Bragðmikill spagettí réttur eldaður í einum potti

Shur Fine matvörurnar eru góðar vörur á virkilega góðu verði. Þessi réttur er fullur af hollustu, mettar alla vel og uppfyllir kröfuhörðustu nautnaseggi hvað varðar bragð. En það besta er hvað rétturinn ódýr.

Bragðmikill spagettí réttur eldaður í einum potti

 • Laukur
 • 1,5 box af sveppum
 • 1 gul paprika
 • ¼ tsk chilli flögur
 • salt og pipar
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 600 ml grænmetissoð
 • 300 g spagettí
 • 200 g spínat
 • parmesan ostur

Aðferð:

 1. Skerið laukinn, sveppina og paprikuna niður í frekar smáa bita, steikið grænmetið á djúpri pönnu  eða potti við meðal láan hita í um það bil 5 mín. Kryddið grænmetið með chilli flögum, salti og pipar.
 2. Hellið tómötunum og soðinu út í pottinn, hrærið saman og setjið pastað út í, setjið lokið á og sjóðið.
 3. Þegar spagettíið hefur soðið í um það bil 5 mín, setjiði þá spínantið út ofan í pottinn, sjóðið saman þangað til spagettíið er tilbúið.
 4. Rífið parmesan ost yfir réttinn og berið fram.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þennan rétt fást í K0sti