Bloody Mary á tvo vegu

Bloody Mary er klassískur kokteill sem margir þekkja nafnið á en jafnvel ekki eins margir sem hafa smakkað. Ég er allavega ein af þeim sem hafði ekki smakkað drykkinn almennilega áður fyrr en fyrir stuttu. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu góður drykkurinn var og skemmtileg tilbreyting frá sætu kokteilunum sem maður er vanur.

Það er skemmtilegt að skreyta Bloody Mary drykkina svolítið og gera þá virkilega flotta. Það er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að ráða för. Það er algengast að skreyta með sellerístilkum og lime en það er svona klassíska útlitið.

Bloody Mary á tvo vegu

Alveg frá grunni:

  • Fullt glas af klökum
  • 2 skot vodka
  • 4 skot lífrænn tómatsafi frá R.W. Knudsen
  • ½ skot sítrónu/lime safi
  • 8 dropar hot sauce
  • salt og pipar

Þægindin í fyrirrúmi:

  • Fullt glas af glösum
  • 2 skot vodka
  • 4 skot Bloody Mary Mix frá Tobasco

Skreytið drykkina með sellerístilkum, lime sneiðum, ólífum fylltum með jalapeno og tómötum eða hverju sem ykkur langar að nota.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti