Laxa og avocadó beygla

Kostur lætur framleiða fyrir sig virkilega góðar og vandaðar Amerískar beyglur. Beyglurnar eru framleiddar úr góðum hráefnum og koma í nokkrum tegundum. Í uppáhaldi hjá mér eru klárlega með sesam og birkifræjum þó svo að þessar klassísku standi alltaf fyrir sínu.

Beyglurnar eru mjög bragðgóðar, þéttar í sér og auðvelt að ná þeim í sundur sem skiptir að sjálfsögðu mjög miklu máli.

Laxa og avocadó beygla

 • 1 Beygla sem sesam og birkifræjum, tekin í tvennt og ristuð vel
 • Rjómaostur
 • Birkireyktur lax, skorinn í sneiðar
 • 1 avocadó, skorið í frekar þykkar sneiðar
 • Berja tómatar
 • Pipar

Aðferð:

 1. Ristið beygluna þangað til hún er byrjuð að brúnast vel, smyrjið hana svo með rjómaosti.
 2. Skerið laxinn og avocadóið í sneiðar, setjið á beygluna.
 3. Toppið með berja tómötum og pipar.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Heilhveiti samlokubrauð

Eitt sem ég tók eftir strax var hversu fallegar umbúðirnar eru af þessu heilhveiti frá Bob’s Red Mill!  Heilhveitið er 100% steinmalað úr heilum hveitifræjum þar sem passað er upp á að öll næringarefnin og trefjarnir séu í hveitimjölinu eftir mölun. Heilhveitið er próteinríkt og hentar því vel í allan brauðbakstur þar sem brauðið lyfir sér vel og verður mjúkt og loftmikið eftir bakstur.

Þetta brauð er fullkomið sem samlokubrauð, skorpan er ekki of hörð og brauðið er mjúkt og loftmikið inní. Þar sem það er einungis búið til úr heilhveiti er það næringarríkt og hollt fyrir okkur. Bragðið er milt og ljúft og passar því með nánast hvaða áleggi sem er.

  

Heilhveiti samlokubrauð

 • 175 ml volgt vatn
 • ½ bréf þurrger
 • 60 g brætt smjör
 • ½ dl hlynsíróp
 • 1,5 tsk sjávar salt
 • 7,5 dl heilhveiti

Aðferð:

 1. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna svolítið.
 2. Hrærið gerinu saman við vatnið og leyfið því að standa í 5-10 mín.
 3. Setjið hveitið í hrærivélaskál og blandið saltinu saman við.
 4. Blandið hlynsírópinu saman við smjörið. Til þess að flýta fyrir kólnun smjörsins er gott að hella því í skál og setja svo klakavatn í stærri skál og setja litlu skálina með smjörinu ofan í klakaskálina. Kælið smjörið þangað til það verður volgt.
 5. Hrærið gervatninu saman við hveitið ásamt smjörblöndunni. Setjið hnoðarann á hrærivélina og hnoðið deigið í nokkrar mín.
 6. Leyfið deiginu að hefast í tvo klukkutíma með viskustykki yfir.
 7. Smyrjið brauðform (eða setjið smjörpappír í formið sem ég vel yfirleitt að geri), rúllið deigið þannig það passi í formið, leyfið því að hefast í 1 klst lengur í forminu með viskustykki yfir.
 8. Kveikið á ofninum og stillið á 175ºC
 9. Bakið brauðið í um það bil 35 mín eða þangað til það er bakað í gegn og holt hljóð heyrist þegar það er bankað í það.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll innihaldsefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Hvítlauks baguette

Ég hef aldrei verið mikið fyrir frosið hvítlauksbrauð, mér hefur alltaf fundist það ferlega óspennandi og alls ekki bragðgott.

Ég kynntist svo brauðinu frá Valerian en það er handgert baguette með hvítlaukssmjöri. Það er framleitt úr hágæða hráefnum og án allra aukaefna. Það er lang besta frosna hvítlauksbrauð sem ég hef smakkað! Það er svo gott að ég ákvað að gera sér bloggpóst bara um það!

Valerian hvítlauksbrauðið jafngildir gæðum þess sem maður kaupir nýbakað í bakaríi. Skorpan er stökk og brauðið er loftmikið og létt að innan. Hvítlaukssmjörið sem er notað er fullt af góðum kryddjurtum og því er smurt jafnt inn í brauðið. Að auki er brauðið gullfallegt eins og vonandi skilar sér hér á myndunum!

Þetta hvítlauksbrauð er ólíkt öllum þeim sem maður er vanur að taka úr frystikistum stórmarkaða hér á Íslandi.

Hvítlauksbrauðið hentar vel með fjölmörgum réttum og er algjörlega eitthvað sem maður ber fram í matarboði með stolti.

Ég vona að þið smakkið handgerða, hágæða hvítlauksbrauðið frá Valerian!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Hvítlauksbrauðið fæst í Kosti

Read More

Orkumikið hollt brauð

  orkumikið hollustu brauð

Þetta brauð er þétt og orkumikið en á sama tíma virkilega mjúkt og bragðgott.

orkumikið hollustu brauð

Það sem mér finnst best við þetta brauð er að það er mjög fljótlegt því það þarf ekki að hefast og þarf ekki að nota hrærivél við að búa það til.

orkumikið hollustu brauð

Hægt er að setja fleiri fræ tegundir í það ef vilji er fyrir hendi eða skipta út graskersfræjunum fyrir önnur ef ykkur finnst það betra.

orkumikið hollustu brauð

Orkumikið hollt brauð

 • 3 dl möndlumjöl frá Bob’s Red Mill
 • 3 dl gróft hveiti frá Pillsbury
 • 3 dl grófir hafrar frá Bob’s Red Mill
 • 1,5 dl graskersfræ
 • 1 tsk sjávarsalt
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 msk hunang
 • 3 dl ab-mjólk
 • 2 dl heitt vatn

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 190°C
 2. Blandið öllum þurrefnum saman.
 3. Setjið hunang og ab-mjólk út á og blandið saman við.
 4. Setjið vatnið út á í nokkrum hlutum og blandið saman jafn óðum, það er möguleiki á að þið þurfið annað hvort aðeins minna eða aðeins meira vatn.
 5. Setjið smjörpappír í brauðform og hellið deginu í formið.
 6. Bakið í um það bil 45 mín.

orkumikið hollustu brauð

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Bob’s Red Mill og öll önnur hráefni í þessari færslu fást í Kosti.

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More

Krusteaz graskers og krydd fjölnota mix

Krusteaz graskers krydd fjölnota mixið er mjög bragðgott og sniðugt. Hægt er að búa til allskonar góðgæti út frá grunn mixinu. Eins og til dæmis pönnukökur, smákökur, brauð og vöfflur. Bragðið af mixinu er æðislegt, kryddað og ljúft.

_mg_3257

Það er alveg ótrúlega einfalt að búa til dýrindis góðgæti með þessu mixi. Stráknum mínum langaði mikið að gera smákökur og skreyta þær með kökuskrautinu frá Wilton sem hann valdi sér í Kosti. Ég ákvað því að nota Krusteaz mixið og búa til smákökur úr því. Uppskriftin af þeim er aftan á kassanum en ég einfaldlega bætti við ½ bolla af mjúku smjöri og einu eggi út í mixið og gerði kúlur úr því. Mér finnst best að notast við sílikon motturnar úr Kosti við að gera smákökur. Á henni eru hringir þannig það er auðveldara að gera smákökurnar jafn stórar og láta þær ekki klessast saman í ofninum. Strákurinn minn skemmti sér konunglega að skreyta smákökurnar eins og sjá má og var mjög stoltur af fallegu smákökunum sínum. Smákökurnar voru smá stökkar en svo seigar undir tönn, akkurat eins og maður vill hafa þær.

_mg_3264

_mg_3268

_mg_3275

_mg_3279

_mg_3288

Ég gerði líka brauðið og fyrirhöfnin gat hreinlega ekki verið minni. Það var algjör óþarfi að nota hrærivél og því notaði ég einungis skál og gaffal þess að blanda saman hráefnunum. Uppskriftin af brauðinu stendur líka aftan á kassanum en ég einfaldlega bætti út í 2/3 bolla af vatni, ½ bolla bragðlítilli olíu og tveimur eggjum. Setti deigið svo í brauðform og setti valhnetur ofan á deigið. Brauðið er svo bakað í um það bil 55 mín. Það var svo dúnamjúkt og gómsætt þegar það kom út úr ofninum, alveg æðislega gott!

_mg_3302

Ég vona að þið prófið þetta bragðgóða mix frá Krusteaz og njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Krusteaz mixið og kökuskrautið frá Wilton fæst í Kosti

Read More

Fullkomið bananabrauð

Ég nota mjög mikið af þroskuðum bönunum í að baka og er þá bananabrauðið mitt í miklu uppáhaldi. Ég er núna búin að fullkomna bananabrauðið, það er guðdómlega gott, svo mjúkt og yndislegt, alveg himneskt!

Bananabrauð

Góð leið til að láta banana þroskast hraðar er að setja þá í hýðinu inn í frysti og láta þá frjósa alveg í gegn. Þeir eru svo teknir úr frystinum og látnir afþyðnast, þá eru þeir orðnir að dísætu mauki að innan og fullkomnir í bakstur.

 • 4 vel þroskaðir bananar
 • 60 g brætt smjör
 • 1 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 120 g sykur
 • 190 g hveiti
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk kanill
 • 240 ml ab-mjólk
 • 1 banani (má sleppa)

Aðfer:

 1. Stillið ofninn á 175ºC.
 2. Bræðið smjörið og kælið það niður.
 3. Setjið bananana í hrærivélina og hrærið þangað til þeir eru fullkomlega maukaðir.
 4. Hellið smjörinu út í banana ásamt eggi, sykri og vanilludropum.
 5. Blandið saman í aðra skál hveiti, salti, matarsóda og kanil.
 6. Blandið því saman við bananablönduna og hellið ab-mjólkinni svo út í hægt og rólega.
 7. Hellið deiginu í brauðform sem hefur verið klætt með smjörpappír. Ef þið viljið þá getið þið sett banana ofan á brauðið sem skraut en þið megið sleppa því.
 8. Bakið brauðið í um það bil klukkutíma eða þangað til brauðið er bakað í gegn.

Bananabrauð

Njótið vel!

Ykkar Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti.

Screen Shot 2016-02-08 at 10.15.57

Read More

Einföld humarsúpa

Fljótleg sjávarrétta súpa með súpugrunni frá Pacific

Súpan frá Pacific er algjör snilld þegar útbúa á rosalega góðan og fljótlegan kvöldmat. Ég gerði mér sjávarrétta súpu með Pacific papriku og tómat súpugrunn. Það tók um 10-15 mín að gera kvöldmatinn það kvöldið og fjölskyldan öll var alveg gríðarlega ánægð með matinn.

Einföld humarsúpa

Hægt er að aðlaga þennan súpu grunn að því sem hugurinn girnist. Til dæmis gæti ég trúað það kæmi mjög vel út að gera mexíkóska kjúklingasúpu líka úr þessum grunni. Það er eitthvað sem mig langar að prófa næst.

Einföld humarsúpa

Fljótleg sjávarrétta súpa með súpugrunni frá Pacific

 • 1 ferna papriku og tómatsúpa frá Pacific
 • 500 g humar, rækjur, kræklingar eða annað sem ykkur finnst gott.
 • 2 dl hvítvín
 • 3 stk fiskiteningar
 • 250 ml rjómi

Aðferð:

 1. Hitið Pacific súpugrunninn í meðal stórum potti.
 2. Bætið út í súpuna 200 ml hvítvíni, rjóma, 100 ml í einu og 1 fiskitening í einu. Smakkið á milli þess sem þið setjið fiskitening og rjóma út í svo þið setjið ekki of mikið fyrir ykkar smekk.
 3. Leyfið súpunni að sjóða létt í 5 mín, setjið sjávarafurðinar út í súpuna og leyfið þeim að sjóða þangað til þær eru tilbúnar (u.þ.b. 5 mín)

Einföld humarsúpa

Ég mæli með að bera súpuna fram með góðu brauði eins og til dæmis focaccia brauði eins og ég geri hér.

_MG_1450

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

cropped-Screen-Shot-2016-02-08-at-10.15.57.png

Read More

Ilmandi gott ólífubrauð

Söltu ólífurnar og ilmandi hvítlaukskryddið gefa þessu brauði alveg dásmlega dýpt. Skorpan á þessu brauði er stökk og góð, brauðið er svo mjúkt og bragðmikið.

Ólífubrauð eru til dæmis mjög góð sem snittubrauð með pestó og öðru áleggi en svo er líka mjög gott að hafa það með góðri súpu.

Ólífu brauð uppskrift

Ólífu brauð uppskrift

Hvítlaukskryddið frá Johnny’s er mjög mikið notað á mínu heimili. Það inniheldur hvítlauk, parmesan ost, salt og steinselju meðal annars. Kryddið er virkilega gott og gefur æðislegt hvítlauks bragð. Það gerir einhvernveginn allan ítalskan mat betri, þið bara verðið að prófa!

Ólífu brauð uppskrift

Ólífubrauð uppskrift:

 • 1 ½ tsk þurrger
 • 2 ½ dl vogt vatn
 • 5 ½ dl hveiti
 • 1 tsk Johnny’s hvítlauks krydd
 • 2 msk ólífuolía
 • 1 ½ dl steinlausar ólífur

Ólífu brauð uppskrift

Aðferð:

 1. Setjið gerið ofan í volga vatnið, blandið saman og látið standa í 10 mín.
 2. Blandið saman hveitinu og kryddblöndunni.
 3. Setjið gerblönduna út í hveitið og hnoðið saman.
 4. Bætið ólífuolíunni út í deigið og hnoðið í 5 mín.
 5. Bætið ólífunum í deigið varlega.
 6. Látið hefast í 1 klst á volgum stað.
 7. Hnoðið brauðhleifinn eins og þið viljið baka hann, setjið á smjörpappír, breiðið hreinu viskustykki yfir og látið hefast í 1 klst á volgum stað.
 8. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C. Þegar ofninn er orðinn heitur þá setjið þið 1 bolla af vatni ofan í ofnskúffu neðst í ofninn, setjið svo brauðið strax inn á annari ofnplötu og bakið í um það bil 30 mín eða þangað til það er orðið gullið brúnt.

Ólífu brauð uppskrift

Ólífu brauð uppskrift

Ólífu brauð uppskrift

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Johnny’s kryddblandan fæst í Kosti! 🙂

Screen Shot 2016-02-08 at 10.15.57

Read More

Bob’s Red Mill glúteinlaus heilkorna brauðsblanda

 FullSizeRender-4

Bob’s Red Mill glúteinlaus heilkorna brauð blanda er sérstaklega hönnuð fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir glúteini. Brauðið er bragðgott auk þess að vera fullt af heilkornum og fræjum. Mjölblandan í brauðinu er mjög næringarrík, full af vítamínum, steinefnum og trefjum.
IMG_2674
Glúteinlaust heilkorna brauðFullSizeRender-3-2
 • Bob’s Red Mill glúteinlaus heilkorna brauðs blanda
 • 1 3/4 bolli volgt vatn
 • 1/4 bolli olía
 • 2 egg
 • 1 tsk epla edik
Byrjað er á að hella blöndunni í skál. Takið ger bréfið úr blöndunni og hellið henni út í volgt votn og leyfið gerinu að leysast upp í 5 mín. Blandið olíu, eggjum, epla ediki og gerinu út í blönduna. Setjið smjörpappír ofan í brauðform og hellið deiginu í brauðformið. Setjið plastfilmu yfir og leyfið brauðinu að hefa sig í 45 mín. Stillið ofninn á 190°C og þegar ofninn hefur náð réttu hitastigi þá setjiði brauðið inn í um það bil 60 mín eða þangað til það er bakað í gegn.
IMG_2668

Read More

Hvítt glúteinlaust brauð frá Bob’s Red Mill

_MG_4034

Kornframleiðandinn Bob’s Red Mill hefur útbúið æðislegt brauðmix fyrir þá sem kjósa að neita ekki glúteins og reyndar líka fyrir okkur öll hin. Brauðið hvítt og er eitt það bragðbesta glúteinlausa brauð sem ég hef smakkað. Það er mjúkt og loft mikið, bara svona akkurat eins og brauð eiga að vera._MG_4056

_MG_4076

Aftan á pakkanum eru nákvæmar leiðbeiningar til þess að útbúa brauðið, ég fylgdi þeim eftir, lét það hefast vel og fékk þetta dásamlega, að mínu mati, fullkomna brauð.

Með brauðinu ákvað ég að fá mér tilbúinn hummus með paprikubragði frá Pacific. Ég var mjög ánægð með það. Hummusinn kemur tilbúinn í pakkningunni og það eina sem ég þurfti að gera var að hræra lítillega í honum og hella í fallega skál.

_MG_4102

Þetta brauð hentar líka vel til þess að gera hamborgarabrauð eða pizzubotn. Þannig er komin leið fyrir þá sem neyta ekki glúteins að geta fengið sér hamborgara, pizzu eða annað sem hugurinn girnist.


Read More