.
 5. Setjið bláberin út og hrærið varlega saman.
 6. Setjið muffinsform í muffins álbakka (hann heldur formunum uppréttum í ofninum svo kökurnar verða jafnar og fallegar) og skiptið deiginu á milli 12 forma.
 7. Bakið í 20-30 mín

Bláberjamuffins

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa færslu fást í Kosti

Read More

Orkukúlur með poppuðu amaranth

Amaranth eru pínulítil fræ sem eru mjög próteinrík og af steinefnum. Hægt að nota á marganhátt í matargerð. Hægt er að sjóða þau á svipaðan hátt og maður gerir við hrísgrjón en það er einnig hægt að poppa þau sem ég ákvað að gera í þessari uppskrift. Það gerir svo skemmtilega áferð að hafa poppuð amaranth fræ í svona hrákökum eða orkukúlum eins og ég kýs að kalla þessar hollu kúlur mínar.

Það er virkilega einfalt að poppa amaranth. Maður einfaldlega steikir þau á þurri pönnu í litlum skömmtum. Það tekur virkilega stutta stund því fræin eru svo lítil.

Gómsætar orkukúlur með poppuðu amaranth

Gómsætar orkukúlur með poppuðu amaranth

Orkukúlur með poppuðu amaranth

 • 90 g graskersfræ (skipt í tvo skammta)
 • 20 g amaranth frá Bob’s Red Mill
 • 80 g möndlur
 • 60 g ferskar döðlur (steinhreinsaðar)
 • 1 cm ferskt túrmerik eða ½ tsk túrmerik duft
 • ½ tsk kanill
 • 2 tsk hágæða sykurlaust kakó frá Hershey’s
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 msk hunang
 • appelsínusafi til að binda saman

Aðferð:

 1. Setjið 20 g af amaranth í skál, steikið eina teskeið í einu af amaranth á lítilli þurri pönnu (ekki nota olíu) sem er miðlung til mjög heit. Amaranth-ið fer fljótlega að poppa, hrisstið það svolítið til á pönnunni til að það poppist allt og passið að það brenni ekki (tekur 1-2 mín). Setjið poppaða amaranth-ið í skál og poppið afganginn eina teskeið í einu.
 2. Myljið 40 g af graskersfræjum í matvinnsluvél, setjið svo í skál og leggið til hliðar.
 3. Setjið 50 g af graskersfræjum, möndlur, poppaða amaranth-ið og möndlur í matvinnsluvél og maukið.
 4. Setjið túrmerik, kakó og kanil í matvinnsluvélina og blandið saman við.
 5. Hellið vanilludropum og hunangi út á og blandið.
 6. Hellið appelsínusafa út á, mjög lítið í einu, og blandið. Einungis setja safa þangað til allt klístrast saman en er samt mjög stíft ennþá.
 7. Hnoðið í bitastórar kúlur og veltið hverri kúlu upp úr muldu graskersfræjunum.

Gómsætar orkukúlur með poppuðu amaranth Gómsætar orkukúlur með poppuðu amaranth

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa færslu fást í Kosti

Read More

Heimagerður Graflax

Alveg frá því ég man eftir mér hefur pabbi minn alltaf keypt graflax á jólunum. Laxinn hefur yfirleitt verið í hádegismatinn á aðfangadag og jóladag, þess vegna finnst mér hann vera órjúfanleg hefð á jólnum. Það er einfaldara en maður heldur að gera sinn eigin graflax. Það er mjög skemmtilegt að gera sína eigin kryddblöndu til að grafa laxinn í og prófa sig aðeins áfram eftir smekk.
Graflaxinn geymist í allt að viku í ísskáp í loftþéttum umbúðum.

Heimagerður Graflax

Graflax

 • Stórt laxaflak
 • 200 g púðursykur
 • 200 g gróft salt
 • 1 msk fennelfræ
 • 1 msk sinnepsfræ
 • 1 msk timjan
 • Stórt búnt ferskt dill

Aðferð:

 1. Blandið saman púðursykri og salti í skál. Setjið blönduna jafnt yfir laxinn, pakkið honum inn í plastfilmu og setjið inn í ísskáp í 4 klst.
 2. Hellið saltblöndunni af laxinum og þurrkið það mesta af honum með eldhúspappír.
 3. Blandið saman fennelfræjum, sinnepsfræjum, timjani og helmingnum af dillinu. Leggið yfir laxinn og pakkið honum inn í plastfilmu. Hægt er að geyma laxinn svona inn í ísskáp í allt að fimm daga.
 4. Áður en hann er borinn fram er hann skreyttur með afgangnum af dillinu og svolítið af salti.

_mg_3192

Njótið vel!

Ykkar Linda Benediktsdóttir

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More

Gómsætt heimagert múslí

Þetta er æðislega gott múslí. Það er svolítið klístrað sem gerir áferðina svo góða. Ég vel að borða þetta æðislega múslí með laktósafrírri AB-mjólk frá Örnu en strákurinn minn elskar að borða það með  hempmjólk frá Pacific. Gómsæt og holl leið til þess að byrja daginn vel!

Undanfarið hef ég verið að nota kókos sykur frá Nutiva í allar uppskriftir sem krefjast sykur. Lyktin af kókos sykrinum er alveg rosalega góð, svolítið líkt karamellu. Mér finnst gott að nota lífrænann kókossykur í staðinn fyrir venjulega hvíta sykurinn og tel hann hollari kostinn. Hann inniheldur kalíum, magnesíum, sínk, járn og B-vítamín. Ég hef ekki tekið eftir því að hann breyti bragðinu mikið á matnum eða kökunum sem ég hef gert sem gerir þetta að fullkomnum staðgengli hvíta og unna sykursins.

Heimagert múslí

Gómsætt heimagert múslí, uppskrift:

 • 6 bollar haframjöl
 • 2 bollar kókosflögur
 • 1 bolli graskersfræ
 • 1 bolli möndluflögur
 • 1 bolli fínt saxaðar valhnetur
 • 2 bollar þurrkuð kirsuber, gróft söxuð
 • 1/2 bolli kókosolía
 • 1/4 bolli lífrænn kókossykur
 • 1/4 bolli hlynsíróp
 • 1/4 bolli hunang
 • 1 msk vanilludropar

Heimagert múslí

Aðferð:

 1. Blandið saman fyrstu sex innihaldsefnunum í skál.
 2. Takið seinustu fimm innihaldsefnin og setjið í pott, hitið á vægum hita þangað til sykurinn hefur bráðnað saman.
 3. Stillið ofninn á 165°C.
 4. Hellið vökvanum yfir þurrefnin og blandið vel saman. Setjið smjörpappír yfir ofnskúffu og hellið múslíinu yfir.
 5. Bakið múslíið í 20 mín og hrærið í allavega 1x á meðan það er í ofninum.

Heimagert múslíHeimagert múslí

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessari færslu fást í Kosti.

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More

Ávaxtasalat – Íslenski fáninn

Til að gera þetta fallega fána ávaxtasalat notaði skrautspegil úr IKEA en þeir eru mikið notaðir heima hjá mér undir skrautmuni og mat. Hægt er að nota hvaða ferhyrningslaga disk eða platta sem er. Magnið sem þið þurfið fer eftir því hversu stór diskurinn sem þið notið er.

Ávaxtasalat, íslenski fáninn, dressing

Ávaxtasalat, Íslenski fáninn:

 • 2 stórar öskjur af bláberjum
 • 1 stór askja af jarðaberjum
 • mini sykurpúðar

Aðferð:

 1. Skolið jarðaberin og bláberin vel og þurrkið þá á eldhúspappír.
 2. Raðið jarðaberjunum fyrst.
 3. Næst raðið þið bláberjunum.
 4. Dreifið sykurpúðunum á milli bláberjanna og jarðaberjanna.

Ávaxtasalat, íslenski fáninn, dressing

Með þessu fallega ávaxta salati gerði ég dressingu sem passar fullkomlega með og setur punktinn yfir i-ið þegar kemur að ávaxtasalötum.

Ávaxtasalats dressing, uppskrift:

 • 250 ml rjómi
 • 2 msk grískt jógúrt
 • safinn úr ¼ lime
 • 1 lúka mynta, smátt skorin

Aðferð:

 1. Þeytið rjómann.
 2. Blandið gríska jógúrtinu varlega saman við.
 3. Kreystið ¼ lime út á.
 4. Skerið lúku af myntu smátt niður og blandið saman við.

Ávaxtasalat, íslenski fáninn, dressing

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Allar vörur sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More

Glúteinfríar pönnukökur frá Bob’s Red Mill

Bob’s Red Mill er með alveg rosalega gott úrval af glúteinfríum vörum og þar á meðal allskonar mixum svo auðvelt er að útbúa glúteinfrían mat heima hjá sér.

Ég prófaði einmitt glútein fríar pönnukökur um daginn. Ég er ekki með glúteinóþol né neinn í fjölskyldu minni en þar sem við erum alltaf að leita af nýjum leiðum til að borða hollt fannst okkur kjörið að skella í þessar einn sunnudagsmorgninn.

Glúteinfríar pönnukökur frá Bob's Red Mill

Glúteinfríu pönnukökurnar voru mjög bragðgóðar, þær voru líka léttar og loftmiklar, bara eins og venjulegar pönnukökur. Áferðin var kannski svolítið eins og maður ímyndar sér heilhveiti pönnukökur.

Glúteinfríar pönnukökur frá Bob's Red Mill

Ég mæli virkilega vel með glúteinfríu pönnukökunum hvort sem fyrir fólk með glúteinóþol eða fólk sem er einfaldlega að leitast eftir hollari kostinu.

Ég gerði smávægilegar breytingar frá leiðbeiningunum aftan á pakkanum og því læt ég uppskriftina fylgja.

Glúteinfríar pönnukökur frá Bob’s Red Mill, uppskrift:

 • 1 ½ bolli Bob’s Red Mill Glúteinfrítt pönnukökumix
 • 1 stórt egg
 • 1 bolli mjólk
 • 1 msk bragðlítil olía
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð

 1. Blandið saman pönnukökumixinu, eggi, mjólk, olíu og vanilludropum.
 2. Hitið pönnu, stillið á vægan hita, setjið smá olíu á pönnuna.
 3. Steikið 1 dl af pönnukökudeigi í einu, snúið pönnukökunni við þegar mikið af loftbólum hafa myndast á pönnukökunni. Steikið á þeirri hlið þangað til hún er orðin gullin brún.
 4. Setjið þá ávexti sem þið viðjið ofan á pönnukökurnar, ég notaði banana og mangó. Mjög gott að setja svolítið hlynsíróp yfir líka.

 Glúteinfríar pönnukökur frá Bob's Red Mill

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More