Fljótleg og einföld Thai súpa með núðlum

Pacific súpurnar eru án allra rotvarnarefna, eru lífrænar og aðeins úr náttúrulegum hráefnum. Það er dásamlegt að geta stytt sér leið í eldamennskunni án þess að þurfa fórna heilbrigðum lífstíl.

Thai sætkartöflu súpa frá Pacific er mjög góð beint úr fernunni en þar sem við vorum mörg í mat þá ákvað ég að nota hana sem súpugrunn og gerði meiri úr henni og matar meiri. Útkoman var hreint út dásamleg!

Fljótleg og einföld Thai súpa með núðlum:

 • Thai sætkartöflu súpa frá Pacific
 • 1 dós létt kókosmjólk
 • 250 ml kjúklingasoð
 • 1 – 2 kjúklingabringur
 • 1 tsk gult karrý paste
 • 1 msk fiskisósa
 • 50 – 100 g núðlur

Aðferð:

 1. Byrjað er á því að skera kjúklingabringurnar í smáa bita, krydda með salt og pipar og steikja svo á pönnu þangað til hann hefur lokast.
 2. Hellið súpunni frá Pacific í pottinn ásamt kjúklingasoðinu og kókosmjólkinni, sjóðið saman.
 3. Kryddið súpuna með karrý paste-i og fiskisósu eftir smekk.
 4. Bætið núðlunum útí og sjóðið þangað til þær eru tibúnar.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Read More

Dásamleg vegan Key lime ostakaka sem allir elska

Key lime ostakakan frá Daiya bragðast virkilega vel. Lime bragðið er ríkjandi og fágað. Áferðin á kökunni er þannig að þér hefði aldrei dottið í hug að kakan væri mjólkurlaus og laus við allskonar ofnæmisvalda. Nánar tiltekið er kakan laus við mjólkurvörur, glútein, soja, egg, hnetur, fisk og skelfisk.

Daiya er þekkt merki fyrir að framleiða virkilega góðan mat og eftirrétti sem eiga að líkja eftir réttum með mjólkurafurðum í eins og til dæmis osta og jógúrt. Allar vörurnar frá Daiya innihalda engin gervi bragðefni,  öll innihaldsefnin eru náttúruleg.

 

Það sem þú þarft í þennan æðislegan vegan eftirrétt er:

 • 1 stk Daiya Key Lime ostakaka
 • 1 bakki fersk hindber
 • 2 lime
 • So Delicious Cocowhip

Áður en ég bar Daiya ostakökuna fram skreytti ég hana með hindberjum, myntulaufi og lime sneiðum sem skraut.

Til þess að ná útlitinu á þessari köku eins og ég skreytti hana er mikilvægt er að skola hindberin varlega og þerra þau vel án þess að merja þau. Raða þeim svo varlega á köku brúnina. Næst þar að skera 2 lime í þunnar sneiðar, raða sneiðunum svo á kökuna og þrísta létt á kökurna svo sneiðin festist inn í kökunni. Seinast þarf að setja falleg myntulauf í miðjuna á kökunni.

Með kökunni hafði ég vegan kókos rjóma frá So Delicious Cocowhip sem er alveg ótrúlega góður! Það væri hreinlega hægt að borða hann einan og sér sem ís, það góður er hann. Til þess að ná Cocowhipinu sem bestu þarf að láta það afþiðna inn í ísskáp í fjóra tíma áður en það er borið fram.

Ég mæli mjög mikið með þessum eftirrétti fyrir alla. Það þarf alls ekki að vera vegan til þess að finnast þessi eftirréttur æðislega bragðgóður.

Allar vörur sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Ljúffengir „kjúklinga“ borgarar

Udi’s er eitt fremsta glúteinlausa matvöru merkið í Bandaríkjunum. Merkið er þekkt fyrir fyrst og fremst bragðgóðar matvörur sem eru glúteinlausar og næringarríkar. Ég var því ótrúlega spennt að smakka þegar ég sá það í Kosti um daginn.

Markmið Udi’s er að vera með bestu glútein lausu matvörur á jörðinni. Þau framleiða bragðgóðar vörur sem fylla magann og hlýja sálinni um leið. Udi’s hafa fengið fjöldan allan að verðlaunum fyrir matvörur sínar sem þið getið lesið meir um hér.

Ég verð að segja að Udi’s hafa klárlega náð markmiðum sínum þar sem þessi hamborgarabrauð voru gríðarlega góð! Burt séð frá því að þau eru glúteinlaus þar sem ég borða líka hamborgarabrauð með glúteini þá vorum ég og maðurinn minn yfir okkur hrifin.

Inn í hamborgarabrauðin setti ég kjötlausa borgara sem líkjast kjúklingaborgurum. Bragðið af borgurunum er hreint út sagt æðislegt. Mæli ég mikið með þeim!

Glútein- og kjötlausir „kjúklinga“ borgarar:

 • Udi’s glúteinlaust hamborgarabrauð
 • Salsa sósa
 • Salat
 • Avocadó skorið í sneiðar
 • Gul paprika

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
 2. Eldið borgarann samkvæmt leiðbeiningum.
 3. Hitið hamborgarabrauðin inn í ofni í 5 mín, reynið að miða tímann út þannig að brauðin og borgararnir eru tilbúnir á sama tíma.
 4. Skerið grænmetið niður, raðið því á borgarana og setjið salsa sósu með.
 5. Njótið!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Grillaður kjúklingur í kóreiskri bbq marineringu

We Rub You er kóreisk bbq sósa og marinering, þær koma í tveimur mismunandi tegundum, orignal og spicy. Orinal sósan er fjölskyldu uppskrift sem inniheldur soja sósu, epla safa, hvítlauk og engifer. Sósurnar eru framleiddar í bandaríkjunum í litlum einingum út náttúrulegum vegan hráefnum. Sósurnar innihalda ekki MSG, high fructose cornsyrup eða gervibragðefni. Sósurnar eru svo að sjálfsögðu glútein fríar.

Sósan er alveg virkilega bragðgóð og kemur skemmtilega á óvart. Alveg virkilega góð tilbreyting frá hefðbundnu bbq sósunum. Að sjálfsögðu er hægt að nota hvaða kjöt sem er með þessum sósum.


Grillaður kjúklingur í kóreiskri bbq marineringu

 • 4 kjúklingabringur
 • We Rub You orginal kóreisk bbq marinering
 • Ananas
 • Kóríander
 • Berja tómatar
 • Laukur
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Leggið kjúklingabringunar í marineringu, látið standa ef þið hafið tíma en annars getiði sett þær beint á grillið. Grillið bringurnar í um það bil 20 mín. Smyrjið meira af marineringunni á bringurnar þegar þær fara að verða tilbúnar til að fá meira kikk.
 2. Skerið ananas og lauk í litla bita, bætið kóríander og tómötum út á, leggið ofan á bringunar.
 3. Kryddið með salt og pipar ef þið viljið.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa færslu fást í Kosti

Read More

Snickers baka með kókos karamellum

Í þessa snickersböku notaði ég vegan karamellur sem eru framleiddar úr kókosmjólk. Karamellunar eru alveg hrikalega góðar og algjörlega nýja uppáhaldið mitt! Ekki er verra að þær eru lífrænar, innihalda ekki GMO, innihalda ekki glútein og eru gerðar algjörlega án mjólkurafurða!

Snickers baka með kókos karamellum:

 • 2 dl möndlumjöl frá Bob’s Red Mill
 • 2,5 dl hveiti
 • 2 msk lífrænn púðursykur
 • ¼ tsk salt
 • 115 g kalt smjör, skorið í litla bita
 • 3 msk ískalt vatn
 • 2 pokar Cocomels karamellur
 • 2 dl salt hnetur
 • 200 g súkkulaði
 • 2 msk hnetusmjör

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á undir+yfir hita 180°C.
 2. Í skal blandið saman möndlumjöli, hveiti, púðursykri og salti.
 3. Setjið svo smjörið út í og hnoðið saman við þangað til áferðin verður eins og af blautum sandi. Bætið við vatni þangað til deigið límist saman.
 4. Smyrjið 20 cm bökuform og þrýstið deiginu ofan í, gatið það með gafli út um allt til þess að það myndist ekki loftbólur í því. Bakið í 18-20 mín.
 5. Bræðið kókos karamellurnar í potti eða í örbylgju en passið að þær sjóði ekki (ef þær sjóða þá verður karamellan alltof hörð þegar hún stirnar aftur) og blandið salt hnetunum saman við. Hellið karamellunni í bökuna.
 6. Bræðið saman súkkulaðið og hnetusmjörið yfir vatnsbaði, hellið súkkulaðinu yfir karamelluna í bökunni. Kælið í ísskáp í um það bil 2 tíma eða þangað til súkkulaðið hefur storknað. Skreytið kökuna að vild.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Laxa og avocadó beygla

Kostur lætur framleiða fyrir sig virkilega góðar og vandaðar Amerískar beyglur. Beyglurnar eru framleiddar úr góðum hráefnum og koma í nokkrum tegundum. Í uppáhaldi hjá mér eru klárlega með sesam og birkifræjum þó svo að þessar klassísku standi alltaf fyrir sínu.

Beyglurnar eru mjög bragðgóðar, þéttar í sér og auðvelt að ná þeim í sundur sem skiptir að sjálfsögðu mjög miklu máli.

Laxa og avocadó beygla

 • 1 Beygla sem sesam og birkifræjum, tekin í tvennt og ristuð vel
 • Rjómaostur
 • Birkireyktur lax, skorinn í sneiðar
 • 1 avocadó, skorið í frekar þykkar sneiðar
 • Berja tómatar
 • Pipar

Aðferð:

 1. Ristið beygluna þangað til hún er byrjuð að brúnast vel, smyrjið hana svo með rjómaosti.
 2. Skerið laxinn og avocadóið í sneiðar, setjið á beygluna.
 3. Toppið með berja tómötum og pipar.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti

Read More

Lífrænt túrmerik og engifer te

Buddha te er fyrir þá sem setja kröfur og vilja aðeins það besta. Buddha te framleiðir te í sátt og samlyndi við náttúruna. Lífspeki Buddha Teas er að gera te sem seðja meira en bara þorsta. Þau nota aðeins bestu hráefni í tein til þess að láta þann sem drekkur teið upplifa helstu eiginleika náttúrunnar og bæta líf aðilans í leiðinni. Fersku lífrænu jurtirnar og te laufin gera það að verkum að teið er hreint, náttúrulegt, laust við rotvarnarefni og gervi bragðefni. Tein eru unnin eins lítið og mögulega hægt er og pakkað í umhverfisvænar umbúðir til þess að vernda jörðina. Hver tepoki er klór-laus og kassarnir eru framleiddir út 100% endurvinnanlegu hráefni.

Túrmerik og engifer Buddha te

 • Náttúruleg uppspretta andoxunarefna
 • Ríkt af vítamínum og steinefnum
 • Uppspretta próteina og trefja
 • 1 tepoki fyrir hvern bolla
 • Látið tepokann liggja í sjóðandi heitu vatni í 3-6 mín.
 • Fjarlægið tepokann og njótið!

Ríkt og ákveðið bragð engifersins passar fullkomlega vel með mjúka bragði túrmeriksins. Þessi tvö krydd eru rík af vítamínum og steinefnum. Bæði túrmerik og engifer eru frábær uppspretta C- E-, K- og B6-vítamíns. Þau eru einnig rík af fjölmörgum steinefnum eins og kalíum, magnesíum, kopar, kalsíum og mangan. Bæði þessi krydd innhalda mikið af trefjum, próteinum, amínósýrum, phytosterols, lífsnauðsynlegum fitusýrum. Einnig eru þessi krydd þekkt fyrir að innihalda mikið af andoxunarefnum og hafa bólguhamlandi áhrif á líkamann.

Buddha Teas Logo

Buddha Te fæst í Kosti

Read More

Ísréttur með berjum og súkkulaðispænum

Þeir sem þekkja mig vita að ég er algjör nautnaseggur þegar kemur að ís. Bestur þykir mér flauelsmjúkur rjómaís og vil ekki sjá harðan og kaldan mjólkurís. Ég var því ekki viss þegar ég ákvað að prófa þennan ís Frá Luna & Larry hvort mér myndi líka hann.

Coconut Bliss ísinn er lífrænn, glútein laus, inniheldur ekki erfðabreyttar afurðir, soja laus og er vegan. Hann er til í ótal bragðtegundum, t.d salt karamellu&súkkulaði og súkkulaði&hnetusmjör sem ég ákvað að prófa.

Coconut Bliss ísinn kom mér ótrúlega skemmtilega á óvart, ísinn er flauelsmjúkur og áferðin er nánast eins og rjómaís. Salt karamellu & súkkulaði var í sérstöku uppáhaldi.

Ísréttur með berjum og súkkulaðispænum

 • Luna&Larry’s Coconut Bliss með salt karamellu&súkkulaði og súkkulaði&hnetusmjör
 • 6 jarðaber skorin í sneiðar
 • ½ lítil askja bláber
 • Súkkulaðispænir
 • Þeyttur rjómi (val)

Aðferð:

 1. Takið ísinn úr frysti og látið standa við stofuhita í 10 mín.
 2. Skolið berin og þerrið vel.
 3. Skerið jarðaberin í sneiðar og raðið helmingnum í botninn á glösunum.
 4. Notið kúluísskeið til þess að mynda fallegar kúlur, setjið 2 kúlur af hvorum ísnum.
 5. Setjið bláber og jarðaber í glösin, skreytið með súkkulaðispæni.
 6. Það er mjög gott að bera fram þeyttan rjóma með þessum ís og mæli ég með því.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Grillaður lax í Cedar viðar vefjum

Um daginn prófaði ég nýjung sem kom okkur fjölskyldunni virkilega skemmtilega á óvart!

Cedar Wraps er ný leið til þess að grilla gómsætan mat og fá virkilega gott reykar grill bragð. Hægt er að grilla nánast hvað sem er í þessum grillvefjum. Það eina sem þarf að gera er að krydda matinn, skera hann niður í hæfilega stóra bita og vefja vefjunum utan um, þá er maturinn tilbúinn á grillið.

 

Cedar vefjur eru sem sagt viðar „blöð“ sem maður leggur í bleyti í 10 mín, vefur honum svo utan um matinn og grillar matinn inn í þessum blöðum. Við það að grilla matinn svona kemur ótrúlega gott reykar og grill bragð í matinn. Ágætis plús sem mér finnst vert að nefna er að grillið hélst alveg hreint eftir að hafa grillað matinn svona en mér finnst oft leiðinlegt að þrífa grill.

Þessi uppskrift af grilluðum lax er með þeim einfaldari sem hægt er að gera en útkoman er, VÁ, algjörlega frábær!

 • 1 flak lax
 • Frontera Chipotle honey marinering með tómat og hvítlauk
 • Cedar vefjur

Aðferð:

 1. Leggið laxinn í eldfast mót eða sklál og hellið marineringunni yfir, dreifið henni vel svo allur fiskurinn marinerist jafnt.
 2. Leggið cedar vefjurnar í bleyti líka og spottana.
 3. Þegar fiskurinn hefur marinerast í 30 mín, skerið hann þá í lengjur, leggið hvern laxabita í eina vefju, rúllið vefjunni upp og bindið.
 4. Grillið laxinn í um það bil 20 mín á meðal heitu grilli, losið fiskinn úr vefjunni og njótið!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More

Pítur með grilluðu lambakjöti í bragðmikilli marineringu

Ég hvet ykkur til þess að prófa þessa útfærslu á klassískum pítum, þær eru þær bestu sem ég og fjölskylda mín höfum smakkað!

Marineringin frá Frontera dregur fram bestu hliðar lambakjötsins sem passar svo fullkomlega með pítusósunni og öllu tilheyrandi.

 • Frontera marinering með mildu rauðu chile og kúmen
 • 1 pakki lambagúllas
 • 6 frosin pítubrauð
 • Pítusósa
 • Salat
 • ¼ agúrka skorin í teninga
 • 2 tómatar skornir í teninga
 • ½ rauðlaukur smátt skorinn
 • 2 dl rifinn ostur

Aðferð:

 1. Leggið lambagúllasið í marineringu og látið marinerast í 30 mín.
 2. Á meðan kjötið er að marinerast er gott að taka pítubrauðin úr frystinum, skera niður grænmetið og loks kveikja á grillinu.
 3. Þegar kjötið hefur marinerast og grillið er orðið heitt, setjiði þá kjötið í grillbakka og grillið kjötið í um það bil 20 mín eða þangað það er eldað í gegn.
 4. Ristið pítubrauðin þangað til þau eru heit í gegn og aðeins orðin stökk.
 5. Raðið inn í pítubrauðin eftir smekk og njótið!

Ykkar Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Read More