Berjabaka

Erfiðleikastig: 
Auðvelt
Eldunaraðferð: 
Bakað í ofni
Uppskrift fyrir: 
12
Hráefni: 
I pakki af Yellow Cake Mix
Vatn, olía og egg samkvæmt uppskrift á pakka.

6 bollar af frosnum blönduðum berjum
2/3 bolli af sykri
2 msk. Hveiti
¾ bolli flórsykur
2 msk. Mjólk
  1. Hitið ofninn í 180
  2. Smyrjið eldfast mót með olíu
  3. Hrærið í kökuna samkvæmt leiðbeiningum á pakka og hellið í eldfasta mótið
  4. Hrærið saman í skál berjum, sykri og hveiti og hellið yfir kökudeigið
  5. Bakað í 55 – 60 mínútur eða þar til tannstöngli sem stungið er í miðja kökuna kemur hreinn upp úr.
  6. Kælið kökuna í 10 mín
  7. Búið til glassúr með því að hræria saman flórsykri og mjólk og hellið yfir kökuna.

Gott að bera fram með vanilluís og rjóma